Skessuhorn - 26.06.2019, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201918
Síðastliðinn sunnudag var hald-
in kveðjumessa í Stafholtskirkju
í Borgarfirði. Hjónin sr. Jón Ás-
geir Sigurvinsson og sr. Elínborg
Sturludóttir predikuðu og þjón-
uðu fyrir altari um leið og þau
kvöddu söfnuð sinn. Séra Jón Ás-
geir hefur þjónað söfnuðum Staf-
holts, Hvamms og Norðtungu
síðasta árið og leysti auk þess séra
Þorbjörn Hlyn Árnason af síðasta
hálfa árið í Borgarprestakalli. Séra
Elínborg þjónaði Stafholtspresta-
kalli til tíu ára en fór þaðan til
starfa sem dómkirkjuprestur.
Kirkjan var þétt setin í Stafholti
á sunnudaginn og í framhaldi
messu fóru kirkjugestir í kaffisam-
sæti í Munaðarnes. Eins og fram
kom í síðasta Skessuhorni hefur
séra Brynhildur Óla Elínardót-
tir verið ráðin sóknarprestur í
Stafholtsprestakalli og tók hún
við embætti til eins árs 1. júní
síðastliðinn. mm
Hjónin Jón Ásgeir og Elínborg í sam-
sæti sem haldið var þeim til heiðurs í
Munaðarnesi. Ljósm. hbj.
Héldu kveðjumessu
í Stafholtskirkju
Við lok kveðjumessu. Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni, formaður
sóknarnefndar, prestshjónin Jón Ásgeir og Elínborg og Jónína Erna Ar-
nardóttir sem einnig kvaddi söfnuðinn við þetta tækifæri. Hún hefur eins og
kunnugt er tekið við starfi skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Ljósm. sb.
Í lok síðustu viku kom vaskur hóp-
ur Varmalandsmeyja saman á nýju
Hótel Varmalandi í Stafholtstung-
um. Þetta var hópur 29 kvenna
sem útskrifuðust frá Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi vorið 1959
en með þeim í för voru 17 makar.
Hópurinn gisti í tvær nætur og fór
auk þess skoðunarferð um Borgar-
fjörð. Glatt var á hjalla hjá hópnum
eins og einatt þegar gamlir skóla-
félagar koma saman. Ekki er búið
Varmalandsmeyjar fyrstar til að nýta Hótel Varmaland
að opna hótelið formlega fyrir gest-
um, en undantekning var gerð til
að hægt væri að taka á móti fyrr-
um nemendum sem dvöldu í sama
skólahúsi fyrir sextíu árum. Lítils-
háttar frágangur er enn eftir við
húsnæðið og lóð áður en Hótel
Varmaland verður formlega opnað
á næstunni. Nánar verður sagt frá
því þegar líður að opnun.
„Við gistum hér í tvær nætur og
fengum góðan morgunverð og veis-
lukvöldverð í glæsilegum matsal á
efstu hæðinni. Það var dekrað við
okkur og öll þjónusta til fyrirmyn-
dar. Við vorum öll mjög ánægð
og sendum Helenu hótelstjóra og
starfsfólki hennar bestu þakkir fyrir
þessa frábæru daga. Gefum þjónus-
tunni fimm stjörnur,“ segir Sigur-
björg Viggósdóttir frá Rauðanesi
sem var í undirbúningsnefnd um
skipulag og hitting þeirra skólasys-
tra, Varmalandsmeyja 1959 mm
Útsýni frá matsal á fjórðu hæð hótelsins er stórbrotið til allra átta.
Varmalandsmey-
jarnar og makar
í anddyri Hótels
Varmalands.
Hefð var fyrir því að Varmalands-
meyjar saumuðu sér skólakjól, eins
konar einkennisfatnað. Ein þeirra,
Fjóla Gísladóttir frá Vík, smellpassar
enn í sinn og klæddist honum við
hátíðarkvöldverð. Hún kveðst stunda
hreyfingu reglulega og gengur meðal
annars á Reynisfjall flesta daga.
Hópurinn í tröppum í nýja anddyrinu.