Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 6
upp úr veturnóttum og karlmennirnir
lögúu þeim lið, eftir því sem þeir
höfðu tíma til, og þá aðallega við að
kemta og vefa, en þeir voru oft
snilldar vefarar, og ég held að flestir
karlmenn hafi kunna'u að prjóna.
— Einhvern tíma heyrði ég þig
minnast á ,,smáband“, hvað var það?
— Það voru handprjónaðir sokkar
og sjóvettlingar, sem voru unnir fyrri-
hluta vetrar og alltaf úr grófari ull.
Heima hjá mér var farið með þetta
prjcnles kaupstaðinn skömmu fyrir
jól og fenginn jólavarningur í staðinn.
— Smábandið hefur þá verið ykkar
gjaldmiðill?
— Já, og við börnin nutum góðs af
smábandinu og fengum að kaupa
kertapakka með snúnum kertum fyrir
sokkaparið, sem við prjónuðum.
— Hvernig var svo vinnunni hagað
seinni hluta vetrar?
— Þá var farið að spinna þráð í
vefnað og síðan var ofinn allur fatn-
aður. Seinni árin var svo farið að
nota vefjargarn í rúmfatnað, milli-
skyrtur og handklæði. Nú og svo voru
prjónaðir betri sokkar, vettlingar,
sjöl og hyrnur og allt úr valinni ull.
— Var fólkið, sem gekk í þessum
alislenzku ullarfötu.m ánægt með slík-
an fatnað?
— Já, bæði þekkti það ekki annað
og svo var slík alúð og sál lögð í ull-
arvinnuna, frá því að ullarlagðurinn
var valinn og þar til voðin var full
unnin, að undursamlegt var, bæði
hvað dúkarnir voru fínir og fjölbreytt-
ir í litbrigðum sínum, þótt eingöngu
væru notaðir sauðalitirnir.
— Og sama hefur gilt um prjóna-
skapinn?
— Það er óhætt að segja það. Mér
er alltaf minnisstætt þegar ég fór
fyrst í skóla í kaupstað, hvað hús-
móðir mín varð glöð er ég færði
henni dúnlétta ullarvisk — og hús-
bóndanum þelvettlinga og sokka. Það
voru gjafir, sem voru mikils metnar.
— En Sigrún, nú þegar vélarnar
hafa að mestu tekið við þessum störf-
um, sem þú hefur verið að segja
frá. Hvar á vegi er þá heimilisiðnað-
urinn staddur í dag?
— Ég verð að segja það, að þrátt
fyrir þær stórfelldu breytingar, sem
orðið hafa á íslandi á seinustu ára-
tugum, þá hefur heimilisiðnaðurinn
haldið velli að vissu marki í ýmsum
landshlutum, og á síðustu árum hef-
ur áhuginn orðið almennari í kaup-
stöðunum á að viðhalda þjóðlegum
verðmætum og samrýma heimilisiðn-
að nútíma aðstæðum.
— Hvernig gengur þér svo að fá
fallega og þjóðlega muni í verzlunina?
— Hvað snertir ullarvörur prjón-
Samkeppni HÍ 1964-65
í marz 1964 boðaði Heimilisiðnaðar-
félag íslands og sölufyrirtæki þess,
íslenzkur Heimilisiðnaður, til sam-
keppni u.m bezt gerða íslenzka muni,
ætlaða ferðamönnum, en þó einkum
hagnýta og listræna muni til sölu og
notkunar innanlands. Heitið var verð-
launum:
1. verðlaun 15 þúsund krónur.
2. verðlaun 10 þúsund krónur.
3. verðlaun 5 þúsund krónur.
Einnig var heitið sérstökum verð-
launum fyrir snjallar hugmyndir,
aðar eða ofnar, þá fáum við þær
alltaf nokkuð. En á síðustu árum hef-
ur eftirspurn eftir þeim bæði utan
lands og innan verið svo mikil að við
höfum ekki getað annað henni.
— Og hérna eru svo útskornir
kassar, prjónastokkar o. fl., er eins
mikið um slíka vinnu?
— Nei, hlutur karlmannanna hefur
verið miklu minni á seinni árum, hvað
snertir heimilisiðnað, og við, sem höf-
um starfað að þessu á undanförnum
árum, höfum alltaf fundið betur og
betur, hve mikil þörf er á leiðbeining-
um fyrir fólkið, sem getur og vill
vinna að heimilisiðnaði í tómstund-
um sínum.
— Leiðbeiningum, hvernig er hægt
að koma þeim við?
— Æskilegast væri að við hefðum
fastráðinn leiðbeinanda, sem ferðað-
ist um landið, en enn sem komið er
höfum við ekki bolmagn til þess. En
nú setjum við allt okkar traust á
þetta nýja blað og vonum að það
verði einhver hjáip og hvatning til
sköpunar á verðmætum í þess orðs
fyllstu merkingu.
— Áður en við ljúkum þessu sam-
tali, Sigrún, þá iangar mig aðeins að
minnast á merkið ykkar. Ég sé að
það er á flestum vörunum, sem hér
eru til sölu.
— Við setjum merkið okkar á þær
vörur, sem við teljum fallegar og vel
unnar, og er það okkar trygging fyrir
gæðavöru.
Og að lokum langar mig að bera
þessa ósk fram til landsmanna allra:
Leggjum rækt við heimilisiðnaðinn,
hjálpumst að til að láta huga og hönd
vinna saman, landi og þjóð til bless-
unar. G. H.
Kría Ágústu.
teikningar eða framkvæmanlegar á-
bendingar um framleiðslu góðra gripa,
þótt höfundur tillagna hefði ekki að-
stöðu til eða möguleika á að sýna
munina fullgerða.
Til nánari skýringa óskuðu sam-
keppnisboðendur fyrst og fremst eftir
smíðavinnu alls konar, eins og hlutum
unnum úr tré, horni, beini eða málmi.
Bent var á að æskilegt væri að kepp-
endur byggðu hugmyndir sínar að ein-
hverju leyti um gerð og form á þjóð-
legum fyrirmyndum, eins og þær
finnast í Þjóðminjasafni eða byggða-
söfnum víða um land.
Þátttakendur áttu að vera búnir að
senda samkeppnismuni sína fyrir
febrúarlok 1965. Margir haglega gerð-
ir munir bárust til samkeppninnar
víðs vegar af á landinu, og í Dymbil-
viku 1965 var tilkynnt um verðlauna-
veitingar og jafnframt opnuð sýning
á samkeppnismunum í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins. Sýningin stóð í 10 daga
og var vel sótt. í sýningarlok voru
svo verðlaun afhent og úrval af sýn-
ingarmunum var síðan sent á nor-
rænu heimilisiðnaðarsýninguna, sem
4 HUGUR OG HÖND