Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 8

Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 20198 Ekið of hratt VESTURLAND: Margir óku of hratt um umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandsi í liðinni viku. Einn var sektaður fyr- ir að aka á 52 km/klst í Borg- arnei þar sem leyfilegur há- markshraði er 30 km/klst og fékk viðkomandi 25 þúsund króna sekt. Umferð var vöktuð við Bifröst í um tvær klukku- stundir seinni part sunnu- dags þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. 637 ökutæki voru mæld og þar af voru 397 sem óku yfir hámarkshraða og 223 því kærðir, eða 35%. Hrað- ast var ekið á 102 km/klst. Umferð var vöktuð á Innnes- vegi á Akranesi í um hálftíma á mánudaginn, 2. september. Á þeim kafla er hámarkshraði 30 km/klst. og voru 39 öku- tæki mæld og 25 þeirra, eða 64%, óku of hratt og 14, eða 36% allra sem voru mældir, voru kærðir. Hraðast var ekið á 51 km/klst. Einnig var um- ferð vöktuð við Akrafjallsveg í um hálftíma á mánudaginn og voru 46 ökutæki mæld og 12 þeirra óku of hratt, sá sem hraðast ók var á 103 km/klst. en hámarkshraði er 90 km/ klst. –arg Handteknir fyrir að stela dósum VESTURLAND: Óprútnir aðilar voru á ferð um umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi og stálu miklu magni af dósum og gaskútum í vikunni. Aðilarnir voru stoppaðir í Borgarfirði þegar lögreglumaður á frí- vakt sá til bíls sem passaði við lýsingu frá því sást til þeirra á Akranesi. Voru þeir handtekn- ir og telst málið upplýst. -arg Slasaðist við Glym HVALFJ: Á mánudaginn var haft samband við Neyðarlínu og tilkynnt um eldri konu sem hafði slasað sig á fæti við foss- inn Glym í Hvalfirði. Björg- unarfélag Akraness brást við, fór í útkall og hjálpaði til við flutning á konunni niður í sjúkrabíl. -arg Kindur á ferð VESTURLAND: Kindur eru farnar að leita niður í byggð. Það þýðir að fleiri kindur verða væntanlega við vegi á næstu vikum. Vill Lögregl- an á Vesturlandi benda öku- mönnum á að fylgjast vel með og aka með gát þar sem fé er í nánd við umferð. -arg Göngum í skólann LANDIÐ: Hið árlega verk- efni „Göngum í skólann“ verður sett í þrettánda sinn í dag og lýkur formlega með al- þjóðlega „Göngum í skólann“ deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnis- ins er að hvetja börn til að til- einka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Þegar hafa 51 skólar á Íslandi skráð sig til leiks. -glh Þjóðskrá hefur birt nýjar upplýs- ingar um íbúafjölda eftir sveitar- félögum 1. september síðastliðinn. Íbúar á Vesturlandi eru nú 16.602, fjölgaði um 55 frá 1. desember síð- astliðnum eða um 0,3%. Á tíma- bilinu fjölgaði íbúum í Helgafells- sveit um þrjá, sem jafngildir 4,8% fjölgun. Þá fjölgaði um 3,4% í Skorradalshreppi (2 íbúar), 1,5% á Akranesi (110 íbúar) og um 0,5% í Borgarbyggð (19 íbúar). Í öðr- um sveitarfélögum fækkaði íbúum á þessu níu mánaða tímabili. Mest fækkar um 33 íbúa í Hvalfjarðar- sveit, eða um 5,1% og eru íbúar þar nú 617 talsins. Er það næstmesta íbúafækkun sveitarfélaga á land- inu, en í Langanesbyggð fækkaði um 5,5%. Íbúum í Eyja- og Mikla- holtshreppi fækkaði um fimm en það jafngildir 4,3% fólksfækkun. Í Dalabyggð fækkaði um 3,1% og eru íbúar þar nú 649. Lítilsháttar fækkun varð einnig í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Í Reykhólahreppi hafði fjölgað um fjóra íbúa á tímabilinu, eða 1,6%. Á fyrrgreindu tímabili fjölgaði íbúum í öllum landshlutum nema Vestfjörðum, þar sem fækkaði um sjö. Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.630, eða um 1,3%. Þau sveitarfé- lög sem næst komu voru Kópavog- ur með 604 íbúa eða 1,6% fjölgun og Reykjanesbær með 446 íbúa eða 2,4% fjölgun. mm Fiskistofa hefur úthlutað afla- marki fyrir nýhafið fiskveiðiár. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunar- aðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 384 þúsund þorskígild- istonn í fyrra, reiknað í þorskí- gildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Samdráttur á milli ára samsvarar því um 12 þúsund þorskígildistonnum. Úthlutun í þorski er rúm 215 þúsund tonn og eykst um sjö þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er rúm 32 þúsund tonn og dregst sam- an um 13 þúsund tonn. Aukning er í ufsakvótanum er eitt þúsund tonn en um eitt þúsund tonna samdráttur er í grálúðu og út- hafsrækju. Nokkur samdráttur er í ýmsum af smærri kvótategund- unum. Nefna má að helmings samdráttur er í hlýra og skötusel og einnig er verulegur samdrátt- ur í úthlutun á tegundum eins og blálöngu og litla karfa. Úthlutað aflamark er alls um 440 þúsund tonn í hinum ýmsu kvótateg- undum sem er um ellefu þúsund tonnum minna en á fyrra ári. Fækkar um 23 skip í flotanum Alls fá 466 skip úthlutað afla- marki að þessu sinni samanborið við 540 á fyrra fiskveiðiári. Skýr- ingin á þessari miklu fækkun liggur í því að fjöldi skipa fékk úthlutað hlutdeildum í hlýra á grundvelli veiðireynslu í fyrra. Það hafði í för með sér mikla dreifingu á veiðiheimildum í litlum stofni á meðal skipa með engar aðrar hlutdeildir. Síðan þá hafa hlutdeildirnar í hlýra safn- ast á færri hendur. Sé fjöldi skipa með úthlutað aflamark nú borinn saman við fjölda slíkra skipa fyr- ir tveimur árum þá er fækkunin 23 skip og það er í samræmi við þá þróun sem verið hefur í mörg undanfarin ár. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sól- berg ÓF 1, en það fær 10.354 þorskígildistonn eða 2,8% af út- hlutuðum þorskígildum. Kleifa- berg fær litlu minna. Úthlutun eftir fyrir- tækjum Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá út- hlutað sem nemur 89,2% af því aflamarki sem úthlutað er og er það svipað hlutfall og í fyrra. Alls fá 336 fyrirtæki eða lögaðilar úthlut- að nú eða 80 færri en í fyrra þeg- ar varð mikil fjöldun vegna kvóta- setningar á hlýra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær Brim mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,4% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,6%, þá FISK Sea- food með 6% og Þorbjörn hf. með 5,5%. Úthlutun eftir heimahöfnum Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert miklu meira úthlutað í þorskígildum tal- ið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða fyrir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heild- inni samanborið við 11% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Reykja- vík fá úthlutað 10,6% af heildinni samanborið við 11,6% í fyrra. Hér hafa þau tíðindi orðið að Reykja- vík, sem hefur til fjölda ára verið sú höfn landsins þar sem mestu afla- marki er úthlutað til, fellur úr fyrsta sæti í það þriðja. Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flest- um tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðl- um sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Vísað er til yfirlitstöflunnar sem tengill er í hér að neðan. Úthlutun eftir útgerðarflokkum Bátar með krókaaflamark eru nú 285 og fækkar um 31. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 43 á milli ára og eru nú 181. Togur- um fækkar um fimm en þeim hafði fjölgað í fyrra um þrjá eftir árvissa fækkun undanfarið. Togararnir eru nú 37 í íslenska flotanum. Sam- kvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 219 þúsund tonnum af því heildarafla- marki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 168 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá rúm 53.700 tonn. Fiskistofa vekur athygli á að til krókaaflamarks telst eingöngu úthlutun á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, blálöngu, keilu, steinbít, hlýra og litla karfa. Skel- og rækjubætur Alls 1.876 þorskígildistonnum er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en það er um 24 tonnum minna en í fyrra og fara þau til 51 báts samanborið við 54 báta á fyrra ári. mm Íbúum á Vesturlandi fjölgar lítillega Hlutfallslega mest fjölgun íbúa varð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Nýtt fiskveiðiár gengið í garð Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá rúm 53.700 tonn. Svipmynd frá Grundarfirði fyrr í sumar. Ljósm. mm. Hjólað í göngunum HVALFJ: Á miðvikudaginn fyrir viku var reiðhjólamaður stöðvaður í Hvalfjarðargöng- um. Um var að ræða ferðamann sem gerði sér ekki grein fyrir því að óheimilt er að fara á reið- hjóli í gegnum göngin. -arg Aflatölur fyrir Vesturland 24. – 30. ágúst. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 9 bátar. Heildarlöndun: 7.508 kg. Mestur afli: Glódís Ak: 1.757 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 2.634 kg. Mestur afli: Grímur AK: 1.315 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður: 16 bátar. Heildarlöndun: 240.180 kg. Mestur afli: Helgi SH: 69.626 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 21 bátur. Heildarlöndun: 107.864 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 32.691 kg í fjórum löndunum. Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 215.737 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 87.403 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 8 bátar. Heildarlöndun: 34.461 kg. Mestur afli: Blíða SH: 21.755 kg í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 96.100 kg. 27. ágúst. 2. Tjaldur SH – RIF: 52.313 kg. 25. ágúst. 3. Helgi SH – GRU: 45.351 kg. 26. ágúst. 4. Tjaldur SH – RIF: 35.090 kg. 30. ágúst. 5. Farsæll SH – GRU: 33.454 kg. 29. ágúst

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.