Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 15

Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 2019 15 Pantone 152 CMYK C0 M66 Y100 K0 RGB R229 G114 B0 HTML E57200 Leikskólakennarar óskast í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM LEIKSKÓLAKENNURUM TIL STARFA Helgafellsskóli óskar eftir leikskólakennurum í fullt starf frá og með 1. ágúst 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstörf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 547-0600. ári fór urðun í Fíflholtum framyf- ir starfsleyfið, varð 15.456 tonn. Skýringuna segir Hrefna Bryndís að megi rekja til að 2500 tonnum af sorpi frá Vestfjörðum var ekið í Fíflholt, en auk þess var miklu af byggingarefni fargað, meðal annars vegna niðurrifs Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. Slíkt flokkast sem einskiptisaðgerð, en náði engu að síður að rjúfa heimild samkvæmt starfsleyfinu. Þá er timburkurl not- að sem yfirlag í urðunarreinum til að spara jarveg til yfirlags en á síð- asta ári voru 2116 tonn af kurli not- uð við urðunina. „Að jafnaði hefur magnið verið 10-12 þúsund tonn á ári hér í Fíflholtum, en í fyrra varð sprenging í magni og það sem af er þessu ári stefnir í að verði einnig stórt í rekstri okkar. Sorpmagn er enn ekkert að minnka, þrátt fyrir þá flokkun úrgangs sem á sér stað,“ segir Hrefna. Hentugt frá náttúrunnar hendi Engin tilviljun er að jörðin Fíflholt var valin sem ákjósanlegur urðun- arstaður fyrir sorp og lífrænan úr- gang. Svæðið einkennist af þéttu bergi sem heldur vel vatni og er í raun ástæða þess að á Mýrum er mikið votlendi. Jarðvatn situr milli þeirra klettabelta sem liggja langs- um og hafa urðunarreinar verið teknar á milli þeirra. Í vettvangs- ferð um urðunarsvæðið í Fíflholt- um er byrjað að skoða þá urðun- arrein sem nú er opin og í notk- un. Hún er sú fjórða sem opnuð er frá 1999, en búið er að loka rein- um númer eitt, tvö og þrjú. Urðun- arrein númer fjögur var opnuð fyr- ir nokkrum árum og er hálfnað að fylla í hana. Við göngum inn í urð- unarreinina, vindmegin við gríðar- hátt stál af rusli, seyru og allskyns úrgangi og lyktin er slæm. Efst á sorphaugnum eru stórvirkar vinnu- vélar að störfum; gröfur og troðari, en með þessum tækjum sjá starfs- menn Sorpurðunar um að taka á móti sorpi, jafna úr og þjappa eins og kostur er. Í hauginn fer allt sorp sem ekki hefur verið skilið að í gegnum sorpflokkun, en auk þess lífrænn úrgangur svo sem slátur- úrgangur og seyra sem safnað er úr rotþróm víðsvegar um landshlut- ann. Þegar við vorum þarna á ferð- inni hafði nýlega komið sérútbúinn bíll með seyru en þessa dagana er verið að tæma rotþrær í dreifbýlis- sveitarfélögum á Vesturlandi. Stöðugt eftirlit Áætlað er að urðunarrein númer fjögur dugi í 4-5 ár til viðbótar og því þarf innan tíðar að taka ákvörð- un um legu þeirrar númer fimm, hefja skipulagsvinnu og í framhaldi að hefja framkvæmdir. Alls er urð- unarrein númer fjögur 560 metr- ar að lengd, um sjö metra djúp og um 60 metrar á breidd. Alls er hún því 235.200 rúmmetrar. Að sögn Hrefnu liggur mikill kostnaður í að gera nýja urðunarrein. Þegar slík er opnuð er fyrst grafið niður á fast, í botn reinarinnar lagðar drenlagn- ir og grjótlag af fyrirfram ákveð- inni kornastærð þar yfir. Þannig er hægt að framræsa það sem rennur undan sorpinu í ákveðinn farveg til að fyrirbyggja að það renni óheft út í umhverfið. Sigvatnið er leitt í gegnum fituskiljur og siturbeð þar sem óæskileg efni eru síuð frá. Þar fyrir neðan er skilgreint þynning- arsvæði. Að því búnu er afrennsl- inu veitt út í Norðlæk. Reglubund- ið er fylgst með að frárennsli fari ekki yfir leyfileg mörk óæskilegra efna. Auk þess eru sýnatökur gerð- ar reglulega vítt og breitt um svæð- ið sem Stefán Gíslason umhverf- isstjórnunarfræðingur stýrir. Um- hverfisstofnun fylgist síðan grannt með starfseminni eins og lög gera ráð fyrir. Ráðdeild í rekstri Aðspurð um rekstur Sorpurðunar Vesturlands segir Hrefna að ávallt sé stefnt að hagkvæmum rekstri sem íbúar í landshlutanum njóti svo góðs af í formi hófstilltra sorp- gjalda. Velta fyrirtækisins var 128 milljónir króna í fyrra og rekstr- arafgangur 46 milljónir. „Mark- mið sveitarfélaganna er að eiga fyr- ir framkvæmdum, taka ekki lán. Nú bíður okkar á næstu árum að opna nýja urðunarrein og ekki er áætlað að taka lán til þeirra framkvæmda. Ný urðunarrein kostar tugi millj- óna í skipulagi og framkvæmd og því er lagt í sjóð til að eiga fyrir verkinu. Þá er okkur skylt að eyrna- merkja peninga til að tryggja vökt- un svæðisins í þrjátíu ár eftir að því verður lokað. Þeir peningar eru geymdir inni á lokaðri bók sem er vöktuð af löggiltri endurskoðenda- stofu. Það er ákvörðun sveitarfélag- anna að gera sorpurðun eins hag- kvæma og kostur er. Að mínu viti ríkir góð sátt um þetta fyrirkomu- lag,“ segir Hrefna. Allt sorp sem berst í Fíflholt er vigtað og skráð í þar til gerða flok- ka. „Það eru fjölmargir flokkar sem okkur ber að skrá sorpið eftir. Raun- ar er allt skrifræði að aukast verule- ga í kringum starfsemi sem þessa. Gjaldskráin er engu að síður nánast sú sama. Einungis sláturúrgangur kostar meira en hefðbundið sorp í urðun.“ Hrefna segir að komið hafi til tals að skoða með jarðgerð á lí- frænum úrgangi í Fíflholtum. Það sé hins vegar flókið og dýrt verkefni að flokka lífrænan úrgang og endur- vinna t.d. í moltu, en vafalítið komi að því á Vesturlandi þar sem urðun á lífrænum úrgangi verði bönnuð innan tíu ára. „Í framtíðinni verður því bannað að urða lífrænan úr- gang með öðru sorpi og sorpflok- kun verður talsvert viðameiri en er í dag. Því þurfa sveitarfélögin að fara að hugsa þessi mál í lausn til len- gri tíma,“ segir Hrefna. Tvö sveit- arfélög á Vesturlandi flokka lífrænt sorp frá öðru; Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmsbær. Sú vinnsla fer fram á sérstökum urðunarsvæðum í heimabyggð sem verktakar sjá um. Fokið stærsta vandamálið Tveir starfsmenn eru að jafnaði í Fíflholtum allt árið og er opið alla virka daga fyrir móttöku sorps, ef veður leyfir. „Við reyndar lokum fyrir móttöku sorps þegar vind- hraði fer yfir ákveðin mörk til að lágmarka fokhættu. Við lokum því að jafnaði 20-30 daga á ári.“ En þrátt fyrir að reksturinn í Fíflholt- um gangi vel eru samt tvö vanda- mál sem starfsfólk og stjórnend- ur glíma stöðugt við. Annars vegar er mikill ágangur vargs í sorpið og hins vegar getur orðið talsvert fok af plastefnum frá urðunarstaðnum. „Við erum sífellt að glíma við varg- inn. Fuglinn sækir í sorpið. Jafn- vel þótt við beitum gasbyssum og skjótum fugl, er fuglinn umsvifa- laust kominn að nýju. Þá hefur ref- urinn einnig sótt í æti hjá okkur, en við höfum vaska refaskyttu til að halda tófunni í fjarlægð og að mínu viti er ekki meira um ref hér, held- ur en í sveitunum í kringum okkur. Fokið er hins vegar miklu erfiðara að eiga við. Töluvert mikið af laus- um plastefnum koma með sorpinu, þar er áberandi plast frá fiskvinnsl- unni sem þekkist á litnum og fleira mætti nefna.“ Hrefna sagði það valda sér von- brigðum hvað mikið að efnum sem bera úrvinnslugjald komi inn til urðunar, samanber mjólkurfer- nur og fleiri umbúðir. „Við ákveð- nar veðuraðstæður fýkur þetta rusl, lendir í skurðum eða á girðingum og er til mikillar lýti. Við böggum ekki sorpið sem við urðum og því getur fokið frá urðunarstaðnum við verstu aðstæður. Því má segja að mengun vegna foks sé stærsta vandamálið í okkar rekstri. Við hö- fum plantað trjám bæði til að myn- da skjól og til að taka við fjúkandi plasti og erum stöðugt að hreinsa upp úr nágrenninu. Í sumar er til dæmis starfsmaður sem gerir ek- kert annað en fara um svæðið og halda því snyrtilegu. Við höfum verið gagnrýnd fyrir fok frá urðu- narstaðnum, erum meðvituð um vandamálið og viðurkennum að við getum gert betur. Nú erum við til dæmis að skoða að setja upp girðin- gar og vonum að við náum betri tö- kum á fokmenguninni á næstunni,“ segir Hrefna. Styttist í að hætt verði að urða lífrænan úrgang Hrefna segir að urðunarstaðurinn í Fíflholtum eigi eftir að taka miklum breytingum í framtíðinni. „Sorpa bs byggir nú gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Þar er því í undirbún- ingi fullkomin lausn til að vinna líf- rænan úrgang með bestu fáanlegu tækni nútímans. Í byggðasamlagi Sorpu mun standa eftir óvirkur úr- gangur sem verður að urða. Það er því allt annað efni að koma til urð- unar í framtíðinni.“ Hrefna segir að sveitarstjórnarfólk reifi nokkr- ar leiðir fyrir sveitarfélög á Vestur- landi þar sem lífrænan úrgang verði trúlega ekki hægt að urða eftir sjö til tíu ár. „Sveitarfélög verða því að hugsa til breyttra tíma og vonandi bera þau gæfu til að leysa þau mál í sameiningu, líkt og gert var fyr- ir síðustu aldamót, þegar þau sam- einuðust um urðunarstað í Fíflholt- um,“ segir Hrefna Bryndís að end- ingu. mm Í síðustu viku kom starfsfólk sveitarfélaga á Vesturlandi og sveitarstjórnarfólk til kynningar á nýja metangasbrennaranum. Ljósm. hbj. Bíl frá Íslenska gámafélaginu ekið á vigtina eftir að hafa losað sorp. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ og formaður stjórnar Sorpurðunar Ves- turlands ehf. ásamt Þorsteini Eyþórssyni sem stýrir daglegum rekstri í Fíflholtum. Á þessa loftmynd eru merktir staðirnir þar sem búið er að stinga rörum niður í safnhauginn til að leiða burt metangas til brennslu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.