Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 2019 13
Hönnun • Prentun • Merkingar • Fatnaður • Gjafavörur • Leikföng • Smávörur
OPNAR Á DALBRAUT 16
F IMMTUDAGINN 4. JÚLÍ KL. 14
Fylgstu með okkur
á Instagram og
FacebookVELKOMIN Í OPNUN
SMÁPRENTS Á DALBRAUT 16FRÁ KL. 14:00-18:00
Elsku yndislega mamma okkar,
tengdamamma og amma,
Emilía Petrea Árnadóttir
Andaðist á Heilbrigiðsstofnun Vesturlands Akranesi
7. júní eftir stutta en snapra baráttu við krabbamein.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn
3. júlí kl. 13.00
Ást, kærleikur og þakklæti
Helena Guttormsdóttir, Lárus Bjarni Guttormsson,
Hildur Jónína Þórisdóttir SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
9
Arið 2005 voru Hollvinasamtök
Þórðar Halldórssonar frá Dag-
verðará stofnuð en það ár voru lið-
in 100 ár frá fæðingu hans. Mark-
miðið var að halda á lofti minningu
þessa merka sagnamanns og vísna-
manns, refaskyttu, málara, sjóara,
Jöklara og lífskúnsters. Með því að
drekka ölkelduvatn daglega, varð
hann næstum 100 ára.
Meðal verkefna Hollvinasamtak-
anna var að láta gera heimildamynd
um Þórð sem Kári G. Schram,
kvikmyndaleikstjóri gerði og kall-
aðist: Jöklarinn. Myndin er einstök
heimild um Þórð sem auk margs
annars, var einstakur náttúruunn-
andi og í reynd samofinn umhverfi
Snæfellsjökuls að ekki sé talað um
Jölkulinn sjálfan.
Á aðalfundi Hollvinasamtaka
Þórðar 14. júní síðastliðinn var svo
samþykkt að leggja samtökin niður
og nýlega stofnað félag – Sagna-
seiður á Snæfellsnesi, taki við að
halda minningu Þórðar á lofti og
kynna frekar heimildamyndina um
hann. Einnig munu Svæðisgarð-
ur Snæfellsness og Samkomuhúsið
á Arnarstapa, koma að þessu hlut-
verki.
Nú stendur yfir listsýningin Nr.
3 Umhverfing, þar sem yfir sjötíu
listamenn sýna verk sín víðsvegar á
Snæfellsnesi m.a í bæjarrústunum á
Dagverðará. Þar eru á veggjum ljós-
myndir af nokkrum málverka Þórð-
ar og eitt þeirra heitir: Snæfellsjök-
ull eftir byl og málað 8. desember
1995 þegar Þórður var 90 ára.
Snæfellsnes hefur alið marga
snjalla sagnamenn og sagnaritara
og þar er þekktastur Árni prófastur
Þórarinsson frá Stóra – Hrauni, en
Þórbergur Þórðarson skráði ævi-
sögu hans í sex bindum. Minningar
Þórðar Halldórssonar hafa líka ver-
ið skráðar og þar er að finna marga
góða söguna. Félagið Sagnaseiður
á Snæfellsnesi þarf ekki að kvíða
verkefnaskorti.
Reynir Ingibjartsson
Hollvinasamtök Þórðar
Halldórssonar lögð niður
Gróðrarstöðin Grenigerði
við Borgarnes
Við eigum mikið af fallegu birki
í limgerði og einnig stök tré.
Ríta og Páll
437-1664 849-4836