Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Side 19

Skessuhorn - 30.01.2019, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný kross- gáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eft- ir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi vikunni eftir að hún birtist). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnarorðið á síðustu krossgáta var „Þolinmæði“. Heppinn þátttakandi er: Bogi Sigurðsson, Akranesi. Lausn Boga var send inn í bundnu máli: Þolinmæði þrautin er þetta sér hver maður. Með Skessuhorni skemmtir sér Skag- amaður glaður. Hreina Bein 50 Stjaka Á skipi Ýtti Sk.st. For Flínk Sterkar Dramb Áfellur Rödd Drýg- indi Sprikl- ar Étandi Grugg Iðka 2 1000 Finnur leið Fela Tónn Lin Kantur Lítill bor Kornið Gruna Ásaki Ys Arinn Rán Duft Tíð 4 Bönd Átt Röst Rómur Væta 6 Tónn Laust Bráðum Áhald Ritgerð Ótraust Stök Bogi 1 Haf Berg- mála Sérhlj. Hreinsa Draup 9 Pípa Tíbrá Góð- menni Arinn Leik- tæki Nr..2 Op Andi Flan Bindi 5 Bólstur Gott Á skipi Sprek Skel Nærist Dvel Snún- ingar Leit Sam- hljóðar Art Hvolfa 7 Hrönn Alandi Elska Stafinn Leiði Grípa Blóð- suga Mynni Háhýsi Múli Venju 3 Dapur Áköf Gelt Rugga Alfa Vein Gríp Ókunn Slettur Reipi Á reikn- ingi Tími Samhlj. Dægur Karaði 8 Sér- hljóðar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 A F T U R E L D I N G S Ó L L Á R N A Ö R Ð U R L Ó L Á A G G A G A S Ú L D T A N D U R Æ F A R S O R T Ó S A R Ö R L A K K U R B R Á Ð E L L I S A K N A Í A U K I D E K K K R A U M Ð M Á U G L A N P R P U S Ó T Á R A S A U P A R Æ S I R H R E T G A U R B A R N Ú F A R G R A S S Á R A S K A R Í A K Á Í S Ú R O T E R T U N G R A M M V A R Á R A S K O V Á P A R T U K T A Ó L A B Á L L U N D Þ T R A L L Ó S E R I L H A Í M A Æ K I Ö G U R M Ó K Þ O L I N M Æ Ð IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Í gær, þriðjudaginn 29. janúar, voru tíu ár liðin frá því nytjamarkaðurinn Búkolla á Akranesi var fyrst opnað- ur. Af því tilefni leit Skessuhorn við í Búkollu og ræddi við Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur, forstöðukonu Búkollu, og Guðmund Pál Jónsson, forstöðumann Fjöliðjunnar á Akra- nesi. „Búkolla varð til í samvinnu Fjöliðjunnar á Akranesi, Endurhæf- ingarhússins HVER, Rauða kross deildar Akraness, Sjúkrahússins á Akranesi og Akraneskaupstaðar. Þar sem áhersla var lögð á að gera vinnu- stað fyrir fólk með skerta starfsgetu,“ segir Guðmundur. „Megin tilgang- urinn með opnun Búkollu var að fólk með skerta starfsgetu fengi tækifæri til að sinna skemmtileg- um störfum. Bæði fyrir örykja og þá sem eru að koma inn á vinnumarkað eftir langa fjarveru, þannig er þetta hugsað í grunninn,“ bætir Ingibjörg við. Að auki starfar hjá Búkollu fólk í samfélagsþjónustu. „Við höfum átt mjög gott samstarf við Fangelsis- málastofnun og hjá okkur hefur fólk fengið að taka út sína refsingu. Það hefur alltaf gengið prýðilega,“ segir Guðmundur. Gefa hlutum framhaldslíf Eins og fyrr segir er Búkolla nytja- markaður þar er ýmislegt er að finna og nýjar vörur koma í hverri viku. Tilgangur verslunarinnar er að endurnýta hluti. „Þeir hlutir sem fólk hefur ekki not fyrir leng- ur eru vel þegnir hjá okkur. Þessir hlutir geta verið dýrmætir í augum annarra sem geta þá keypt þá gegn vægu gjaldi,“ segir Ingibjörg. Í Bú- kollu er tekið við öllu því sem fólk þarf að losa sig við svo lengi sem það er enn í góðu ástandi. „Við seljum í raun allt mögulegt annað en mat- vöru. Fólk getur komið með hlutina beint hingað til okkar eða farið með þá í nytjagáma sem við erum með á gámasvæðinu. Við förum svo eins oft og við getum og tæmum gám- ana,“ segir Ingibjörg og biðlar einn- ig til fólks um að skilja hlutina ekki eftir fyrir utan húsnæði Búkollu. Við Búkollu eru að auki tveir fatagámar og er fólk sem vill koma fatnaði til Búkollu beðið um að setja hann allt- af í þessa gáma en þar er tekið við öllum fatnaði og skóm, alveg óháð ástandi. „Allt sem er sett í fatagám- ana er nýtt, hvort sem það er heilt eða ekki. Það sem við getum ekki selt er nýtt í annað,“ segir Ingibjörg og Guðmundur tekur undir. „Allar bómullarvörur sem eru þvældar eða illa farnar fara í Fjöliðjuna þar sem við skerum þær niður í vélatuskur. Við höfum haldið stóriðjunni gang- andi með þessum tuskum,“ seg- ir Guðmundur og hlær. „Tuskurn- ar okkar nýtast vel til að þurrka upp olíubletti og annað slíkt á verkstæð- um. Svo er því sem við nýtum ekki pakkað niður og sett í gáma sem við sendum til Rauða krossins. Það fer á annað hundrað tonn af fatnaði frá okkur til Rauða krossins á ári. Þetta eru um 14-15 kjaftfullir 20 feta gámar,“ segir Guðmundur. Þá seg- ir Ingibjörg að í flokkunarrýminu í Búkollu sé engin ruslafata því þar fer engin flík í ruslið, sama hvern- ig ástandið á henni er. Spurð hvern- ig fólk eigi að ganga frá fatnaðin- um, áður en hann er settur í gám- ana, segir Ingibjörg best að setja föt- in alltaf í lokuðum pokum í gámana. „Það er algjör undantekning ef fötin eru ekki í lokuðum pokum en það er kannski sniðugt samt að benda fólki á að gera það því kannski vita það ekki allir.“ Fjölbreyttur kúnn- ahópur Aðspurð segist Ingibjörg kúnnahóp Búkollu hafa farið vaxandi síðustu tíu ár og sé enn að vaxa. „Ég hef alveg tekið eftir ákveðinni þróun í kúnnahópnum og í dag kemur mun fjölbreyttari hópur fólks heldur en í upphafi. Fyrst voru þetta oftast efnaminna fólk sem reyndi að spara við sig eins og það gat. Í dag hef- ur kúnnahópurinn breyst mikið og það er í raun enginn ákveðinn hóp- ur sem ég hef ekki orðið vör við hér,“ svarar hún og Guðmundur bætir við að honum finnist breyt- ing á samfélaginu eiga þátt í breyt- ingu á kúnnahópnum. „Ég held að fólk sé almennt að nýta hluti bet- ur en áður og að það þyki kannski bara pínu töff að kaupa notað. Þeg- ar maður hugsar um það er snið- ugt að kaupa notað og nota pen- inginn frekar í eitthvað annað. En svo er líka gaman að segja frá því að hingað koma líka öðruvísi kúnnar en þessir hefðbundu,“ segir Guð- mundur og brosir. „Við tókum eftir því að hingað kom reglulega þekkt- ur einstaklingur og keypti nokkuð mikið en alls ekki hvað sem er. Við- komandi leitaði helst að merkjavör- um eða slíku. Við fórum að veita þessu eftirtekt og komumst svo að því að hann var bara að selja í Kola- portinu. Þessi einstaklingur kunni sko alveg margfjöldunartöfluna, og sko alveg fjórum sinnum og fimm sinnum töfluna. En þetta er bara þróunin, notaðar vörur eru farnar að seljast meira og þá kemur svona fólk inn á þennan markað og það er bara skemmtilegt,“ segir Guð- mundur. Bæjarbúar aðalleikendur Í Búkollu koma einnig reglulega safnarar eða áhugafólk um ákveðna hönnun. „Það er bara skemmti- legt að sjá hversu mikið þetta hef- ur breyst síðustu árin og ég vona að fólk sé bara í auknum mæli að kaupa notað frekar en nýtt. Og svo er þetta líka skemmtilegt því sumir sjá verðmæti í hlutum sem aðrir telja verðlausa,“ segir Guð- mundur. Þá segjast þau bæði vera þakklát öllum þeim sem hafa hald- ið tryggð við Búkollu öll þessi ár, bæði hvað varðar að versla þar og að koma með hluti sem þeir eru hættir að hafa not fyrir. „Í svona verkefni eru það fyrst og fremst bæjarbúar sem eru aðal leikend- urnir og án þeirra myndi þetta ekki ganga upp. Þegar við opn- uðum upphaflega var hugmyndin að þetta væri verkefni til kannski tveggja eða þriggja ára. Nú eru lið- in tíu ár og við erum “still going strong,” ef ég mætti sletta svona,“ segir Guðmundur og hlær. arg Nytjamarkaðurinn Búkolla fagnar fyrsta tugnum Ingibjörg og Guðmundur hvort við sinn endann ásamt starfsfólki Búkollu. Í Búkollu er allt milli himins og jarðar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.