Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 18

Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 18
Taska í einkaeign. Hliðartaska. Eigandi Kolbrún Harðardóttir. Fiskddlksmunstrið leynir sér ekki á lokinu. J Taska með tvöfóldum sporði. Seld í Frakklandi. STEINBITSROÐ /slenskt almúgafólk notaði steinbítsroð til skógerðar allt fram á fyrri hluta tuttugustu aldar, jafnhliða sauðskinnsskóm. Roðið var skafið, spýtt og þurrkað áður en skógerðin hófst. Þessir skór urðu oft harðir vegna þess að aðeins var búið að spýta roðið. Mögu- leikar á notkun roðs affiski hafa þannig lengi verið þekktir. A undanfórnum árum hefúr miklum verðmætum úr hafinu verið kastað, en í dag virðist sem menn séu farnir að sjá að hafið er ekki aðeins gullkista matvœla, þar er einnig auðlind sem nýta má til margra ann- arra hluta. Roðið afýmsum sjávardýrum er engu síður nothœft en skinn landdýra. Arndís Jóhannsdóttir hefur sérhæft sig í vinnslu úr steinbítsroði og hún er jafnframt fyrsta konan, sem lærði söðla- smíði á Islandi. Arndís starfaði við söðlasmíði þar til fyrir átta árum að hún fór svo til eingöngu að vinna muni úr steinbítsroði. Hún hefur gert úr því töskur, hatta, buxur, pils, skálar, áklæði á stóla og ýmsa smáhluti, en hefur einnig áhuga á að finna fleiri möguleika á nýtingu roðsins, bæði í gerð nytja- hluta og minjagripa. ÆTTOG ÆVIFERILL Arndís er fædd 1956 og alin upp í Dalsgarði í Mosfellsdal. Faðir hennar er Jóhann Kr. Jónsson, rósabóndi og garð- yrkjumaður. Móðir hennar var dönsk, Birta Fróðadóttir, innanhússarkitekt og húsgagnasmiður. Hún á því ekki langt að sækja listfengi sitt og sköpunarþörf. Áhugi hennar á leðurvinnu kom fljótt í ljós. Þegar hún var í handmennt í barnaskóla og mátti velja sér frjálst verkefni gerði hún sér buddu úr leðri. Áhuga sinn á söðlasmíði fékk hún þegar hún var sextán ára. „Eg hafði alltaf áhuga á leðurvinnu, kannski vegna þess að ég var alin upp í sveit og Arndís Jóhannsdóttir. þar var alltaf nóg af biluðum reiðtygj- um,“ segir Arndís. Hún komst ekki strax í læri hjá söðla- smíðameistara hér heima, svo hún fór til London árið 1976 til náms í faginu. Þar var hún í skóla í eitt ár. Það var í senn bæði bókleg og verkleg kennsla. Tíminn var nýttur vel og honum ekki eytt í neina snúninga. Þar var ekkert unnið í vélum, heldur var allt hand- saumað. Þegar heim kom átti Arndís í nokkrum erfiðleikum með að fá nám sitt viðurkennt af ráðuneytinu. Árið 1978 vann hún hjá Steinbirni Jónssyni, söðlasmið í Hveragerði, og síðan var hún hjá Þorvaldi Guðjónssyni söðla- smíðameistara, og smíðaði hjá honum hnakk. Hann skrifaði síðan upp á að hún kynni að smíða hnakk, svo að nú hefur hún meistarabréf innrammað uppi á vegg í vinnustofu sinni á Lauga- vegi 83. Árið 1979 tók Arndís sér frí frá söðla- smíðinni og fór vestur til Kaliforníu. Þar málaði hún hús í sumarvinnunni og sótti námskeið í gerð leðurmuna, einkum formun og notkun á leðri. Arndís hefur kennt við Heimilisiðn- aðarskólann síðan 1986, en auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða í gerð leðurmuna víðs vegar um landið. SÚTUNÁ ROÐI Hún hefst ekki fyrr en á stríðsárun- um 1940-1945. Við sútun breytist roð- ið í leður og verður mýkra og endingar- betra. Hér er um að ræða íslenskt hrá- efni sem nýta má til háþróaðrar iðn- 18

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.