Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 9 Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Starf umsjónarmanns fasteigna hjá Snæfellsbæ er laust til umsóknar. Hlutverk og ábyrgðarsvið: Umsjónarmaður fasteigna er starfs- maður tæknideildar Snæfellsbæjar og er tæknifræðingur hans næsti yfir- maður. Umsjónarmaður fasteigna hefur umsjón með fasteignum Snæfells- bæjar. Hann tekur út ástand þeirra og gerir viðhalds- og viðgerðaráætlun í samvinnu við tæknifræðing. Um- sjónarmaður sinnir sjálfur viðhaldi og lagfæringum en kallar til iðnaðarmenn í samráði við tæknifræðing þegar til- efni er til þess. Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að umsjónarmaður fasteigna hafi einhverja iðnmennt, en það er þó ekki skilyrði. Reynsla af sambærilegum verkefnum og reynsla af mati á ástandi og við- haldsþörf fasteigna er kostur. Umsjónarmaður fasteigna skal búa yfir framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileika og færni til að eiga samskipti við þá starfsmenn, iðnaðarmenn og íbúa Snæfellsbæjar sem hann þarf að hafa samskipti við dagsdaglega. Frumkvæði og metnaður er kostur. Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæ. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síðar en 1. október – fyrr er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Davíðs Viðarssonar, tæknifræðings, á netfangið david@ snb.is, eða til Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@ snb.is . Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir ástæðu umsóknar og rök- stuðningur fyrir hæfni til starfsins út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Öllum umsóknum verður svarað Lýðheilsugöngur í september UMSB og Borgarbyggð í samstarfi við Ferðafélag Íslands bjóða uppá göngur alla miðvikudaga í september. Göngurnar eru í 60-90 mínútur og fyrir alla aldurshópa. Kostar ekkert að ganga með, bara mæta klædd eftir veðri. 4.september kl.18 Gengið um Skóræktina í Reykholti og um Reykholtsstað. Gangan byrjar við Höskuldsgerði í Reykholti. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir leiðir gönguna. 11.september kl.18 Gengið upp á Hestfjall. Gengið frá Skorradalsvegi af melnum ofan við Syðstu- Fossa. Kristján Guðmundsson leiðir gönguna. 18. september kl.18 Gengið upp með hluta Grímsár í Lundareykjardal. Lagt af stað við Oddsstaðarrétt í Lundareykjardal. Gengið verður meðfram ánni upp frá Jötnabrúarfossi. Sigurður Hannes Sigurðsson leiðir gönguna 25. september kl.17 Gengið á Hafnarfjallið, upp að “steini”. Gengið verður í rólegheitum eftir gönguleið upp í hlíðar fjallsins. Lagt verður af stað frá “bílastæði” við hliðið á veginum rétt fyrir ofan Hótel Hafnarfjall. Ungmenni frá Borgarbyggð leiða gönguna. Síðastliðinn sunnudag var opið hús hjá Oddfellow reglunni um land allt. Þess var minnst að á þessu ári eru 200 ár frá stofnun fyrstu regl- unnar á heimsvísu. Á Akranesi var opið hús á Kirkjubraut 54 þar sem prúðbúið Oddfellowfólk bauð gesti velkomna og fræddi þá um starf reglunnar. Gestir fengu jafnvel að kíkja innfyrir rauðan kaðal og horfa inn í fundasal reglunnar. Fjölmarg- ir nýttu sér tækifærið, kíktu í heim- sókn og þáðu kaffi og meðlæti, en á þriðja hundrað gesta mættu. mm Nú sér fyrir endan á lagfæringum gamalla stakkstæða á Breiðinni á Akranesi. Nemendur á fyrsta ári í umhverfisskipulagi við Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri fengu í vikunni sem leið leiðsögn um réttu handtökin hjá Unnsteini Elíassyni torf- og grjóthleðslu- manni frá Ferjubakka. Unnsteinn hefur komið að fjölda verkefna m.a. í Borgarfirði. Nemendurnir eru í áfanga sem nefnist byggingafræði þar sem þeir fá að kynnast efnum og aðferðum við byggingu og um- hirðu grænna svæða. „Vinnan gekk vonum framar og nú sér fyrir end- ann á verkinu,“ segir á vef Akranes- kaupstaðar. mm/ Ljósm. hs. Fjölmenni í afmæli Oddfellow Ljúka endurgerð stakkstæða á Breiðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.