Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 18

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 18
Krókarefskefli úr reynivið, smiðað af Gunnari Þorkelssyni. Krókarefskefli Oft má lítið laglega fara, segir málshátturinn, og sannast það í hinum hversdagslegustu handtökum manna. Það er til dæmis ekki sama, hvernig hnykill er undinn. Það má gera vel eða illa, og séð hcfur mað- ur bandhnykla, sem undnir eru af svo mikilli vand- virkni og smekkvísi að unun er á að horfa eða hand- leika. Eins er um þráðarleggina gömlu, sem sjálfir voru oft fallega skreyttir, að stundum var undið upp á þá eftir ákveðinni reglu, svo að út kom hreint og fallegt munstur. Þegar fullundið var á legginn og búið að fela endann, var það kallaður læstur þráðarleggur, og er hann þá, með því sem á honum er, eins og heill og samstæður hagleiksgripur. En hannyrðakonurnar undu þráð sinn á fleira en leggi. Til voru þráðarkefli úr tré, sum einföld og óskreytt, önnur íburðarmeiri, einkum þau sem bera hið einkennilega nafn krókarefskefli. Einhver hefur fundið upp á að kenna slík kefli við þá fornu sögu- hetju Króka-Ref, sem til er af sérstök saga. Hann átti að hafa verið þjóðsmiður, og um hann sagði maður þetta: „Ég hefi að hugað, er þú hefur upp tekið reim- unarkefli, og hefur þú þá hvorki telgt vint né skakkt og eigi óslétt“. Sumir segja að þessi forni haglciks- maður hafi fyrstur manna smíðað krókarefskefli, fund- ið þau upp, en slíkt er meira en óvíst, sem von er, því að það er einnig meira en óvíst hvort maðurinn sjálfur var nokkurn tíma til nema i sögu. En krókarefskefli eru til, það er víst. Þau eru í söfnum þó nokkur og hafa verið algeng. Slíkt kefli er nokkuð langt og sívalt og skipt niður í bil, og eru sum til að vinda þráðinn á og nefnast þráðarhöld. En á milh þeirra eða til enda eru rimlabaukar ineð kúlum innan í, sem þar leika lausar. Á enda keflis- ins eru svo kengir, sem í leika aðrir kengir á lausum endastykkjum, er oft enda á útskornu sóleyjarblaði. Á bryggjum, og bríkum milli kafla á keflinu er svo ýmislegt skraut skorið. Þessi lýsing er ófullkomin eins og allar lýsingar hagleiksverka, og dugir þar yfirleitt ekkert nema myndir. En það snjalla og sniðuga við krókarefskefl- ið er það, að allt á að vera útskorið úr einni spýtu, keflið, rimlarnir, lausu kúlurnar, kengirnir og enda- stykkin. Annars væri keflið ekki krókarefskefli. Til þess arna þarf sérstaka handlagni og smábrögð, og þetta hefur mönnum þótt skemmtilegt, bæði smiðum og eigendum keflanna, enda er það það. Séra Helgi Sigurðson, sá sem góðan þátt átti að stofnun Þjóð- minjasafnsins, segir í riti, að allur vandinn á verkinu „hafi verið að komast vel frá kúlusmíðinni innan í eintrjáningnum, svo að þær loks hringli þar hnött- óttar og lausar“. Segir hann að margir i Borgarfirði hafi spreytt sig á að smíða krókarefskefli og þaðan hafi hann séð vel smíðað fallegt kefli, tvíhvolfað og útskorið, eftir hinn skurðhaga klerk, séra Hjört Jóns- son á Gilsbakka. Þessi Hjörtur lenti í þeirri raun, ungur prestur, að þurfa að fylgja Bjarna frá Sjöundá til aftöku í Noregi 1805. Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í Islenzkum þjóðháttum að séra Jón Hjörtsson (d. 1881, sonur séra Hjartar), muni síðastur manna hafa smíðað krókarefskefli á íslandi. Síðastur fram að þeim tíma, já. Vel má það vera. En til eru nú hagleiksmenn, sem smíða krókarefs- kefli eftir öllum kúnstarinnar reglum, og þau eru eigulegir og skemmtilegir minjagripir. En til þess þarf að gera eins og Króka-Refur sjálfur, að telgja hvorki vint né skakkt og eigi óslétt. Því að oft má lítið lag- lega fara og getur þá jafnvel á sinn hátt orðið nokkuð stórt. Veldur hver á heldur. K. E. 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.