Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 20

Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201920 Pennagrein Þegar eitthvað er okkur framandi vill það verða að viðkynning okk- ar á hlutunum verði yfirborðs- kennd vegna skorts á forvitni. Þeg- ar við eigum nóg með dagsins önn og njótum lífsins samt, þá erum við upp til hópa vel stödd og njótum þess sem er. En líka fyrst og fremst þess sem er, hér og nú, og misjafnt hvernig mannfólkið bregst við því þegar „núið góða“ er búið. Sól er sest, eða sýningunni lokið. Það er áhugavert að velta fyrir sér áhrifum og árangri af viðamikilli og flottri sýningu eins og þeirri sem lauk á dögunum og teygði anga sína víðs- vegar um Snæfellsnes. Hún var unnin í samstarfi við hinn skil- greinda Svæðisgarð Snæfellsness og tókst vel, hvort sem að litið er til hagrænna áhrifa – þ.e. hvort að al- menn ferðaþjónusta hafi notið góðs af – eða menningarlegra, þ.e. hvort framboð á gjaldfrjálsri menningar- afþreyingu hafi tímabundið aukist svo verulega að það geti haft varan- leg áhrif til lengri tíma. Framandi orðalag og yfirborðskennt Það er fíflalegt, afsakið orðalagið, ef við ætlum að „árangursmæla“ alla menningu og gerum ákveðna hluti sem samfélag, eingöngu á þeim for- sendum að hægt sé að merkja við að ákveðin skilyrði séu uppfyllt að lág- marki og því sé við ástandið unandi. „Landsbyggð með lífsmarki“, mætti kalla slíka afstöðu og viðhorf. Rökin fyrir hinu og þessu þá bara að það sé nægileg stoðþjónusta við ferða- mannaiðnaðinn, stærstu atvinnu- grein á Íslandi, að landsbyggðin sé með lífsmarki; hægt að gista, borða og losa úrgang sem víðast. Fjöllin, dalirnir og hin stórbrotna náttúra sjái um restina, og viðunandi arður sé af bissnessnum. Orðalag sem miðar í eina átt verður alltaf framandi á hinum enda skalans, rétt eins og mennin- garstarfsemi eða menningarstefnur sem falla í elítisma eða stofnana- og reglugerðarskrautskrift, skila litlu til fólksins á túninu, ef svo má segja. Ég skil jú lítið í rappslangrinu sem skýtur framhjá mér á mínu túni og uppí mínum stól, skiljanlega! Rétt eins og skellinöðru-ungviðið sem þeysist framhjá skúlptúrum sem metnir eru á milljónir skilur lítið í að þessu hafi verið komið fyrir í túnjaðrinum hjá þeim til að listin dafni. Það spyr sig kannski, „hvaða brotajárn er þetta“ - eða hvað veit ég? – þetta er nú fyrst og fremst myndlíking hjá mér. Henni er æt- lað að benda á að á Umhverfingu nr. 3 tókst vel til með að heimafólk og aðkomnir leggðu saman til að af yrði menningarviðburður sem vo- nandi flestir íbúar Snæfellsness og Vesturlands, urðu á einhvern hátt varir við. Að „libba“ með listinni Í skapandi huga verður skilgrein- ingin á því til, hverjar forsendur þess eru að vaxa og dafna sem ein- staklingur, eða njóta og miðla sem samfélag. Í samtímanum er vin- sælt að „greina“ og „rýna“ – „meta ferli“ og þegar maður er á önd- verðri skoðun við aðra, þá hafnar maður allri „meðvirkni“ og heldur áfram – á stofnanamáli – úrvinnslu og lausnamiðaðri nálgun. Eða eins og Króli myndi segja; „hætta kó-a o’ bara klá-rra o’ farra libba o’ lærra njohdd-ah“. Eð’ eittkah.“ Af mínum stóli er þetta mikil- vægast – það er og verður lærdóm- sríkt ferli í dag og á morgun að renna ólíkum heimum saman, ólí- kum þörfum og væntingum. Um- hverfing nr. 3 umbreytti Nesinu bróðurpart sumars í kraumandi li- stapott sem fólk kom langt að til að finna ilminn af; hér sýndu mörg af stærstu listanöfnum Íslands þá og nú – sumarlangt – en umbreyting á samfélagi og menningu verður ekki af slíku einu. Það er hugsanagan- gur okkar sem byggjum og búum í dreifðari byggð sem mótar okkar menningu. Það hversu stutt er til Reykjavíkur truflar ef til vill upp- byggingu þess menningarlífs og liststarfsemi sem ætti að vera sjálf- sagður hlutur af takti hversdagsins hér á Vesturlandi. Listsýningar eða viðburðir eru ekki bara eðli sínu til þess eins að vera aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo að við sjálf hö- fum atvinnu af að þjónusta þá.Við verðum líka að lifa í og með list- inni í kring. Fögnum fjölbreyttri flóru Það er mér því ofarlega í huga, eftir að hafa skipulagt og unn- ið að nokkrum af þeim sýning- um sem stóðu uppi í sumar, fyr- ir hönd Menningarsjóðsins und- ir Jökli, að við ættum ekki að meta gildi slíks framtaks sem Umhverf- ing nr. 3 var, með því að telja upp á aukningu ferðamanna, eða stóru nöfnin sem sýndu einhversstaðar. Að þroska sig og nærsamfélagið í að njóta listar og menningar er langtímaverkefni, það verður ekki leyst með því að skreppa í bæinn til að fara í leikhús við og við. Listsýningar og verkefni spretta upp og auðga samfélag okk- ar hvort sem það er Reykholtshátíð eða plan-B Festival, Frystiklefinn í Rifi eða Bókhlaðan í Flatey. En það er okkar að taka það inn sem hér búum, og því hvet ég þig les- andi góður að láta hástemmt orða- lag úr sóknaráætlunum fæla þig frá „auknu menningarlæsi“. Ekki láta það stuða þig ef einhver segir „jó bara libba me’o njoddah“ og þykist góður. Flóran er fjölbreytt og við verðum að einbeita okkur að því að þegar framandi, forvitnilegir og fróðlegir viðburðir eru í nærum- hverfinu, að við leggjum af mörk- um til styrkja þá hugsun að það gagnist að skipta um sjónarhorn við og við. Það þroskar hæfileikann til að njóta, sem er jú líka bragð- mesta agnið, ef beita á fyrir ham- ingjuna, að bíti á. Arnaldur Máni Að þroska hæfileikann til að „njodda“? Síðastliðinn sunnudag bauð Svæð- isgarðurinn Snæfellsnes og Aka- demía skynjunarinnar til lokahófs í Breiðabliki. Tilefnið var að gera upp hina gríðarstóru listsýningu Nr.3 Umhverfing sem verið hef- ur opin frá 22. júní í sumar á fjöl- mörgum sýningarstöðum víðsvegar um Snæfellsnes. Þar sýndi 71 lista- maður fjölbreytt verk á sýningar- stöðum sem valdir voru með tilliti til staða sem taldir voru bera auk- inn gestafjölda. Allir áttu sýnend- urnir sterk tengsl á Snæfellsnes, allt frá því að hafa verið þar í sveit og upp í að vera þar fæddir og uppald- ir. Gestir á sýningunni gátu nálgast sýningarskrá og ýmist ferðast um svæðið í einni langri lotu, eða tekið smáhluta sýningarinnar fyrir hverju sinni. Ljóst er að sýning þessi hef- ur vakið mikla athygli og fyrir ligg- ur að hún laðaði fjölda listunnandi ferðamanna á svæðið. Átti sýning- in þannig sinn þátt í hinu ævintýra- lega góða ferðasumri sem nú sér fyrir endan á á Snæfellsnesi. Að sögn Ragnhildar Sigurðardót- tur, framkvæmdastjóra Svæðis- garðsins Snæfellsness, þótti ástæða til að bjóða öllum sem tengdust sýningunni eða/og lögðu henni lið til veglegs samsætis í sýningar- lok. „Við eigum að fagna því sem vel gengur og gleðjast að loknu góðu dagsverki. Þessi samkoma er því raunar eins og töðugjöld alls þess stóra hóps sem kom að verkef- ninu með einum eða öðrum hæt- ti,“ sagði Ragnhildur í stuttu spjalli við blaðamann. Gestum bauðst að þiggja veitingar. Rúnar Marvins- son listakokkur á Hellissandi bar fram listamannasúpu sem að hans sögn var sérlöguð af þessu tilefni. Grunnurinn voru gulrófur og gul- rætur frá Þóru Kristínu og Helga í Hraunsmúla, en kryddað með ken- jum Rúnars sem notaði til þess það sem náttúran á Snæfellsnesi gefur. Súpan var líka öflug og sýnilega nutu gestir veitinganna sem sko- lað var niður með krækiberjasaft blandaðri með freyðandi ölkeldu- vatni. Í ávarpi sem Jón proppé list- fræðingur flutti kom fram að ekki væri nóg að listamenn sem ættu tengsl við landsbyggðina sækti sér innblástur í sveitina, það þyrfti líka að koma þangað til baka og sýna afrakstur sinn. „Þannig gaf þessi sýning góða sýn í hvernig rækta má tengsl landsbyggðarinnar og þétt- býlisins sem hvorugt getur án hins verið. Sýning sem þessi er því eit- thvað sem þarf að gera meira af,“ sagði Jón. Samhliða opnun sýningarin- nar 22. júní í sumar var Gestasto- fa Snæfellinga opnuð í endurg- erðu Breiðabliki. Í máli Ragnhildar kom fram að sýningin og Gestasto- fan hefðu stutt vel hvort við an- nað. Gestafjöldi í Breiðabliki he- fur verið með ágætum í sumar, líkt og aðsóknin á sýninguna. Um mið- jan september verður opnuð næs- ta sýning í Breiðabliki, en á hen- ni verður fjallað um verslun við Breiðafjörð. Þar á eftir verður kyn- ning á mastersverkefni sem fjallar um draugagang á Kerlingarskarði. Af nægu er því að taka framundan þótt Nr.3 Umhverfing hverfi af sjó- narsviðinu. Ragnheiður þakkaði öl- lum viðstöddum fyrir þeirra þátt í þessari stóru sýningu og það gerðu sömuleiðis forsvarskonur Aka- demíu skynjunarinnar; þær Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. mm Í Breiðabliki er myndarleg handverksbúð en auk þess upplýsingamiðstöð og salernisaðstaða sem opin er allan sólarhringinn. Botninn sleginn í stærstu listsýningu ársins Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfs og Ragnhildur Stefánsdóttir í Akademíu skynjunarinnar þökkuðu fyrir sig. Hluti gesta í lokahófinu. Ragnhildur Sigurðardóttir. Brauðinu með súpunni komið fyrir á bökkum. Veronika Sigurvinsdóttir og Rúnar Marvinsson í eldhúsinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.