Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 24
Fótofin bönd Áður fyrr gerðu íslenzkar konur mikið að því að vefa alls konar bönd og voru meira að segja afar slingar „að hlaða spjöldum“. Á spjöldin ófu þær tvöfaldan vefnað, sem tal- inn er vandasamur, þó ofinn sé með fullkomnari tækjum. Mynstrið í þessum spjaldofnu böndum var oft nafn eigandans, ártal og stundum heilar vísur, ásamt öðru skrauti. Þessi list er nú, því miður, að mestu gleymd og grafin, en víst væri það verðugt verkefni að endurvekja tvöfalda spjaldvefnaðinn. Önnur aðferð við bandvefnað, sem einnig virðist nokkuð sérstök fyrir íslendinga, var mikið notuð og mun hafa lifað lengur en spjaldvefnaðurinn. Þessa aðferð gátu allir tileinkað sér, þar sem hún var afar auðveld og án nokkurra áhalda. Aðferðin var kölluð, að vefa við fót sér, eða á fæti. Þess verður nú freistað að lýsa henni hér, í þeirri von, að einhverjir verði til þess að hagnýta sér hana. Bönd, ofin á þennan hátt, má nota á ýmsa vegu, s. s. leggingabönd, belti, axlabönd, höldur á töskur og poka o. m. fl. Böndin eru ofin þannig, að uppistaðan hylur ívafið. Talsvert reynir á uppistöðuna, verður hún því að vera sterk og helzt snögg. í gömlu böndunum var venjulega harðsnúinn, tvinnaður togþráður, en nú verða flestir að notast við annað. Þrinnað ísl. kambgarn er allgott, önnur efni, s. s: tvist eða tvinnaðan hör má einnig nota, allt eftir því, hvað hentar og hæfir því, sem nota á bandið við. Slétt bönd voru venjulega með tveim til fjórum litum. Sum voru langröndótt (ásabönd?), önnur þverröndótt (tenningabönd?). Stutta uppistöðu má rekja á tveim stólbökum. Lengd þráðanna verður þá jöfn breidd stólbakanna og bilinu milli stólanna. Litirnir eru raktir í sömu röð og þeir eiga að koma í bandinu. Til þess að halda þráðunum í réttri Hér má sjá hluta af slyngdum rósalepp. Til hægri eru fjögur gömul bönd, mismunandi breð. Hin þrjú eru ný. LS því, sem er lengst til vinstri, er perlugarn nr. 8, í hinum er kambgarn. Myndin sýnir rétta stærð. 14 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.