Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Page 30

Skessuhorn - 26.06.2019, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Þórunn Sara Arnarsdóttir „Þrjósk, ákveðin og metnaðar- full.“ Ágúst Marteinn Haraldsson „Traustur vinur, heiðarlegur og skapmikill.“ Páll Lind Egilsson „Rólegur, hef létta lund og vinur vina minna.“ Nína Dagrún Hermannsdóttir „Skapandi, skilningsrík og um- hyggjusöm.“ Þorsteinn Guðmundur Erlendsson „Fallegur, stór og sterkur.“ Bandaríski bakvörðurinn og leik- stjórnandinn Isaiah Coddon hefur samið við Skallagrím til tveggja ára um að leika með liðinu í fyrstu deild á komandi tímabili. Isaiah er frá St. Paul í Minnesota og er 23 ára gam- all. Hann spilaði í háskólaboltanum vestanhafs en er nú nýfluttur til Ís- lands í Borgarfjörðinn ásamt kær- ustu sinni. „Ánægja er að fá Isaiah í Borgarnes og er hann boðinn vel- kominn í Skallagrím,“ segir í til- kynningu frá félaginu. Nýverð skrifaði svo deildin undir samning við Borgnesinginn Arnar Smára Bjarnason um að spila með liðinu í 1. deild karla næsta vetur. Arnar Smári er 19 ára og uppal- inn Skallagrímsmaður og spilar stöðu bakvarðar. Hann hefur ver- ið með félaginu undanfarin tíma- bil en fór til ÍR á miðri síðustu leik- tíð í Reykjavík þar sem hann spilaði með unglingaflokki félagsins. Að auki spilaði hann allt síðasta tímabil með liði ÍA í 2. deildinni á vensla- samningi og var lykilmaður í liðinu. „Ánægja er að fá Arnar Smára aftur heim í Borgarnes og munu kraftar hans nýtast vel í 1. deildinni næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. Samningur Arnars Smára er til tveggja ára. glh/ Ljósm. Skallagrímur. Um liðna helgi var Aldursflokka- meistaramót Íslands í sundi haldið í Reykjanesbæ. Mótið er bæði keppni á milli liða þar sem átta fyrstu sund- menn í hverri grein og hverjum aldursflokki gefa stig og einnig eru stigahæstu sundmenn hvers aldurs- flokks krýndir. Sundfélags Akraness mætti til leiks með 19 keppendur og endaði í 5. sæti eftir æsispenn- andi keppni við Sundfélagið Óð- inn, en þau úrslit fengust með einu stigi í lokasundinu. Meðal helstu afreka sundfólks af Akranesi má nefna að Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð ald- ursflokkameistari í aldurshópnum 13-14 ára í 100m baksundi á tím- anum 1.10,01 sem er góð bæting og náði hún með þessu sundi inn í framtíðarhóp SSÍ. Hún varð í öðru sæti í 100m bringusundi, 200m baksundi og 100m flugsundi með góðum bætingum. Kristján Magn- ússon vann silfur í 100m baksundi og brons í 800m skriðsundi í flokki 13-14 ára með glæsilegum bæting- um. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir stóð sig vel og vann til bronsverð- launa í 100m bringusundi í flokki 15-17 ára. Verðlaunasæti Á mótinu eru veitt verðlaun fyrir efstu sex sætin og hlutu eftirtald- ir verðlaun: Í flokki 15-17 ára varð Enrique Snær Llorens Sigurðsson í 4. sæti í 200 flugsundi, 5. sæti i 100 flugsundi og 6. sæti í 400 fjórsundi. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir varð í 3. sæti i 100 bringusundi og 6. sæti í 200 bringusundi. Í flokki 13-14 ára varð Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir aldursflokkameistari í 100m baksundi, hafnaði í 2. sæti í 100m flugsundi, 200 baksundi og 100m bringusundi. Loks varð hún í 5. sæti í 100m skriðsundi. Ingibjörg Svava Magnúsardóttir varð í 4. sæti í 100m flugsundi, 5. sæti í 400 skrið- sundi og 800 skriðsundi og í 6. sæti í 100m skriðsundi. Kristján Magn- ússon varð í 2. sæti i 100 baksundi, 3. sæti i 800m skriðsundi, 4. sæti i 100m skriðsundi, 200m skriðsundi og 400m skriðsundi. Hún varð í 5. sæti i 100m flugsundi. Guðbjarni Sigþórsson varð í 5. sæti í 100m baksundi. Einar Margeir Ágústsson varð í 5. sæti í 100m bringusundi. Prúðust Loks vann Sundfélag Akraness tit- ilinn prúðasta liðið á mótinu sem sannarlega er jákvæður árangur. Liðið var með 86 bætingar og all- ir að standa sig mjög vel. Á mótinu kepptu: Enrique Snær Llorens Sig- urðsson, Lara Jakobína Rings- ted, Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir, Erna Þórarinsdóttir, Rafael Andri Williamsson, Alex Benjamín Bjarnason, Kristján Magnússon, Einar Margeir Ágústsson, Guð- björg Bjartey Guðmunsdóttir, Ingi- björg Svava Magnusardóittir, Guð- bjarni Sigþórsson, Karen Karadótt- ir, Aldís Thea Danielsdóttir Glad, Helga Rós Ingimarsdóttir, Freyja Hrönn Jónsdótir, Auður Maria Larusdóttir Mateusz Kuptel, Vik- ingur Geirdal og Íris Arna Ingvars- dóttir. mm/SA Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við tap gegn Hetti/Hugin í botn- baráttu liðanna þegar þau mætt- ust fyrir austan í 8. umferð þriðju deildar í fótbolta á laugardag. Leik- urinn var fjörugur í alla staða og leikmenn á skotskónum. Fyrsta mark leiksins kom frá heimamönnum á 32. mínútu þeg- ar Petar Mudresa kom sínum mönnum yfir. Borgnesingar létu sér ekki segjast og voru snöggir að jafna metin þegar Cristofer Rol- in kom boltanum í netið. Höttur/ Huginn náði þó að koma sér aft- ur í bílstjórasætið þegar Ivan Bu- balo laumaði inn marki til viðbót- ar á uppbótartíma fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn þegar flautað var til hálfleiks, 2-1. Borgnesingar komu ferskir til leiks í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Cristofer Rolin skoraði annað mark sitt á 51. mínútu fyrir Skallagrím og jafnaði metin enn og aftur. Þremur mínútum seinna var Sigurjón Logi Bergþórsson á ferðinni og kom Borgnesingum yfir í fyrsta skipti í leiknum. Hart var barist alveg fram á loka mínúturnar og virtist sem að Skallagrímsmenn ætluðu að sigla sigrinum heim. Ivan Bubalo náði að koma í veg fyrir það og jafnað metin fyrir heimamenn á 86. mín- útu. Það var svo Heiðar Logi Jóns- son sem gulltryggði sigur Hattar/ Hugin á uppbótartíma rétt und- ir lokin. Ekki var nægur tími fyrir Skallagrím að svara og sigur heima- manna staðreynd. Höttur/Huginn færir sig upp um eitt sæti í það níunda og er með níu stig á meðan Skallagrímur sitja enn í því tíunda með sex stig. Næsti leikur Skallagrímsmanna fer fram í Borgarnesi á morgun þegar þeir taka á móti Kórdrengjum. Leikur- inn hefst klukkan 20.00. glh Víkingur Ó. þurfti að sætta sig við tap þegar liðið tók á móti Fram í 8. umferð fyrstu deildar á laugar- daginn á Ólafsvíkurvelli. Strax á sjöttu mínútu fengu Víkingsmenn á sig víti. Michael Newberry missti boltann klaufalega frá sér rétt fyr- ir utan eigin teig. Tiagi Fernandes hjá liði Fram, lét sér ekki segjast, náði í knöttinn og inn í teig heima- manna þar sem hann var felldur og víti dæmt. Helgi Guðjónsson fór á punktinn og setti boltann örugg- lega í vinstra hornið. 0-1 fyrir gest- ina. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn fengu víti og tækifæri til að jafna leikinn. Markmaður gestanna náði að verja vítaspyrn- una frá Harley Willard og Fram- arar með eins marks forskot sitt í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Engin al- vöru marktækifæri litu dagsins ljós og þrjú stig fóru því öll í Safamýr- ina til Fram. Þetta er annar tapleikur Ólafs- víkinga á heimavelli í röð. Við þessi úrslit fer Víkingur úr fjórða sæti niður í það sjötta eftir átta umferðir en mjótt er á munum milli liðanna sem skipa næstu þrjú sæti fyrir ofan, hafa einungis eins stigs forskot. Næsti leikur Víkings Ó. verður á laugardaginn gegn Magna. Leik- urinn fer fram á Grenivíkurvelli og hefst klukkan 14:00. glh/ Ljósm. af. Víkingur tapaði á heimavelli Arnar Smári handsalar samning við Birgi Andrésson hjá meistaraflokks- ráði karla. Skallagrímur bætir við sig mönnum Isaiah handsalar hér samning sinn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokki karla. Súrt tap hjá Skallagrími Sundfólk frá SA var prúðasta liðið og hafnaði í fimmta sæti Hópurinn frá Sundfélagi Akraness.Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð aldursflokkameistari 13-14 ára.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.