Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Page 14

Skessuhorn - 26.06.2019, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201914 Sveitarfélögin á Vesturlandi eiga jörðina Fíflholt á Mýrum. Keyptu hana árið 1997 eftir að búskap hafði þar verið hætt og hófu urðun sorps. Áður en rekstur þessi hófst var sorpi fargað við ýmsar aðstæð- ur á fjölmörgum stöðum á Vest- urlandi, ófullnægjandi urðun eða opinn eldur, kveikt í rusli á bæj- um og almennt öll þau mál í ólagi. Flestir fögnuðu því þegar sveitar- félög í landshlutanum tóku hönd- um saman um að farga sorpi á ein- um stað við bestu mögulegu að- stæður og undir eftirliti. Almennt hefur því ríkt sátt um starfsemina í Fíflholtum, ef frá er talin óánægja nágranna við urðunarstaðinn sem telja að óvenjulega mikið að rusli hafi fokið frá Fíflholtum í vetur og dreifst yfir nærliggjandi svæði. En urðunarstað eins og þess- um má líkja við „óhreinu börnin hennar Evu“. Allir vilja að starf- semin sé til staðar, en engin vill hafa hana hjá sér. Því er ekki beint hægt að segja að slegist hafi ver- ið um að hafa slíka starfsemi inn- an sveitarfélagamarka. Nefna má Suðurland sérstaklega í því sam- hengi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa hætt sorpurðun og áforma nú að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorp- brennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun Sorpu að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urð- unar í Álfsnesi. Jákvætt skref var í síðustu viku stigið í umhverfismálum í Fíflhol- tum. Þá var formlega tekinn í not- kun sérhæfður brennari sem bren- nir metangasi sem leitt er úr núve- randi urðunarrein þar sem metan- gasframleiðslan er mest. Rörum er komið niður í safnhauginn og eft- ir þeim leitt metangas til brenns- lu í sérstökum brennara. Með því móti er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá urðu- narstaðnum, en áætlað er að það metangas sem að óbreyttu hefði farið út í andrúmsloftið mengi á við 2.500 bensínbíla í umferðin- ni á ári. Blaðamaður Skessuhorns leit í síðustu viku í heimsókn í Fí- flholt. Leiðsögumaður var Href- na Bryndís Jónsdóttir en hún er framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands. Sótt um aukið starfsleyfi Nú hefur í tvo áratugi verið urð- að sorp af Vesturlandi í Fíflholtum, en auk þess er nú tekið við sorpi til urðunar af Vestfjörðum og á þessu ári hluti þess sorps sem fellur til á Suðurlandi, þar sem Sunnlending- ar eru í þröngri stöðu í sínum sorp- málum. Aukin starfsemi og meng- un hefur leitt til þess að urðunar- staðurinn í Fíflholtum hefur tals- vert verið í fréttum á þessu ári. Urðun á síðasta ári fór fram úr gild- andi starfsleyfi, fór yfir 15 þúsund tonn, eða um 500 tonn yfir leyfilegt hámark samkvæmt starfsleyfinu sem gefið er út af Umhverfisstofn- un sem einnig sér um eftirlit með starfsemi urðunarstaðarins sam- kvæmt starfsleyfi. Nágrannar við urðunarstaðinn hafa lýst sig ósam- mála því að gefið verið grænt ljós á leyfi til urðunar umfram 15 þúsund tonn á ári og hafa krafist aðgerða til að hefta megi fok á rusli frá urð- unarstaðnum. En þrátt fyrir það er unnið að umsókn um breytingu á starfsleyfi sem heimilar allt að 25 þúsund tonn af sorpi verði urðað á ári. Matsáætlun vegna breyting- anna er í umsagnarferli, nú statt hjá Skipulagsstofnun. Sorp fylgir ástandi í efnahagslífinu Jörðin Fíflholt er 1.572 hektarar að flatarmáli, en þar af eru 381 hektari ofan við Snæfellnessveg. Starfsemi sorpurðunar er öll neðan við þjóð- veginn og sést ekki frá þjóðvegin- um að undanskilinni gömlu hlöð- unni. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Haldið er grænt bókhald yfir starf- semina en með því hefur fyrirtæk- ið leitast við að fylgja góðum um- gengnisreglum, upplýsa um starf- semina og umhverfisáhrif. Tilgang- ur Sorpurðunar Vesturlands hf. er móttaka, urðun og förgun sorps og hefur þessi starfsemi verið í Fífl- holtum allt frá því sveitarfélögin tóku höndum saman um verkefnið undir lok síðustu aldar. Félagið á jörðina og þar er urðunarstað- ur rekinn. Þangað senda sveitarfé- lögin á Vesturlandi sorp sem ekki hefur verið flokkað til endurvinnslu og heimild er til að urða. Sveitarfé- lögin reka sjálf gámastöðvar í sinni byggð og annast flokkun úrgangs og flutning hans til urðunar í Fífl- holtum. Við komu á urðunarstað- inn eru allir bílar vigtaðir og svo aftur eftir að farmur hefur verið los- aður. Greitt er fyrir hvert kíló sam- kvæmt gjaldskrá. Sorpmagn hverju sinni fer mikið eftir efnahags- ástandi í þjóðfélaginu. Í efnahags- legu góðæri eykst sorp en dregur að sama skapi úr því í kreppu, eins og þeirri sem varð eftir gjaldþrot íslensku bankanna 2008. Á síðasta Í Fíflholtum hefur sorp nú verið urðað í tvo áratugi Metangas úr urðunarreinum er nú brennt í sérstökum brennara til að minnka gróðurhúsaáhrif Loftmynd af Fíflholtum tekin í vor. Til vinstri sést móta fyrir Snæfellsnessvegi, hlaðan í Fíflholtum er grænmáluð. Þá er safnhaugur fyrir viðarkurl og fjær er urðunarrein fjögur, þar sem sorp verður urðað næstu fjögur til fimm árin. Staðurinn var valinn til sorpurðunar vegna klapparholtanna sem sést hér móta fyrir. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Hrefna Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands. Að baki henni sést í stálið, margra metra háan vegg af sorpi og vinnuvélar ofan á haug- num til að slétta og þjappa. Horft inn í urðunarrein 4. Áætlað er að hún verði full að 4-5 árum liðnum. Nýr metangasbrennari er í þessum gámi sem komið hefur verið fyrir á lóð fyrirtækisins. Á meðan blaðamaður staldraði við kom Viðar Þór Ólafsson starfsmaður Dalabyg- gðar með hræ af dauðum skepnum til urðunar. Einungis í maí kom Viðar með 22 tonn af hræjum til urðunar úr Dölum, en bændur mega ekki lengur urða dauðar skepnur á jörðum sínum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.