Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Page 17

Skessuhorn - 26.06.2019, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 2019 17 Bjarney Guðbjörnsdóttir og fjöl- skylda hennar á Akranesi hefur hýst skiptinema tvisvar á síðustu sjö árum og tekið með opnum örmum á móti nemendum inn á heimilið sitt og leyft þeim að vera hluti af fjölskyld- unni sinni. Að sama skapi fá nem- endurnir að kynnast því hvernig er að lifa og búa á Íslandi í eitt ár. „Við höfum hýst tvo skiptinema. Þau voru bæði frá Róm á Ítalíu,“ seg- ir Bjarney. Sjálf var Bjarney skipti- nemi í Puerto Rico árið 1992 og fór utan í gegnum AFS, alþjóðlegu skiptinemasamtökin, alveg eins og nemendurnir sem hún hefur hýst. „Það var hringt í mig árið 2012 frá AFS og ég spurð hvort ég myndi eftir þeim? Ég svaraði því játandi og var spurð í framhaldinu hvort ég vildi taka að mér skiptinema. Ég ákvað að slá til og næsta dag var ég komin í samskipti við stelpu frá Róm sem varð svo skiptinemi okkar fjölskyldunnar það árið.“ Þétt dagskrá óþarfi Bjarney segir það alls ekki nauðsyn- legt að hafa verið skiptinemi áður til að geta tekið að sér skiptinema. Eina sem þarf, segir hún, er í raun- inni auka herbergi. „Eini kostur- inn við að ég hafi farið áður út sem skiptinemi var að ég gat sett mig í þeirra spor, en það getur hver sem er gert. Það þarf alls ekki að hafa þennan bakgrunn,“ útskýrir Bjarn- ey. „Okkar hlutverk er einfaldlega að vera til staðar fyrir skiptinem- ann. Svo er alls ekki nauðsynlegt að hafa skipulagt prógramm dag eft- ir dag eins og til dæmis að ganga á Akrafjall einn daginn og næsta dag á Fimmvörðuháls, eða eitthvað slíkt. Það er algengur misskilningur að það þurfi alltaf að vera að gera eitthvað. Það er hægt að líta á teng- inguna við skiptinemann eins og þú sért að fá frænku eða frænda í heimsókn. Vissulega þekkir þú ein- staklinginn ekki neitt til að byrja með en svo verða þau eins og hluti af fjölskyldunni og fara með í öll fjölskylduboð og útilegur áður en þú veist af,“ segir Bjarney. Mikilvægt að vera til staðar Blaðamaður veltir fyrir sér hvort það séu einhver góð ráð sem gott væri að hafa í huga þegar tekið er að sér skiptinema. „Já, það skiptir máli að hafa skýrar línur í upphafi og láta þau vita hvað má gera. Segja þeim að vera eins og heima hjá sér, fara út um allt hús og gera það sem þau vilja, bara eins og þau væru hluti af fjölskyldunni. Það er líka nauðsynlegt að setja reglurnar strax en ekki þegar þú ert orðinn pirrað- ur. Einnig er gott að spyrja í upp- hafi hvort þau þvoi fötin sín sjálf eða til dæmis hvort það sé einhver sérstakur matur sem þau borða sem að maður gæti þá haft með á inn- kaupalistanum fyrir þau. En fyrst og fremst snýst þetta um að vera til staðar, spjalla við þau og spyrja hvernig þeim líður og svoleiðis,“ segir hún. Setja upp post-it miða Flestir skiptinemar sem koma til landsins frá ýmsum heimshornum eiga það sameiginlegt að tala litla sem enga íslensku. AFS samtökin bjóða upp á íslenskunámskeið fyr- ir nemendur í upphafi dvalarinnar til að leggja góðan grunn að tungu- málinu og gefa þeim þannig meira sjálfstraust til að byrja að tala tungu- málið. Bjarney segir þetta gott fyr- ir nemendurna en sjálf reyndi hún að hjálpa til svo að nemendur sín- ir myndu ná íslenskunni betur. „Við settum gula post-it miða á alla hluti inni í herberginu þeirra og um hús- ið. Svo tókum við þá í burtu þeg- ar þau voru farin að muna orðin. Þannig byggðu þau upp orðaforða, svo geta þau föndrað upp setning- ar sjálf og beygingarnar á orðunum koma hægt og rólega þegar maður er farinn að tala,“ segir Bjarney og bætir því við að báðir hennar nem- endur urðu mjög góðir í íslensk- unni og tala hana enn. „Þau urðu bæði mjög góð í íslensku, mjög góð, á miklu minna en einu ári. Ég man þegar strákurinn sem var hjá okkur fyrir þremur árum kom allt í einu talandi til mín á íslensku, eftir einungis sex vikna dvöl. Ég varð al- veg steinhissa því hann hafði varla sagt orð áður. Það er skemmtilegt hvernig þetta dettur inn allt í einu,“ segir hún og hlær. Þess má geta að á heimili Bjarneyjar og fjölskyldu eru þrjú tungumál töluð dags dag- lega; íslenska, enska og spænska, og því örlítið óhefðbundið talmál þar á bæ en það sem flestir Íslending- ar þekkja þegar fjölskyldumeðlim- ir spjalla saman. Kærasti Bjarneyj- ar, J Williams, er frá Puerto Rico svo hann og Bjarney tala spænsku sín á milli. Saman eiga þau þrjá stráka, Leonardo Þór, Rafael Andra og Daníel Miguel. Bjarney talar ís- lensku við strákana á meðan maður- inn hennar spjallar við þá á ensku. Ekki spurning um að passa krakkana Bjarney segir ekkert mál að taka að sér skiptinema, svo lengi sem það sé auka herbergi til staðar inni á heim- ilinu að þá eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Þegar strákurinn var hjá okkur árið 2016-2017, þá var ég til dæmis mikið í burtu. Það voru ein- hver sundmót sem ég þurfti að fara á eða vinnuferðir sem stóðu yfir heilu helgarnar. Að auki vinnur maður- inn minn mikið á næturvöktum. Þetta er ekki spurning um að vera heima og passa. Auðvitað hefði ég verið til í að fara meira með skipti- nemana mína og sýna þeim meira af landinu og náttúrunni. Það hjálpar að AFS eru dugleg að bjóða krökk- unum í allskonar ferðir yfir árið og geta þau nýtt sér það hverju sinni,“ segir Bjarney að endingu. AFS samtökin hvetja allar fjöls- kyldur sem hafa áhuga á að fara í þessa skemmtilegu menningarferð og hýsa skiptinema sem koma til landsins í ágúst að hafa samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma 552-5450 eða á info-isl@afs.org. glh Hér má sjá Federico með yngsta strák Bjarneyjar og J Williams á öxlinni. Federico dvaldi á Íslandi veturinn 2016-2017. Ljósm. Aðsend. Mælir með að taka að sér skiptinema Bjarney Guðbjörnsdóttir var einu sinni sjálf skiptinemi í Puerto Rico og hefur auk þess hýst skiptinema tvisvar sinnum og segir reynsluna skemmtilega. Fjölskyldan ásamt henni Önnu frá Ítalíu sem var skiptinemi hjá þeim 2012-2013. Ljósm. Aðsend. Benni, hrútarnir og Hringur hvíla lúin bein í smá stund. Hrútarnir bíða spakir þar til haldið er áfram. „Hún er að byggja upp stofn af for- ystufé,“ segir Benni og horfir glott- andi á Siggu. „Æ já, maður er allt- af í eitthverju svona rugli og ég fór nú bara út í þetta til gamans. Það var nýlega samþykkt að forystufé er sérstakur stofn innan íslenska fjárstofnsins, sennilega uppruna- lega féð sem hingað kom í upphafi byggðar. Sakir eiginleika þeirra er stofninn lítill, sennilega svipaður fjöldi og geitastofninn. Áhuginn á forystufé hefur verið að aukast enda er þetta áhugavert fé á margan hátt. Mér finnst það líka ábyrgð okkar að halda utanum þennan stofn og gæta þess að glata honum ekki,“ segir Sigga. Þau hjónin eru einnig með nokkrar venjulegar íslenskar ær og segja þau forystuféð töluvert frá- brugðið í allri umgengni og hegð- un. „Ef ég ætti að reyna að útskýra muninn myndi ég segja að forystufé sé svona eins og mitt á milli venju- lega íslenska fjárstofnsins og geita. Forystuféð er mun holdminna en venjulegt fé og ullin er líka öðru- vísi. Mér er sagt af fólki sem hef- ur vit á ull að hún sé töluvert mýkri og kannski er það vegna þess að undir húðinni er minna fitulag hjá forystufénu en því venjulega. Fyr- ir mér er það rökrétt því forystufé er magurt eins og geitur og geit- ur hafa mjög mjúka og verðmæta kasmírull,“ segir Sigga. Gamlir bjargvættar Sigga segir forystufjárræktunina muni tengjast inn í ferðaþjónustuna þar sem hún hefur í huga að kynna féð fyrir fólki. „Þetta eru skemmti- legar kindur og ég held að fólk gæti haft gaman af því að kynnast þeim,“ segir hún. „Þær temjast líka auð- veldlega, bara eins og hestar. Þær fara ekkert frá manni þegar maður er að vinna með þær, eru gæfar og það er hægt að teyma þær án þess að þær taki í taum,“ bætir Benni þá við. Þau eru sjálf með tvo hrúta sem þau hafa gert bandvana og fara með í gönguferðir rétt eins og hunda. „Gott og spakt forystufé er rosa- lega skemmtilegt en áttavitinn í þeim er mjög sterkur og það get- ur verið erfitt að eiga við þær sem ætla sér eitthvert annað en þær eiga að fara. Ástæðan fyrir því að forys- tufé fylgdi manninum allan þennan tíma er einmitt þessi sterki áttaviti sem bændur gátu nýtt sér. Forystu- féð var t.d. notað til að fara með í taumi að sækja fé sem hafði heimst annars staðar. Þá var hægt að teyma forystukind þangað sem hinar kind- urnar voru og svo sleppa henni bara og láta kindurnar elta heim. Ég hef trú á að þetta hafi verið bjargvætt- ir í mörgum tilfellum, annars hefðu þær örugglega ekki fengið að lifa því ekki gefa þær af sér mikið kjöt og allt hafði tilgang, menn héldu lítið af skepnum bara til gamans,“ segir Sigga. „Þetta eru skynsamar kindur og þær voru ræktaðar vegna þess á meðan venjulegar kindur voru til vegna kjöts og ullar,” bætir Benni þá við. Ofurfæða í töfluformi Auk búskaparins, skógræktarinnar, hestamennskunnar og hnakkasöl- unnar er Sigga hómópati að mennt og einn stofnandi frumkvöðlafyr- irtækisins Pure Natura, sem fram- leiðir fæðubótarefni úr hliðaraf- urðum sem falla til við dilkaslátr- un. „Þetta eru töflur sem innihalda lambalifur og lambahjörtu, eitt- hvað sem við borðuðum öll áður fyrr en er lítið borðað í dag. Í inn- matnum er langmesta næringin og þetta er vannýtt auðlind í dag. Við frostþurrkum hráefnið og blönd- um við íslenskar jurtir og þetta er því algjörlega náttúrulegt og hent- ar fyrir alla,“ útskýrir Sigga. „Þetta er í rauninni bara ofurfæða í töflu- formi,“ bætir Benni við og Sigga tekur undir það. Fyrstu vörurnar komu á markað árið 2017 og eru nú fjórar vörur á markaði og fjór- ar til viðbótar væntanlegar. „Þetta er í rauninni eitthvað sem hang- ir á sömu spýtunni og sjálfbærni og náttúruvernd, því við vinnum þessar vörur úr afurð sem annars er illa nýtt. Málið snýst um heil- brigða skynsemi, heilsu, matarhefð og sjálfbærni, að fullnýta, minnka matarsóun og mengun og skila minna sótspori en ella væri. Áður fyrr var allt nýtt af skepnu sem var slátrað en í dag er stór hluti hliðar- afurða illa nýttur og verðlítill, verð- laus eða kallar á kostnað við förg- un. Pure Natura snýst um að búa til verðmæti úr hliðarafurðum sem skila litlu eða engu í dag og kjör- orðið okkar er að allir græði – neyt- andinn, samfélagið, fyrirtækið og umhverfið,“ segir Sigga. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Benni hefur alla tíð verið á kafi í hestamennsku og í dag tekur hann á móti er- lendum hestamönnum sem vilja kynnast íslenska hestinum í íslenskum aðstæðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.