Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1966, Blaðsíða 5
Litið inn / a Laufásveg 2 í verzluninni íslenzkur Heimilis- iðnaður að Laufásvegi 2 er hún Sig- rún Stefánsdóttir, en hana þekkja allir, sem fást við heimilisiðnað. í 15 ár, eða frá upphafi, er hún búin að veita Í.H. forstöðu, lengst af í litlu og lélegu húsnæði. En fyr- ir tæpum tveimur árum var ráðist í að breyta verzlunarhúsnæðinu að Laufásvegi 2. Teikningar gerðu arkitektarnir Stefán Jónsson og Snorri Hauksson, en smiður var Ríkarður Ingibergsson. Verzlunin er nú björt og falleg, og í henni úrval af vel unnum og fallegum vörum. Sigrún hefur ^lltaf verið hin hjálpandi og leiðbeinandi hönd, til hennar hefur margur leitað og allt- af hefur Sigrún verið reiðubúin að gefa ráð eða hjálpa um efni og fyr- irmyndir, og alltaf er það af svo ljúfum huga og góðri þekkingu gert. Við lítum til Sigrúnar einn síð- sumardag og leitum frétta. — Sigrún, nú hefur þú verið að fást við heimilisiðnað eins og hann gerist í dag, en það væri gaman að fá að heyra, hvernig heimilisiðnað- urinn var á þeim slóðum, þar sem þú ert fædd og uppalin. — Um aldamótin þurftu heimilin að vera sjálfum sér nóg bæði utan húss og innan. Karlmenn önnuðust allar smíðar, á tré og járn, hagldir smíðuðu þeir úr hornum og reipin fléttuðu þeir úr hrosshári, og að dagsverki loknu sátu þessir sömu menn á rúmum sínum, með tálguhníf einan í hendi og skáru út fegurstu skrín eða prjónastokka, er áttu að verða gjafir til festarmeyja þeirra, svo að mikil alúð var lögð í verkið. Og ekki fórum við börnin var- hluta af listfengi þessara manna. Þeg- ar ýsubeinin voru orðin þurr, fengum við fallega útskorna fugla. — En konurnar, við hvað unnu þær svo, fram yfir venjuleg heimilisstörf? — Ekki var hlutur þeirra minni, því þær þurftu að vinna allan fatnað og annað til heimilisins. — Og strax á vorin um það leyti, sem ullin var tekin af fénu, kom það í þeirra hlut að aðskilja ullina, taka frá þá ull til tó- skapar, sem heppilegust var, því að fínan og grófan fatnað varð að vinna. Og svo mikils mátu karlmennirnir og virtu ullarvinnu kvennanna, að þær voru hafðar með í ráðum, hvaða kindur voru settar á, og kom þar þá mest til greina gæði ullarinnar og litur. — Þær hafa þá orðið að spinna og vefa í bæði ígangsklæði og spariföt? — Já, ullarvinnan byrjaði strax HUGUR OG HÖND 3

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.