Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Page 8

Skessuhorn - 26.06.2019, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 20198 Svikasímtöl halda áfram LANDIÐ: Lögreglan á Vest- urlandi hefur að undanförnu fengið nokkuð af tilkynning- um um svokölluð svikasímtöl úr erlendu númerum. Um er að ræða fólk sem er að leit- ast eftir persónulegum upp- lýsingum eins og kennitölu, lykilorðum eða kortanúmer- um hjá fólki. Áréttar lögregl- an að engin hætta stafi af því að svara þessum stímtölum en að mikilvægt sé að hringja ekki til baka og ekki gefa upp neinar persónulegar upplýs- ingar. –arg Árekstur við Arkarlæk HVALFJ.SV: Fólksbíll og dráttarvél lentu saman við Arkarlæk rétt við Akrafjall á fimmtudaginn. Ekki urðu slys á fólki. –arg Byggingarefni fargað BORGARBYGGÐ: Miklu af byggingarusli var sturtað við gáma ætlaða fyrir heim- ilissorp við Gufuá í Borg- arbyggð í vikunni sem leið. Búið er að kæra málið og er það til rannsóknar. Vitni sáu til tveggja manna sturta sorpinu þarna. – arg Tjón af möl af vörubíl VESTURLAND: Tilkynnt var um skemmdir á fram- rúðu og á lakki á bíl eftir að möl af palli vörubíls fór yfir bíl sem kom úr gagnstæðri átt rétt fyrir hádegi á mið- vikudaginn. Málið verður rannsakað. –arg Betur fór en á horfðist NORÐURÁRD: Bílslys varð á Vesturlandsvegi, rétt við Hreimsstaði í Norður- árdal, seint að kvöldi þriðju- dagsins 18. júní. Karl og kona voru í bíl sem fór útaf og valt. Ekki leit ástandið vel út í fyrstu en konan var föst undir bílnum í um 25 mín- útur. Þyrlan var kölluð út og flutti fólkið til Reykjavík- ur. Að sögn lögreglu er með ólíkindum hversu vel bæði konan og karlinn sluppu frá slysinu, betur en á horfðist í fyrstu. –arg Dýrt símtal VESTURLAND: Ökumað- ur við Seleyri sunnan Borg- arness var stöðvaður fyrir að tala í símann undir stýri og er sektin fyrir það 40 þúsund krónur. Að sögn lögreglunn- ar á Vesturlandi er nokkuð um að fólk sé að nota símana við akstur og haldi að það sé í lagi sé símanum ekki haldið á eyranu. Þá er rétt að minna á að öll notkun síma án hand- frjáls búnaðar er bönnuð þegar setið er undir stýri. –arg Ætla að greiða niður námslánin LANDIÐ: „Þau voru kát og brosandi ungu hjónin sem mættu í höfuðstöðvar Íslenskrar getspá til þess að vitja vinnings, en þau voru ein af þremur sem unnu 7-falda Lottópottinn 15. júní sl. og fengu rúmar 34,5 skattfrjáls- ar milljónir í vinning. Vinnings- miðann höfðu þau keypt hjá Olís í Norðlingaholti. Hjónin eiga tvö ung börn og eru búsett á höfuð- borgarsvæðinu, þau ætla að byrja á að fagna útskrift, greiða nið- ur námslán og einnig íhuga þau frekari nám nú þegar áhyggjur af fjármálunum eru úr sögunni,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Hinir tveir heppnu vinn- ingshafarnir höfðu keypt miðana sína inn á lotto.is og fengu þeir því ánægjulegt símtal frá Íslenskri getspá þar sem þeim var tilkynnt gleðifréttirnar. Sá fyrri sem fékk símtalið var karlmaður utan af landi en hann hafði fylgst með útdrættinum og var búinn að sjá tölurnar sínar dregnar út og beið hann því spenntur eftir símtalinu góða. Hinn vinningshafinn kona í Reykjavík vissi ekki enn af vinn- ingnum svo símtalið kom henni skemmtilega mikið á óvart og var hún varla að trúa fréttunum. -mm Á rúntinum á golfbíl AKRANES: Tilkynning barst um golfbíl á ferð á götum Akra- ness að kvöldi laugardagsins. Lögreglan fann ekki umræddan bíl en vissulega er ekki leyfilegt að aka golfbílum úti á götu. – arg Aflatölur fyrir Vesturland 15.-21. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun:18.579 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 2.367 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 19 bátar. Heildarlöndun: 42.145 kg. Mestur afli: Bárður SH: 15.777 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 239.546 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.921 kg í einni löndun. Ólafsvík: 35 bátar. Heildarlöndun: 121.286 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 28.830 kg í þremur róðrum. Rif: 18 bátar. Heildarlöndun: 68.954 kg. Mestur afli: Esjar SH: 20.288 kg fjórum löndunum. Stykkishólmur: 26 bátar. Heildarlöndun: 126.803 kg. Mestur afli: Blíða SH: 11.266 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.921 kg. 19. júní. 2. Sigurborg SH – GRU: 59.807 kg. 18. júní. 3. Farsæll SH – GRU: 43.900 kg. 19. júní. 4. Helgi SH – GRU: 43.755 kg. 18. júní. 5. Ólafur Bjarnason SH – ÓLA: 16.440 kg. 18. júní. -arg Meðal efnis í átjánda bindi Ár- bókar Akurnesinga eru tveir þætt- ir sem tengjast Sementverksmiðj- unni, fyrrum stærsta vinnustað á Akranesi. Garðar H. Guðjónsson rifjar upp útgáfusögu Sementspok- ans, sem Starfsmannafélag Sem- entsverksmiðjunnar gaf út, og birt- ar eru ljósmyndir Friðþjófs Helga- sonar af yfirgefnum salarkynnum verksmiðjunnar. Í viðtali sem Anna Lára Steindal tók við Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið, Skagamann ársins 2016, segir Dýrfinna frá lífs- hlaupi sínu og hvernig hún festi rætur á Akranesi. Söguganga þeirra Guðbjargar Árnadóttur, Hall- beru Jóhannesdóttur og Halldóru Jónsdóttur sem nefnist, „Kelling- ar minnast fullveldis“ sýnir hvernig sagan birtist við hvert fótmál þegar gengið er um Skagann með góðri leiðsögn. Þá rekur Magnús Magn- ússon ritstjóri Skessuhorns 20 ára sögu útgáfu blaðsins í máli og myndum. Loks er ljósmyndaþáttur úr Ljósmyndasafni Akraness sem nefnist „Verslunarfólk og versl- anir“. Annálar árbókarinnar eru á sínum stað sem og æviágrip geng- inna Akurnesinga. Ritstjóri Árbók- ar Akurnesinga er Kristján Krist- jánsson. -fréttatilkynning Eldur kom upp í húsbíl sem stóð við sumarbústað í landi Galtarholts III í Borgarbyggð síðastliðinn mánu- dag. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út og slökkti í síðustu glæð- unum, en eins og sjá má á mynd- inni er ekkert eftir af bílnum nema járnagrindin. Að sögn Bjarna Krist- ins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf fljótt og vel og enginn var í hættu. Lítilsháttar eld- ur var þó kominn í gróður og nær- liggjandi grindverk þannig að ekki mátti miklu muna að eldurinn bær- ist áfram í hús og gróður á svæð- inu. mm/ Ljósm. iss. Guðni Ágústsson fer árlega í Þing- vallagöngu og segir í henni frá forn- um köppum sögualdar. Fimmtu- dagskvöldið 4. júlí næstkomandi verður hann ásamt fríðu föruneyti á Þingvöllum og fjallar að þessu sinni um Egil Skallagrímsson. „Bú- ist er við að loksins dreifi Egill silfri sínu yfir þingheim,“ segir Guðni. Gangan hefst við Hakið klukkan 20 og gengið þaðan að Lögbergi hinu forna og svo að Þingvallakirkju. Þar þiggur fólk veitingar í göngulok. Karlakór Kjalnesinga stýrir söng á milli atriða. Ragnar Önundarson mun í lokin svara spurningunni: „Var höfundur Eglu platónisti?“ Því má við þetta bæta að um þessar mundir endursýnir sjón- varpsstöðin Hringbraut þátt þeirra Guðna og Óttars Guðmundsson- ar frá því í fyrra um Gissur Þor- valdsson Jarl; „Var Gissur gull eða grjót?“ mm Á föstudaginn tók Lögreglan á Vesturlandi í notkun nýjan Volvo lögreglubíl sem staðsettur verður í Borgarnesi. Bíllinn sem um ræð- ir leysir af hólmi bíl sem ekinn er nærri hálfa milljón kílómetra. arg Bíll brann við sumarbústað Guðni Ágústsson stýrir sögugöngu og fjallar um Egil Skallagrímsson. Loksins dreifir Egill Skallagrímsson silfri sínu yfir þingheim Árbók Akurnesinga að koma út Nýr lögreglubíll í Borgarnes Nýr Volvo lögreglubíll í Borgarnesi. Ljósm. fengin af Facebooksíðu Lögreglunnar á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.