Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 17

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 17
Áð bregða gjörð Þegar rakið var í reiðgjörð var lagt upp með tvær álnir danskar (126 cm). Var oft rakið á tveggja álna fjöl og þá brugðið frá enda til enda. Til var og að rakið var á tvo nagla, sem festir voru í tré (stoð) með tveggja álna millibili. Þegar gjörðin var fullrak- in, var hún „skorin“, þ.e. skorið fram úr lykkjunum á öðrum enda uppistöðunnar. Lykkjur uppistöðunnar voru ætíð jöfn tala 12 — 14 — 16, eftir breidd þess er bregða skyldi svo og gildleika þráðanna í uppi- stöðunni. Væri það, sem bregða skyldi tvílitt, varð talan að vera 12 eða 16, svo jafnt yrði skift litum. Væri það, sem bregða skyldi einlitt, skipti engu þó lykkjurnar væru 14 eða 18. Hér á éftir verður miðað við 16 lykkjur og tvílita gjörð, dökkt og hvítt. Þegar skorið hafði verið fram úr uppistöðunni, var hún dregin í hringjuna og þess vandlega gætt, að báð- ir endar uppistöðunnar væru nákvæmlega jafnir. Þeir sem vandvirkastir voru, brugðu sterku bandi í skilið og bundu þétt um, gjarnan sitt bragðið um hvom helming, áður en uppistaðan var skorin. Var þetta gert því til öryggis, að lykkjurnar misdrægjust ekki meðan verið var að setja gjörðina upp. Þegar rakið var, var venjulega bvrjað frá vinstri og raktar fyrst fjórar lykkjur dökkar, þá átta hvítar og síðast fjór- ar dökkar. Komu þá lykkjurnar réttar í hringjuna, þegar í hana var dregið og gjörðin þá „fullsett upp“. Verkið hófst svo á því, að skift var til helminga lykkjunum og átta teknar í hvora hönd. Flestir byrj- uðu frá hægri hlið. Var þá innsta lykkjan í hægri hendi tekin og efri þætti hennar brugðið undir þum- alfingur vinstri handar og þræðinum svo brugðið inn í krepptan lófann þannig, að hann léki aldrei laus. Þá er neðri þræði lykkjunnar brugðið yfir þumal- fingurinn og hann falinn i kreppingnum eins og hinn fyrri. Þannig var hver einstakur þráður tekinn uns aðeins er eftir neðri þáttur yztu lykkjunnar. Honum er brugðið gegnum skilið. Sá hluti uppistöðunnar, sem myndaði skilið, var nú tekinn í hægri hendi, þræðinum, sem dreginn var í gegn brugðið yfir þumal- fingur hægri handar og falinn í lófanum. Þá er fyrsta lykkja vinstri helmings tekin og eins og áður efri þræði brugðið undir þumalinn en þeim neðri yfir og þeir faldir í krepping liægri handar uns komið er að yztu lykkju þeim megin. Þá er efri þræðinum brugðið undir fingurinn en hinum neðri brugðið í gegn. Er þá kornin fullgerð ein urnferð. Hefst svo sú næsta á því, að þeim þræði er brugðið yfir þumal vinstri handar eins og áður er lýst. Þessar umferðir eru svo endurteknar til enda gjarðarinnar. Flestir ná þessum brögðum réttum strax. Við- vaningar gæta þess ekki sem skildi, að halda öllum þráðum í réttu sæti. Breytist þráðasætin, verður skil- ið skakkt. Það ríður því mjög á, að réttur þráður sé tekinn í hvert bragð, enda verður þess þegar vart ef þeir færast til. Þetta atriði verður að lagast þá þegar. Það sem á mestu veltur við að bregða gjörð, svo vel sé, er að fela þræðina svo vandlega í lófa sér, þegar brugðið er, að þeir herðist jafnt í gjörðinni. Þess skal og gæta, að herða innri þræðina í gjörðinni meir, þ.e. þræðina, sem brugðið er í gegn. Þess skal þó gæta, að herða þá með gætni, ella geta þeir m!?d"egist og lýtir það gjörðina mjög. Það mun sannast við þetta verk sem önnur, að „fáir eru smiðir í fyrsta sinn“. Verkið veltur á, í fyrsta lagi, að skilja brögðin, og í öðru lagi, á vand- virkni. HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.