Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Page 6

Skessuhorn - 26.06.2019, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 20196 Kona flutt með sjúkrabíl SNÆFELLSBÆR: Kall- að var eftir aðstoð viðbragðs- aðila vegna konu sem slasaðist við Raufeldargjá um tveimur kílómetrum austan við Arn- arstapa á sunnudaginn. Kon- an var sennilega brotin á ökkla og var hún borin niður og flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. –arg Árekstrar og stungið af VESTURLAND: Tvær til- kynningar bárust lögreglu í vikunni um að ekið hefði ver- ið á bíla og stungið af í vik- unni sem leið. Bakkað var á bíl við Arion banka í Borgarnesi á fimmtudaginn og farið af vettvangi. Ekki hefur tekist að hafa uppi á ökumanninum og málið er í rannsókn. Ekið var á mannlausan bíl á bílastæði við Kirkjubraut 54 á Akranesi á föstudaginn. Afturhorn á bíln- um var tjónað og er málið til rannsóknar. –arg Akstur undir áhrifum AKRANES: Ökumaður var tekinn grunaður fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna á laugardag. Notaði lög- reglan strokpróf sem sýndi já- kvæð merki svo viðkomandi var handtekinn. Ökumað- ur heimilaði leit í bílnum og fannst við hana hvítt duft og lyfseðilskyld lyf. Málið er til rannsóknar. –arg Vélarvana bátur HVALFJARÐARSVEIT: Tilkynnt var um vélarvana gúmmíbát á Hvalfirði, til móts við Hvalfjarðargöng Akranes- megin um miðjan dag á föstu- dag. Félagar í sjóbjörgunar- flokki Björgunarfélags Akra- ness fóru til aðstoðar. –arg Slys í sundi AKRANES: Slys varð í sund- lauginni við Jaðarsbakka á Akranesi þegar tvo börn rák- ust saman í rennibraut. Sjö ára drengur fór með andlitið á hnakka annars barns svo nefið bólgnaði og blæddi. Sjúkrabíll var kallaður til og drengurinn fluttur til aðhlynningar. –arg Ökumaður án réttinda VESTURLAND: Tilkynnt var um mann á bifhjóli án ökuréttinda á Vesturlandi á fimmtudagskvöldið. Reynd- ist maðurinn hafa vera svipt- ur ökuréttindum og á óskráðu og ótryggðu bifhjóli að auki. –arg Kappakstur í göngunum HVALFJARÐARSVEIT: Tilkynnt var um kappakstur í Hvalfjarðargöngum á fimmtu- dagskvöldið. Lögreglan mætti bílunum við Akrafjall á 100 km/klst þar sem leyfilegt er að keyra á 90 km/klst. Málið verður skoðað nánar þar sem myndavélar taka upp akstur um göngin . –arg Skíðaslys á jöklinum SNÆFELLSNES: Skíðaslys varð á Snæfellsjökli á föstu- daginn þegar 14 ára dreng- ur lenti á höfðinu en hann var með hjálm. Í samráði við lækni var drengnum ekið nið- ur af jöklinum og sjúkrabíll sendur á staðinn. –arg Sinueldur í Leirársveit HVALFJ.SV: Sinueldur kviknaði á tveimur stöðum við Leirársveitaveg á sunnudag- inn um klukkan tvö. Lögregl- an kom á staðinn og gat slökkt á öðrum staðnum en bændur á Leirárgörðum slökktu eldinn á hinum. –arg Kindur innan- bæjar BORGARNES: Tvær kindur með þrjú lömb kíktu í Borg- arnes og fundust á vappi við Landnámssetrið þegar lög- reglan var á leið þar um í öðr- um erindagjörðum. Kind- urnar hlupu beina leið yfir í Brákarey þar sem vaskir smal- ar náðu þeim á endanum og fluttu þær heim til sín í öruggt skjól. –arg Slys við Snorrastaði BORGARBYGGÐ: Um- ferðaslys varð við Snorrastaði í Kolbeinsstaðarhrepi á mánu- daginn. Tveir voru í bílnum en engin slys urðu á fólki. Bíllinn virðist hafa farið yfir á öfug- an vegarhelming og ökumað- ur hefur líklega misst stjórn á honum þegar hann ætlaði að koma honum aftur á réttan vegarhelming. Bíllinn er mik- ið tjónaður og óökuhæfur eft- ir slysið. –arg Landsnet hefur undanfarið unn- ið að því að styrkja flutningskerf- ið á Snæfellsnesi en á svæðinu hafa á liðnum árum verið tíðar truflan- ir þar sem loftlínan milli Ólafsvík- ur og Vegamóta liggur um Fróð- árheiði sem er mjög erfitt svæði veðurfarslega. Gekk verkefnið út á lagningu 2,66 kV jarðstrengs milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, Grundarfjarðarlínu, og byggingu nýrra tengivirkja í Grundarfirði og Ólafsvík. Með þessari framkvæmd verður afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi aukið og áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi eykst. Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets komu tveir valkostir til greina. Annars vegar jarðstrengur alla leið eða loftlína með jarðstreng næst Grundarfirði. Þar sem loftlínulausnin samræmd- ist ekki stefnu stjórnvalda um lagn- ingu 66 kV raflína í jörð, auk þess sem hún var í ofanálag metin sem dýrari lausn, varð jarðstrengur fyr- ir valinu. Kallaði lagning strengsins á byggingu nýrra tengivirkja í báð- um bæjarfélögum. Byggingu tengi- virkis í Grundarfirði er nú lokið eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns og nú á dögunum lauk byggingu tengivirkisins í Ólafsvík. Tengivirkið fyrir Ólafsvík er 66 kV tveggja reita tengivirki og var það byggt á höfuðborgarsvæðinu og flutt fullbúið á verkstað. Hófst ferðalagið með tengivirk- ið frá Reykjavík að kvöldi 19. júní. Tók flutningurinn alla nóttina enda farið á hægum en öruggum hraða. Fékk Landsnet ET, Orku- virki og Rarik með sér í verkið og bíllinn sem flutti tengivirkið ekki af minni gerðinni, en undir honum og vagninum voru alls 92 hjól. Þegar kom að síðustu brekkunni, áður en komið var á áfangastað, þurfti bíll- inn þó örlitla aðstoð og kom vél frá TS Vélaleigu og aðstoðaði við síð- ustu metrana. Nú þegar tengivirkið er komið á sinn stað tekur við frá- gangur og vinna við að koma því í gagnið. þa Tengivirki flutt í heilu lagi Húsið var flutt í heilu lagi frá Reykjavík til Ólafsvíkur. Hugi Garðarsson hefur á liðn- um vikum verið á hringferð um landið til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands. Ýtir hann á undan sér hjólbörum þar sem er að finna allan hans við- legubúnað. Á ferð sinni hyggst hann heimsækja 70 sveitarfé- lög og ganga samtals á fjórða þúsund kílómetra. Hugi var á ferðinni í Grundarfirði fyrir helgina þar sem Kolbrún Ingv- arsdóttir ljósmyndari Skessu- horns smellti meðfylgjandi mynd. Hugi hvetur fólk til að hringja í söfnunarsíma Krabba- meinsfélagsins og leggja söfn- uninni lið. mm Með hjólbörurnar við Kirkjufell

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.