Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 5
Útskorinn askur.
var 5-6 ára gömul var hún farin að
tálga og smíða leikföng fyrir sig sjálfa.
Fyrstu leikföngin sem hún smíðaði
voru litlir tréhestar sem hún tálgaði út
og bjó svo til fax og tagl úr ullarlögð-
um. Þannig var að systur hennar áttu
fallega tinhesta en Sigga ekki. Ekki fékk
hún að leika sér með hestana því þær á-
litu að hún myndi skemma þá. Greip
nú sú litla til sinna ráða og smíðaði
fyrrnefnda tréhesta og gerði sig mjög
vel ánægða með þá. Það veitti henni
mikla ánægju og hvatningu að sjá og
finna að hún gat búið til fallega hluti.
Ahuginn óx og viljinn til að gera betur.
Þegar hún var 12 ára var hún farin að
smíða leikföng, t.d. bíla og ýtur, fyrir
yngri bræður sína. Hún renndi hjólin
sjálf, en faðir hennar fylgdist alltaf með
henni og leiðbeindi þegar hún var að
renna. Frá því fyrsta hafði hún gaman
af að teikna og mála. Það kom sér vel
að vera góður teiknari þegar hún var að
gera sér grein fyrir hugmyndum sínum
að smíðisgripum og mynstri til útskurð-
ar. Hugmyndir að mynstri fékk hún til
dæmis með því að skoða frostrósirnar á
rúðunum og gróðurinn í náttúrunni.
Faðir Siggu var leikinn spónasmiður,
af honum lærði hún handtökin og
tæknina, bæði við spónasmíðina og
skreytinguna. A tólfta ári var hún farin
að smíða spænina sjálf, og þegar hún
var 12 ára seldi hún fyrsta spóninn
sinn.
Sigga fór ekki að heiman til að fá sér
vinnu annars staðar, hún vann við bú
foreldra sinna frá því að hún hafði aldur
og krafta til. Tími til smíðanna var helst
í tómstundum, en hún nýtti þær vel.
Svo kom að því að hún og maður henn-
ar stofnuðu heimili á nýbýlinu Grund
sem er skammt frá Villingaholti. Þar
beið mikið starf við nýbyggingar, rækt-
un, skepnuhald og annað sem tilheyrir
lífi í sveit.
Húsmóðurstörfin taka alltaf sinn
tíma, börnin rvö fæddust og annríkið
var mikið. Vegna starfa sinna þurfti
eiginmaður Siggu oft að vera að heiman
langtímum saman og hún þurfti að
ganga í öll störf innan húss og utan.
En þörfin að skapa eitthvað nýtt og
fallegt lét hana ekki í friði, hún reyndi
að nota vel hverja stund frá amstri dag-
anna til að teikna, smíða og skera út.
Starfsþrekið og vinnugleðin er með ein-
dæmum.
Börnin uxu úr grasi, búskaparhættir
og aðrar aðstæður breyttust. Nú hafa
þau hjónin lagt búskap af að mestu,
hafa aðeins nokkra hesta og nærvera
þeirra og umhirða er þeim mikils virði.
Sigga hefur alltaf verið hrifin af hestum
og nýtur þess að eiga góða hesta. Hesta-
myndir koma títt fyrir í verkum hennar
og þegar þær eru skoðaðar sést auðveld-
lega að myndirnar eru gerðar af per-
sónu sem þekkir vel til hesta og þykir
vænt um þá.
Sigga hafði til að byrja með þrönga
aðstöðu til smíðanna, aðeins lítið her-
bergi í sjálfu íbúðarhúsinu. Þar var hún
með allan efnivið, verkfæri, tæki og
verkefni sem hún vann að. Kosturinn
Útskorinn heiðursskjöldur úr tré.
5