Skessuhorn - 04.09.2019, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 17
Skólameistari
Menntaskóli Borgarfjarðar var formlega
stofnaður 4. maí 2006. Skólinn er einkahlutafélag
og eru aðstandendur hans um 160 talsins.
Frá upphafi Menntaskóla Borgarfjarðar var
lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar
slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð
framhaldsskóla í uppeldi og kennslu.
Gildi skólans eru:
Sjálfstæði - Færni - Framfarir
Nánari upplýsingar um skólann má finna á
www.menntaborg.is
Nánari upplýsingar veita Hrefna B. Jónsdóttir, formaður stjórnar MB (hrefna@ssv.is) í síma 863-7364 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is)
í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að
fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Gætt er
trúnaðar varðandi fyrirspurnir og umsóknir.
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Síðastliðinn föstudag fór hópur
fólks í reiðtúr, sem í sjálfu sér er
ekki í frásögu færandi, nema þá fyrir
þær sakir að farið var í heimsókn til
Ingimars Sveinssonar hestamanns
og fyrrum kennara sem lengi starf-
aði og bjó á Hvanneyri, en býr nú í
Mosfellsbæ. Ingimar verður 92 ára
í febrúar á næsta ári en lætur aldur-
inn ekki aftra sér frá að ríða út nán-
ast daglega í sínu nánasta umhverfi.
Hann er nú með sex hross á járn-
um. Það var hópur af Hvanneyring-
um og gömlum félögum sem sótti
Ingimar heim. Kristín María dótt-
ir Ingimars var einnig með í för og
nokkrir vinir Ingimars auk ellefu
Hvanneyringa. Í reiðtúrnum var
Ingimar með tvo til reiðar og leiddi
gestina um nágrenni Mosfellsbæj-
ar, en riðið var inn Mosfellsdal og
niður Skammadal og að lokum inn í
Mosfellsbæ aftur. Skemmtileg leið í
blíðskaparveðri og alls ekki að sjá að
Ingimar sé kominn á tíræðisaldur.
Í lok reiðtúrs mættu ferðafélagar
manni með skjóttan hest í taumi.
Ingimar sagði ferðalöngum frá því
að hestur þessi hafi fengið slátur-
dóm eftir tamningu; verið stygg-
ur, stífur og erfiður viðureignar.
Hann fékk þó ekki pláss í slátur-
bílnum strax svo Ingimar geymdi
hann í húsi hjá sér þar til losnaði
um. Skjóni varð hins vegar spakur
í vistinni og tók Ingimar hann og
teymdi með sér í reiðtúrum og fékk
félaga sinn til aðstoðar. Úr varð að
Skjóni er í dag besti reiðskjóti eig-
anda síns. Ingimar sagði að lokum
að þegar hestur fær áfellisdóminn
á þeim forsendum að vera ruglað-
ur í hausnum, er það oft einungis í
hausnum á tamningamanninum, en
ekki hestinum sjálfum.
Ingimar var bóndi á Egilsstöðum
til ársins 1986 en kom þá á Hvann-
eyri sem kennari við skólann og
kenndi þar væntanlegum búfræð-
ingum réttu tökin við tamningar.
Ingimar hefur tileinkað sér tamn-
ingaraðferð sem hann kallar „af fús-
um og frjálsum vilja.“ Hann hefur
haldið fjölmörg námskeiðin og hef-
ur einstakt lag á hestum. Þá hefur
hann gefið út bókina Hestafræði
Ingimars sem er safn af kennsluefni
hans og hafsjór af fróðleik.
mm/rb/ Ljósm. Kristín María.
Pétur Jónsson og Ingimar Sveinsson. Ingimar með tvo til reiðar.
Í útreiðatúr með Ingimar Sveinssyni
Hópurinn að leggja í hann.
Ingimar og Hvanneyringarnir Helgi Björn, Hermann Helgi, Margrét og Eva.