Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 35
Prjónakjóll
Efni: Tvíþætt ullarband frá Gefjun.
6 hespur, Ijósmórauðar.
1 hespa, mórauð.
1 hespa, hvít.
Rennilás, 15 cm langur.
Kjóllinn er prjónaður í prjónavél, slétt prjón.
Þensla: 26 1 18 umf = 10x10 cm. (Ein umf í vél-
prjóni samsvarar 2 umf í handprjóni).
Kjóllinn er prj í 4 dúkum. Byrjað neðst á pilsinu.
Fitjaðar eru upp 84 1 á fram og aftur dúkum, en
90 1 á hliðardúkum. 8 umf prj í innanbrot, þá gerð
faldbrún: Tvær 1 teknar saman yfir allt prjónið. Ein
1 tekin úr báðum jöðrum í þrettándu hverri umf
9 sinnum, síðan í 5. hverri 5 sinnum. (142 umf frá
faldbrún upp að mitti). Allir dúkar gerðir með þann-
ig úrtöku. Bekkur er prj á þeim öllum, eftir að 15
umf hafa verið prj frá faldbrún. Frá mitti er haldið
áfram með hvern dúk á eftirfarandi hátt: Framdúk-
ur: 5 umf eru prj áfram, síðan aukið út á báðum
jöðrum 6 sinnum í 4. hverri umf, síðan 30 umf áfram.
Fyrir hálsmáli eru 20 1 teknar af nálunum á miðju,
síðan er öxlin prj sín í hvoru lagi 17 umf. í 7 fyrstu
umf er ein 1 tekin úr við hálsmál.
Afturdúkur er prj eins og framdúkur nema ekki
fellt niður fyrir hálsmáli, heldur prj 14 umf til við-
bótar. Hliðardúkar: Prj eru 3 umf áfram og síðan
aukið út á báðum jöðrum 6 sinnum, 4 umf á milli,
síðan 7 umf áfram. Fyrir handvegi eru 12 1 teknar
af nálunum á miðju, síðan fram og afturhluti prj sinn
í hvoru lagi. Á afturhluta er ein 1 tekin úr hand-
vegsmegin í fyrstu fjórum umf, síðan eru prj 28 umf
áfram. Á framhluta er ein I tekin úr handvegsmegin
í 7 fyrstu umf. I 18. umf er aukið út um eina 1 liand-
vegsmegin einnig í 25. umf. Prj áfram 10 umf.
Ermar: Fitjaðar eru upp 90 1. Faldur og faldbrún
gerð á sama hátt og neðan á pilsinu. Eftir að 8 umf
hafa verið prj frá faldbrún er bekkurinn prj og 10
umf til viðbótar. Þá eru 8 I felldar af á báðum jöðr-
um, þar næst teknar 2 1 úr á báðum jöðrum í hverri
umf næstu 3 umf, þar næst ein 1 í hverri umf 10
næstu umf, þá 2 1 í hverri umf 10 umf.
Hálslíning: Fitjaðar eru upp 100 1 5 umf prj. Þá er
stillingu vélarinnar breytt, þannig að prjónið verði
töluvert fastara. 5 umf bætt við, þá er faldbrún gerð,
síðan aftur 5 umf. Þá er stillingu vélarinnar breytt
aftur í upphaflega stillingu, 5 umf prj.
Frágangur: Áður en farið er að sauma saman, þarf
að pressa vel öll stykkin. Bezt fer á því að sauma
saman í híindunum, en þó má gera það í vél nema
fald. Hálslíningu verður að sauma við með prjóna-
spori, bæði að innan og að utan.
15 cm rennilás er settur í miðju að aftan. Tveir
saumar eru saumaðir í vél niður í miðjan afturdúk
frá hálsmáli, með 2 1 millibili, klippt á milli saumanna.
Hekluð er ein umf fastahekl yfir brúnirnar. Rennilás-
inn saumaður í í höndum.
MJ.L.
HUGUR OG HÖND
35