Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 28

Hugur og hönd - 01.06.1971, Qupperneq 28
var að ræða. Það hefði enginn lista- maður getað gert betur. Matthildur í Garði litaði fyrir þær útsaumsband og þær notuðu íslenzkan einskeftu- dúk sem nefndur var „boy“ í sessu- borð og veggteppi. Stundum fengu þær íslenzka listamenn til að teikna fyrir sig munstur og hefur Soffía sagt mér að tvö munstur hafi verið þar til eftir Mugg (Guðmund Thor- steinsson). Frá árinu 1919 til 1937 starfaði Ragnheiður 0. Björnsson við Verzlun Augustu Svendsen. Hún var útskrif- uð úr Verzlunarskóla íslands og réð- ist til að sjá um afgreiðslu í fatadeild verzlunarinnar, en Sigríður Björns- dóttir hafði um þær mundir stofnað til þeirrar deildar og keypti inn hjá fyrirtækinu góðkunna, Harrodds í London. Ragnheiður var áður en varði komin á bólakaf í hannyrð- irnar, og vann að því um árabil á móti Arndísi að taka upp munstur á Þjóðminjasafninu og annaðhvort færa þau beint út í útsaumsmunstur eða vinna úr þeim nýjar fyrirmyndir. Hún varð til þess að ferðast norður í land á vegum verzlunarinnar til að semja um vefnað á „boyinu“ í Gefjun, og um litunina á Gefj- unarbandinu hjá Matthildi Hall- dórsdóttur í Garði, og hafði umboð til þess að borga henni mannsæmandi laun fyrir frumherjastarf sitt, jurta- litunina, sem enginn kunni betur á landinu en hún. Á þessum árum endurvöktu þær hjá VÁS refilsauminn eftir ábendingu Ólafar Björnsdóttur og eru til mörg falleg munstur eftir þær frá þeim tíma. Jafnframt því sem þær seldu og afgreiddu í búðinni, kenndu þær aðferðir við hvaða útsaum sem var, miðluðu viðskiptavinum af öllu sem þær kunnu, lærðu og lásu sér til. „Þú hefðir átt að sjá hvað hún Sigriður Björnsdóttir las og miðlaði öðrum,“ sagi önnur starfskona hennar, Elín Jónsdóttir Briem, sem lengi var þar við afgreiðslu. Það voru einmitt þessi uppeldislegu áhrif á viðskiptavinina sem einkenndu verzlunina og gerðu hana að merkari stofnun en verzlanir eru almennt. Jafnvel málið á því sem talað var í þessum viðskiptum bætti hún stórlega með því að hrekja burt dönskuslettur, sem þá voru algeng- astar, og finna rammíslenzk orð í staðinn. Það var sama hversu lítill og ómerkilegur sá hlutur var sem þeim hjá VÁS var falið að ynna af hendi fyrir viðskiptavininn, verkið var allt- af unnið eins vel og völ var á og af mikilli smekkvísi. Nýlega sá ég út- saumað kjólbelti hjá systur minni, forkunnarfallegt, fjólublátt útsaum- að með mörgum afbrigðum af gul- grænum litum í ull, og mundi þá að móðir mín hafði saumað henni kjól- inn endur fyrir löngu, en fengið Arn- dísi Björnsdóttur til að teikna handa sér munstur í útsaum á beltið. Kjóll- inn er náttúrlega löngu ónýtur, en Arndís lét sig ekki muna um að eyða kannski heilu kvöldi af tíma sínum til að hugsa út munstur og teikna síðan á, viðskiptavininum til geðs. Beltið er enn óskemmt og geymir minningu um Arndísi. Þetta er það sem við köllum verðmæti, en þau verða ekki hrist framúr erminni hugsunarlaust og með því að vera alltaf að gá á klukkuna. 28 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.