Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 7
Þekking
Gæði
Þjónusta
Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388
Útibússtjóri Verkís á Vesturlandi
Við leitum að reyndum verkfræðingi eða tæknifræðingi
í stöðu útibússtjóra starfsstöðva Verkís á Vesturlandi
með aðsetur í Borgarnesi eða á Akranesi.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir
metnaðarfullan einstakling.
Hlutverk og ábyrgð
•
Almennur rekstur starfsstöðva
•
Markaðsmál, verkefnaöflun og tilboðsgerð
•
Starfsmannastjórnun
•
Áætlanagerð og skipulagning verkefnavinnu
•
Verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
• Verkfræðingur eða tæknifræðingur
• Góðir stjórnunar-, samskipta- og skipulagshæfileikar
• Reynsla af verkefnastjórnun
Nánari upplýsingar veita
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri starfsstöðvasviðs, arg@verkis.is
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Verkís er öflugt og framsækið ráð-
gjafar fyrirtæki sem býður fyrsta flokks
þjónustu á öllum sviðum verkfræði.
Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að
fjöl breyttum og krefjandi verkefnum á
Íslandi og erlendis.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir
um að sækja um á ráðningarvef Verkís
(umsokn.verkis.is). Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál og öllum um-
sóknum verður svarað. Við hvetjum jafnt
konur sem karla til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með
10. september 2019.
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2019
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
miðvikudaginn 11. september
fimmtudaginn 12. september
föstudaginn 13. september
Allir gerðir ökutækja skoðaðir
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Bæjarstjórn Akraness og sveitar-
stjórn Hvalfjarðarsveitar sendu í
síðustu viku ríkisstjórn Íslands sam-
eiginlega áskorun um stefnubreyt-
ingu í málefnum orkukræfs iðnað-
ar; „vegna þeirrar alvarlegu stöðu
sem upp er komin í atvinnumál-
um á Grundartanga og leitt get-
ur til verulegs samdráttar í starf-
semi orkukræfs iðnaðar og fækkun
starfa,“ eins og segir í áskoruninni.
Sveitarfélögin lýsa þungum áhyggj-
um yfir því að rekstrarumhverfi
orkukræfs iðnaðar á Íslandi hefur
versnað til muna og það samkeppn-
isforskot sem hér var í orkuverði sé
algjörlega horfið. Þá er þess krafist
að stjórnvöld endurskoði núverandi
stefnu í málefnum orkukræfs iðn-
aðar á Íslandi og setji Landsvirkjun
eigendastefnu án tafar. Lýsa sveit-
arfélögin þungum áhyggjum yfir
að 1.100 bein störf í 20 fyrirtækjum
séu í hættu.
Alvarleg breyting
á rekstrarumhverfi
iðnaðar
Í greinargerð með áskoruninni seg-
ir: „Núverandi atvinnustarfsemi á
Grundartangasvæðinu hefur byggst
upp á löngum tíma og er gríðarlega
mikilvæg fyrir sveitarfélögin á Vest-
urlandi; Akranes, Hvalfjarðarsveit
og í vaxandi mæli Borgarbyggð.
Nærri lætur að um 1.100 bein störf
séu í þeim 20 atvinnufyrirtækjum
sem þar reka starfsemi og annar
eins fjöldi starfa tengist þjónustu
við þessi fyrirtæki og þá sérstaklega
stærstu fyrirtækin Elkem og Norð-
urál. Ötullega hefur verið unn-
ið að því undanfarin ár á vettvangi
samstarfs Þróunarfélags Grundar-
tanga, Norðuráls, Elkem og Faxa-
flóahafna að finna, greina og nýta
þau tækifæri sem svæðið býr yfir til
vaxtar og aukinnar verðmætasköp-
unar. Þar hefur sérstök áhersla ver-
ið lögð á umhverfismál, nýsköp-
un og fullnýtingu efnis- og auð-
lindastrauma á sviði orkuvinnslu og
orkuendurvinnslu sem nýtt verði til
uppbyggingar nýrra fyrirtækja með
tilheyrandi fjölgun starfa. Því mið-
ur er nú margt sem bendir til þess
að sú mikla vinna sé unnin fyrir gíg
vegna breytinga á rekstrarumhverfi
orkukræfs iðnaðar á Íslandi. Afleið-
ingar þessa má m.a. sjá í niðurstöðu
gerðardóms um orkuverð til Elkem
á Grundartanga.“
Samkeppnisforskot
er horfið
Þá segir í áskorun sveitarfélaganna
að stjórnvöld á Íslandi hafi skapað
orkukræfum iðnaði góð skilyrði til
rekstrar með sanngjörnu raforku-
verði og fengu með því til sín öflug
fyrirtæki sem mörg hver hafa verið
í rekstri um áratugaskeið, þau hafa
greitt há laun og haft mjög jákvæð
áhrif á uppbyggingu sinna nær-
samfélaga. „Jafnframt hafa þau lagt
mikið af mörkum til uppbyggingar
raforkuinnviða samfélagsins í heild.
Að auki er rétt að benda á mikilvægi
framleiðsluvara fyrirtækja á Grund-
artanga sem eru lykilframleiðendur
ýmissa sérvara sem leitað er eftir til
lausnar í þeim orkuskiptum sem nú
eru að eiga sér stað og kallað er eft-
ir á heimsvísu. Nú er hins vegar svo
komið að rekstrarumhverfi orku-
kræfs iðnaðar á Íslandi hefur versn-
að til muna og það samkeppnisfor-
skot sem hér var í orkuverði er al-
gjörlega horfið. Kjörnir fulltrúar á
Akranesi og í Hvalfjarðarsveit kalla
eftir svörum um hver tók ákvörð-
Krefjast þess að stjórnvöld setji
eigendastefnu fyrir Landsvirkjun
un um þessa stefnubreytingu og á
hvaða vettvangi hún var tekin.“
Landsvirkjun er
sökudólgurinn
Í áskorun sveitarstjórnanna segir að
birtingarmynd þessarar ákvörðun-
ar stjórnvalda sé framganga Lands-
virkjunar, fyrirtækis sem er að öllu
leyti er í eigu ríkisins og hefur í
krafti einokunarstöðu í raforkusölu
á stórnotendamarkaði knúið fram
mjög miklar verðhækkanir á raf-
orku til orkukræfs iðnaðar. „For-
stjóri fyrirtækisins hefur endurtek-
ið lýst því yfir að hlutverk þess sé
meðal annars verðmætasköpun en
fram til þessa hefur sú verðmæta-
sköpun eingöngu snúist um að há-
marka arðsemi Landsvirkjunar en
ekki að horfa til heildarhagsmuna
þjóðarinnar.“ Því vilja kjörnir full-
trúar sveitarfélaganna minna á að í
fyrirhugaðri orkustefnu megi finna
eftirfarandi leiðarljós: Að hámarka
samfélagslegan ávinning af nýtingu
orku, stuðningur stefnunnar við at-
vinnustefnu og samspil við lykilat-
vinnugreinar og stuðningur stefn-
unnar við byggðastefnu og jákvæða
byggðaþróun til lengri tíma.
„Með hliðsjón af framansögðu
skora bæjarstjórn Akraness og sveit-
arstjórn Hvalfjarðarsveitar á íslensk
stjórnvöld að endurskoða núver-
andi stefnu í málefnum orkukræfs
iðnaðar á Íslandi og setja Lands-
virkjun eigendastefnu án tafar sem
tekur m.a. mið af ofangreindum
leiðarljósum í framtíðarorkustefnu
Íslands.“ mm
Frá athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. kgk.