Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 4
Um Heimilisiðnaðarfélag fslands og íslenzkan heimiIisiðnað Á síðari helmingi 19. aldar vaknaði áhugi margra góðra íslendinga fyrir varðveizlu þjóðlegs heimilisiðnaðar. Forn- gripasafnið var stofnað og unnið að því markvisst að bjarga heimilisiðnaðarmunum frá eyðileggingu, eða flutn- ingi úr landi. Silfursmíði hélt enn fornri reisn, en útskurði í tré hafði hnignað og margri glitofinni eða krossofinni voð var slitið út, ýmist vegna vanefna, eða gáleysis um gildi þessara muna. Eftir aldamótin byrjaði áhugafólk að gangast fyrir smá námskeiðum í ýmsum greinum, til dæmis í vefnaði. í Reykjavík stofnaði hópur áhugamanna karla og kvenna Heimilisiðnaðarfélag íslands (H.í.) árið 1913. í fyrstu stjórn og varastjórn voru þessir kosnir: Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri, forseti; Inga Lára Lárusdóttir, kennari; Matthías Þórðarson, fornminjavörður; Ingibjörg Bjarna- son, skólastjóri; Ásgeir Torfason, efnafræðingur og Sig- ríður Björnsdóttir, kennari. Var þegar tekið til starfa og byrjað með námskeið 1914 og fenginn styrkur til þeirra úr landssjóði. Á næstu árum voru haldin námskeið í ýmsum greinum, bæði í Reykja- vík og út um land. Útvegaði Heimilisiðnaðarfélagið styrk til þeirra. Þá gekkst félagið fyrir heimiliðiðnaðarsýning- um og gaf út Heimilisiðnaðarmöppurnar með gerðum eftir ofnum, eða saumuðum teppum, er varðveitzt höfðu, einkum í Þjóðminjasafninu í Reykjavík. Nokkur fleiri heimilisiðnaðarfélög voru stofnuð víðsvegar um land, mest fyrir atbeina Halldóru Bjarnadóttur, hinn- ar þjóðkunnu áhugakonu um heimilisiðnað. Samband íslenzkra heimiliðiðnaðarfélaga var svo stofnað árið 1920, og stóð það með blóma nokkur ár. En er skól- arnir tóku við hlutverki námskeiðanna, lögðust félögin niður smátt og smátt, unz Heimilisiðnaðarfélag íslands var eitt eftir. Sambandið hafði alltaf lítið fé til umráða, en miðlaði þó félögunum nokkru til starfsemi sinnar. En eftir að það gerðist aðili að Heimilisiðnaðarsambandi Norðurlanda, var sú þátttaka aðalverkefni þess. Heimilisiðnaðarfélag íslands hélt alltaf sínu uppruna- lega nafni, og þegar sambandið var formlega lagt niður, árið 1959, voru Heimilisiðnaðarfélaginu samin ný lög og það aftur gert að landsfélagi. Gerðist það þá aðili að heimilisiðnaðarsamtökum Norðurlanda á sama hátt og sambandið hafði verið það áður. Þrátt fyrir fjárskort og ýmsa aðra örðugleika, starfaði Heimilisiðnaðarfélagið alla tíð að stefnuskrármálum sínum, varðveizlu og eflingu heimilisiðnaðar í landinu. Langt er síðan Heimilisiðnaðarfélagið fékk áhuga fyrir að koma á fót heimilisiðnaðarútsölu. Útsölu var komið upp í Reykjavík sumarið 1922, en framhald varð ekki á því. Ákveðin tillaga um stofnun útsölu kom fram á félags- fundi 1950. Var þá samþykkt að gera tilraun til stofnunar útsölu, er jafnframt hefði leiðbeiningarstarfsemi með höndum. Sú hugmynd strandaði á fjárskorti, en í þess stað var árið 1951 stofnuð heildsala, er jafnframt ann- aðist leiðbeiningarstarfsemi og útvegaði framleiðendum efni að nokkru leyti. Fyrirtækið hlaut nafnið íslenzkur heimilisiðnaður (Í.H.) íslenzkur heimilisiðnaður hefur sína eigin stjórn og sjálfstæðan rekstur. Að stofnun íslenzks heimilisiðnaðar stóðu að jöfnu Heimilisiðnaðarfélagið og Ferðaskrifstofa ríkisins. Fékkst þegar lítils háttar ríkisstyrkur til fyrstu framkvæmda, en árið 1952 fast ríksframlag að upphæð kr. 12.000,00, er nota skyldi fyrst og fremst til að leiðbeina framleiðendum. Framlag þetta hefur farið hækkandi og nemur nú kr. 25.000,00. Að þessu sinni verður það látið ganga upp í út- gáfukostnað þessa rits, sem nú er gefið út í fyrsta sinni. Til annarrar starfsemi sinnar hefur Heimilisiðnaðarfélag íslands nú kr. 25.000,00 árlegt ríkisframlag. Þrátt fyrir fjárskort og lélegt húsnæði batnaði hagur ís- lenzks heimilisiðnaðar furðu fljótt. Leiðbeiningarstarf- semin bar góðan árangur og markaður jókst. Þótti þá sýnt að Heimilisiðnaðarfélagið gæti staðið á eigin fótum, hvað snertir rekstur íslenzks heimilisiðnaðar. Félagið sagði þá upp samningum við Ferðaskrifstofu rikisins árið 1957. Var þá búi skipt og skilið í vinsemd. Þá byrjaði íslenzkur heim- ilisiðnaður á smásölu, jafnframt heildsölunni þótt í smá- um stíl væri fyrst í stað, vegna ónógs húsnæðis. Sumarið 1959 urðu þáttaskil í sögu íslenzks heimilisiðnaðar, er fyrirtækið flutti í núverandi húsnæði að Laufásvegi 2. En með vaxandi starfi og umsetningu, varð það húsnæði einnig of lítið. Var þá árið 1864 ráðizt í að fá meira hús- næði til afnota. Að fengnu leyfi húseiganda, var því svo breytt, eftir því sem bezt hentaði starfsemi íslenzks heim- ilisiðnaðar. Þeirri breytingu var lokið 1965. Er nú hús- næðið bjart, rúmgott og þægilegt. Þar eru nú á boðstólum fjölbreyttar og vandaðar vörur. Smátt og smátt hefur heildverzlunin dregizt saman, en smásalan aukizt að sama skapi. Er þá hin upprunalega hugmynd um stofnun heim- ilisiðnaðar útsölu komin til framkvæmda. Núverandi stjórn og varastjórn Heimilisiðnaðarfélags íslands skipa Arnheiður Jónsdóttir formaður, Ingibjörg Eyfells, Sigríður Halldórsdóttir, Stefán Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Sólveig Búadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Vigdís Pálsdóttir og Helga Kristj- ánsdóttir. Stjórn og varastjórn íslenzks heimilisiðnaðar er: Arn- heiður Jónsdóttir formaður, Helga Kristjánsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Tryggvadóttir, Sigríður Hall- dórsdóttir og Gerður Hjörleifsdóttir. Framkvæmdastjóri íslenzks heimilisiðnaðar og leiðbeinandi frá upphafi, hefur verið Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjardalsá. Helga Kristjánsdóttir. 2 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.