Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 29
Frá Goodtemplarafundi í Winnipeg í maí 1938. Halldóra er lengst til Imgri á myndinni. ur-Islendingum bæði formlega og per- sónulega. Hún var ráðunautur ríkisins í heimilisiðnaðarmálum frá 1924. Það ár fékk hún fyrst styrk frá Alþingi til að vinna að málefnum heimilisiðnaðarins. Styrkurinn gerði henni auðveldara að ferðast um landið og skipuleggja kennslu, framleiðslu, sölu og sýningar á heimilisiðnaði. Þessi starfsemi tók ekki bara til allra hreppa á Islandi, heldur náði hún einnig vestur um haf. Þannig getur Halldóra þess í ævisögu sinni að árið 1932 hafi hún aðstoðað nýstofnað heimilisiðnaðarfélag í Winnipeg, Man- itoba, með því að útvega efni, upp- drætti og fleira (Halldóra Bjarnadóttir, 1925b; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960). Á átjánda ársþingi Þjóðræknisfélags fslendinga, sem haldið var í Winnipeg 22.-24. febrúar 1937 var lesið bréf frá Halldóru Bjarnadóttur þar sem hún óskaði eftir stuðningi félagsins „til væntanlegrar ferðar hennar vestur um haf, fyrirlestrahalda og sýninga á ís- lenskum iðnaði" (Tímarit Þjóðræknis- félags íslendinga, 19. ár 1938, bls. 145). Bréfið var lagt fram ásamt tillög- um nefndar um samvinnu við ísland. Nefndin lagði til að Þjóðræknisfélagið tæki á móti Halldóru, í samvinnu við kvenfélög íslensku kirkjufélaganna, Jóns Sigurðssonar félagið og heimilisiðnaðar- félag íslenskra kvenna vestan hafs. I umræðum um tillögur nefndarinnar lýstu forsvarskonur kvenfélaganna sig hlynntar tillögunni. Má ætla að Hall- dóra hafi þegar rætt hugmyndina að þessari ferð við einhverja af þeim Vest- ur-tslendingum er hún tengdist. Einhverntíma síðar um veturinn barst Halldóru svo boð frá Þjóðræknis- félagi íslendinga í Vesturheimi og „Kvennasambandinu“ um stuðning við að flytja fyrirlestra og farandsýningu á íslenskum heimilisiðnaði í Islendinga- byggðum í Bandaríkjunum og Kanada. Halldóra segir í ævisögunni að vandi hafi verið vel boðnu að neita, sem von var, þar sem hér var brugðist vel við er- indi hennar. Góðum undirbúningi og aðstoð var heitið af hálfu samtaka Vest- ur- íslendinga þar sem ferðir um Vest- urálfu yrðu kostaðar og skipulagðar. Halldóra skyldi hins vegar kosta ferðina til Ameríku sjálf (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, 1960; Halldóra Bjarnadótt- ir, 1938b). Markmið ferðarinnar var efling hinna formlegu tengsla milli Vestur- og Aust- ur-lslendinga. Persónuleg tengsl voru Halldóru einnig hvatning til að takast þessa ferð á hendur, þar sem nánustu ættingjar hennar, þrjár dætur föður hennar af síðara hjónabandi voru bú- settar vestra. Halldóra var einkabarn foreldra sinna, þeirra Bjargar Jónsdótt- ur (1844-1924) og Bjarna Jónassonar (1848—1930). Björg og Bjarni skildu árið 1883 og fylgdi Halldóra móður sinni burt úr heimahögunum í Vatnsdal suður til Reykjavíkur. Bjarni fluttist til Ameríku það sama ár, settist að í Norð- ur-Dakota, þar sem var þó nokkur ís- lendingabyggð. Þar kvæntist hann Þór- unni Magnúsdóttur, einnig ættaðri úr Húnavatnssýslum. Halldóra hélt bréfa- sambandi við föður sinn meðan hann lifði og einnig við systur sínar. Hún get- ur þess í ævisögu sinni að löngunin til að sjá systurnar og þeirra fólk hafi stuðlað að því að hún þáði boðið. Þetta hefur sjálfsagt verið kærkomið tækifæri, ef til vill hið eina til að njóta samvista við nánustu ættingjana og kynnast hög- um þeirra af eigin raun. Halldóra var á 64. aldursári og þrátt fyrir góða heilsu hefur henni ekki þótt seinna vænna að takast slíka ferð á hendur (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960). MÓTTÖKUR OG SKIPULAG FERÐARINNAR I ævisögu sinni lýsir Halldóra ferð- inni stuttlega, segist hafa lagt af stað í byrjun maímánaðar 1937, með boðið góða og meðmælabréf frá háttvirtri rík- isstjórn upp á vasann, og siglt með Eimskip. Ekki getur hún þess hvar hana 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.