Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201912 Framkvæmdir við byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík eru hafnar en fyrir helgi var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytis og Framkvæmdasýslu ríkisins við verk- takafyrirtækið ÍSTAK um byggingu hússins. Hús íslenskunnar mun hýsa fjöl- breytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þar verða sérhön- nuð rými svo sem fyrir varðveis- lu, rannsóknir og sýningu á íslen- skum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesrými fyrir háskólanema, fyrirlestra- og kennslusalir sem og skrifstofur og bókasafn. Á undanförnum árum hefur ekki verið unnt að sýna þau handrit sem varðveitt eru hjá Stof- nun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en með tilkomu hússins verður bylting í aðstöðu stofnu- narinnar til að varðveita, rannsa- ka og miðla menningararfi þeim sem handritin geyma. Nemendur og fræðimenn í íslenskum fræðum verða með tilkomu hússins í fyrsta sinn undir sama þaki og helstu rannsóknargögn um þróun og sögu tungumálsins. „Þannig myndar húsið umgjörð utan um þjóðararf Íslendinga og skapar aðstæður til að efla þekkingu og þróun á tung- umálinu. Þá er húsinu ætlað að vera miðstöð fólks sem miðlar mennin- gararfinum til komandi kynslóða,“ segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. mm Réttir í gamla Vesturlandskjördæmi: Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 22. sept. Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 28. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 15. sept., seinni réttir sun. 29. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00, seinnir réttir sun. 29. sept. kl. 13.00 Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudaginn 15. sept. kl. 14.00, seinnir réttir 22. sept. og 29. sept kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 14. sept., seinni réttir lau. 28. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 14. sept og sun. 15. sept., seinni réttir lau. 28. sept. Fróðárrétt í Fróðárhreppi laugardaginn 21. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudaginn 15. sept. kl. 12.00, seinni réttir sun. 29. sept. kl. 16.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 28. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudaginn 17. sept. Kl. 10.00, seinni réttir mán. 30. sept. kl. 14.00 og 7. okt. kl. 14.00 Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 21. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 16. sept., seinni réttir 29. sept. og 7. okt. Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 8. sept. kl. 10.00 Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð sunnudaginn 22. sept. kl. 10.00. Seinni réttir sun. 29. sept. kl. 10.00 Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði laugardaginn 21. sept., um kl. 15.00 Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu sunnudaginn 8. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardaginn 14. sept., seinni réttir lau. 28. sept. Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. laugardaginn 28. sept. Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. mánudaginn 23. sept. kl. 16.00 Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardaginn 7. sept. Mýrar í Grundarfirði laugardaginn 21. sept. kl. 16.00 Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudaginn 24. sept., seinni réttir sun. 13. okt. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 7. sept. Núparétt í Melasveit, Borg. sunnudaginn 8. sept. kl. 13.00. Seinni réttir lau. 21. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudaginn 11. sept. kl. 9.00. Seinni réttir sun. 6. okt. kl. 10.00 Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. laugardaginn 21. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 5. okt. kl. 10.00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 22. sept. kl. 10.00. Seinni réttir 6. okt. kl. 14.00 Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 21. sept., seinni réttir lau. 28. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. sunnudaginn 15. sept., kl. 11.00. Seinni réttir sun. 29. sept. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00. Seinni réttir sun. 29. sept. kl. 13.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudaginn 8. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 29. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudaginn 16. sept., seinni réttir mán. 30. sept. og mán. 7. okt. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 7. sept., seinni réttir fös. 13. sept. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 21. sept. kl. 13.00. Seinni réttir sun. 13. okt. kl. 13.00 Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudaginn 22. sept. kl. 10.30 Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 16. sept. Seinni réttir mán. 23. sept. og mán. 30. sept. Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. laugardaginn 21. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 28. sept. Réttir í Reykhólsveit: Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A-Barð. laugardaginn 7. sept. Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 13. sept. Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 15. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardaginn 14. sept. Staðarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 13. sept. Skrifað var undir samning um byggingu hússins í grunni sem tekinn var fyrir nokkrum árum. Framkvæmdir hefjast við Hús íslenskunnar Réttir á Vesturlandi haustið 2019 Líkt og undanfarin ár hefur Bændablaðið tekið saman og birt yfirlit um fjárréttir á landinu. Listinn var unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga, ráðunauta og bænda um upplýsingar. „Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og eins getur veðrátta orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Því er gott ráð að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að staðfesta réttar dag- og tímasetningar,“ segir í frétt Bændablaðsins. Fyrstu réttir á Vesturlandi verða um næstu helgi, laugardaginn 7. september, þegar réttað verður í Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Ljárskógarétt í Dölum og Tungurétt á Fellsströnd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.