Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 16

Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 16
Hér sést treyjan (Þjms.nr. 1964:65) innanverð ognokkuð má greina saumaskapinn ogþrjár mismunancli tegundir af efnum tfóðrinu. Ljósm. F.Ó. bakstykkis hvers fyrir sig eru fyrst saumuð saman sem sjálfstæðar einingar til að fá lokaða sauma á hliðum og öxl- um og auðvelda frágang neðan og fram- an á treyjunni. * En barmfóðrið er fyrst saumað við fóðrið. 1/2 cm saumfar er brotið inn af innri brún þess og það síðan nælt með röngu ofan á réttu framstykkisfóðurs þannig að miðlínur að framan falla saman. Síðan er lagt niður við innri brún barmfóðursins með fíngerðu fald- spori í fóðrið. Á tveimur dagtreyjum Þjms. er þessi brún stungin niður í vél gegnum bæði fóður og ytra byrði, sem er þá gert seinna. * Á hvoru framstykki eru því næst ytra byrði og fóður næld saman með réttu móti réttu, þess vel gætt að efnin liggi slétt og brúnir séu samsíða. Síðan eru ytra byrði og fóður saumuð saman í vél 1 cm frá brún og byrjað að sauma við hálsmálið, saumað niður miðju framan, að neðan og síðan hliðin. Næst er öxlin saumuð. Þá er aðeins opið við handveg og hálsmál. Saumförin eru snyrt og slétt í sundur og stykkjunum síðan snúið við, þannig að réttan snýr út. Strokið vel yfir allar brúnir. * Sniðsaumarnir undir brjóstinu eru síðan saumaðir í vél, sbr. merkingar, gegnum bæði ytra byrði og fóður og stroknir inn að miðju. Á dagtreyjum Þjms. er ljóst að þessir sniðsaumar hafa verið notaðir til að víkka og þrengja treyjurnar eftir þörfum. * Ytra byrði og fóður bakhluta eru einnig næld saman með réttu móti réttu, þess vel gætt að efnin liggi slétt og brúnir falli saman. Síðan er saumað í vél 1 cm frá brún, byrjað í annarri hlið- inni, saumað að neðan og síðan hin hliðin. Því næst eru axlirnar saumaðar saman hvor fyrir sig. Þá er eins og á framstykkjunum aðeins opið í hálsmál og handvegi. Saumför eru snyrt, strokin sundur og bakinu snúið við, þannig að réttan snýr út og strokið yfir allar brún- ir. * Nú eru framstykkin lögð með réttu móti réttu við bakstykkið, þannig að hliðar og axlir falla saman. Stykkxn síð- an næld eða þrædd saman og hliðar og axlir saumaðar í vél með 2 cm saumför- um. Bakstykkið er síðara en firamstykk- in. Saumförin á öxlum eru strokin í sundur en hliðarsaumför ýmist strokin sundur eða látin leggjast bæði yfir á framstykki. * Bolurinn er nú stunginn í vél frá réttu, tæpt í brún, að framan og neðan. Sé barmfóðursbrúnin fest í vél er það gert núna. * Kragahlutarnir eru lagðir saman með réttu móti réttu, saumaðir saman í vél í ytri brún, saumför snyrt og krag- anum snúið við. * Kraginn er síðan saumaður við háls- málið þannig, að fyrst er hann saumað- ur með réttu við hálsmálið innanvert, saumförin snyrt og lögð upp í kragann. Síðan er brotið inn af saumförum krag- ans á réttunni, nælt, þrætt og stungið í vél meðfram öllum kraganum tæpt í brún. Þá er komið að ermunum. * Ytra byrði, yfir- og undirermi eru lögð saman með réttu móti réttu og fóður einnig lagt þannig saman. Aftari ermasaumar á öllum sniðhlutum eru nældir saman og þess gætt að yfirermin hefst aðeins við undirermina um oln- bogann. Aftari ermasaumar á hverjum ermahluta eru síðan saumaðir í vél með 1 cm saumfari. Saumförin strokin í sundur. * Nú eru ytra byrði og fóður á hvorri ermi lögð saman með röngu móti röngu og fremri ermasaumur síðan nældur eða þræddur saman og saumað- ur í vél með 1 cm saumfari. Hér eru saumför „opin“, þannig að þau eru vörpuð saman með þéttu varpspori. Á tveimur treyjum Þjms. eru ytri byrði ermanna saumuð saman sér og fóður sér og saumförin á báðum síðan látin snúa saman, þannig að engin saumför sjást innan í ermunum. * Næst er 1 cm brotinn inn af erm- um við úlnliði og síðan 2 cm breiður faldur inn á röngu og lagt niður við efri brún hans með fíngerðu faldspori í fóðrið. * Að þessu loknu eru ermarnar settar í handvegina. Þær eru nældar skv. merkingum með réttu móti réttu og aukavídd í yfirermi um leið dreift á ermakúpuna í litlum föllum út frá loka- fellingu á háöxlinni. Þrætt, mátað og lagfært þar til ermarnar fara vel. Þá eru þær saumaðar í með 1 cm saumfari og öruggara var talið að sauma tvisvar í vél með smáu spori. Að lokum eru saum- förin vörpuð snyrtilega saman. * Þá er eingöngu eftir að sauma hnappagötin, sem auðvitað voru saum- uð í höndum, og festa hnappana á. Hægt er að hafa hálsmálið með öðru móti, setja lek eða föll á framstykkin, ganga frá bolnum að neðan í lokin með bryddingu eða faldi og hafa ein- saumsermar í stað tvísaumserma eins og dagtreyjurnar á Þjóðminjasafninu sýna. HEIMILDIR: Aðfangabækur Þjóðminjasafns Islands. Dagtreyjur í eigu Þjóðminjasafns Islands. Þjms.nr.: 1964:63, 1964:64, 1964:65 og 1964:66. Daniel Bruun: Islenskt þjóðlíf í þúsund ár. Rv.1987. Elsa E. Guðjónsson: Islenskir þjóðbúningar kvenna. Rv.1969. Fríður Ólafsdóttir: Islenskur búningur, upp- hlutur á 20. öld. Rv. 1994. Fríður Ólafsdóttir: Saumahandbókin. Rv. 1986, 1994. Sigurður Guðmundsson: Um kvenbúnínga á íslandi að fornu og nýju. Ný fjelagsrit XVI. Kh. 1857. Svör við spurningum Þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns. ÞÞ 2368, ÞÞ 2408 og ÞÞ 2533. Fríður Ólafsdóttir 16

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.