Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 20
ÍSLENSKT HANDVERK - hugleiðingar HANDVERKSMENNING Allir eru sjálfsagt sammála um að bókmenntir og listir séu mikilvægur þáttur íslenskrar menningar. Einnig samþykkja flestir að án menningar væri lífið harla tilbreytingalítið og litlaust. En hvað með handverksmenningu Is- lendinga? Skiptir hún ekki máli líka? Handverksmenning hefur verið lítið áberandi á Islandi undanfarna áratugi. Oll þekkjum við söguna um breytta at- vinnuhætti og þær afleiðingar sem þeir höfðu fyrir handverksiðnaðinn á land- inu. Handverkshefðin rofnaði, því ekki var lengur þörf fyrir kunnáttu í saum- um, prjóni, vefnaði, útskurði svo örfátt sé nefnt, því nú var hægt að kaupa ódýra fjöldaframleidda vöru. A vissan hátt var þetta ákveðinn léttir að þurfa ekki lengur að framleiða sjálf t.d. allan fatnað fyrir heimilisfólkið. En um leið minnkaði áhugi og virðing fyrir hand- verki. Handunnin vara gat ekki, og getur ekki enn, keppt við fjöldafram- leidda vöru. Þetta er mjög miður því þarna glataðist mikil þekking og verk- kunnátta sem áður varðveittist mann fram af manni. En nú eru breyttir tím- ar. Fólk er aftur farið að kunna að meta handunna hluti og þá oftast úr náttúr- legum efnum. Ef við lítum til annarra Norðurlanda sjáum við að þar er borin mikil virðing fyrir handverki og góðri hönnun. Enda hafa t.d. Finnar og Norðmenn ágætar tekjur af sinni handverksframleiðslu, hún er eftirsótt bæði innanlands og utan. Handverki þeirra er hampað jafnt og bókmenntum þeirra og listum. Þó að við Islendingar þykjum vera nýjungagjarnir og reynum helst að vera ekki eftirbátar grannþjóðanna í flestu sem máli skiptir, þá verðum við að við- urkenna að í handverksmálum heltumst við úr lestinni um nokkurt skeið. En nú er von til þess að úr rætist. Þeir sem fylgst hafa með þróun mála í handverki á íslandi undanfarin 3-4 ár hafa orðið varir við gífurlega grósku. Reyndar eru dæmi um fólk sem hefur stundað hand- verksiðnað í áraraðir þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og nýtur það nú góðs af því forskoti sem mikil reynsla og verkkunn- átta veitir því. Fólk hefur í auknum mæli sýnt áhuga á að starfa við handverksiðnað. Flestir sem framleiða handverksmuni gera það í hjáverkum, en öðrum hefur tekist að skapa sér fulla atvinnu af því. Þeir munu þó vera fáir sem geta framfleytt sér og sínum af handverksframleiðsl- unni einni saman. Nú er sjálfsagt flest handverksfólk sammála um að það verði seint efnað af handverksfram- leiðslu. Hvers vegna er það þá að vinna við þetta? Sjálfsagt kemur oft til innri hvöt til að vinna við það sem veitir á- nægju og vitneskjan um að manni tekst vel til spillir ekki. MARGSKONAR HANDVERKSFÓLK Eins og áður sagði hefur mikið verið að gerast í handverksmálum upp á síðkastið. Handverkshópar hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur um allt land. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hópum sem hafa það að meginmarkmiði að vinna úr íslensku hráefni, t.d. ull, horni, beini, tré, skinni o.s. frv. I mörgum tilfellum eru heimatökin hæg hjá þessu fólki, hráefn- ið nærtækt og oft ódýrt. Handverksfólk er breiður hópur fólks með ólíkar þarfir og mismunandi mark- mið. I þessum breiða hópi er að finna langskólagengið listafólk sem vinnur við handverk, þá gjarnan listiðnað. Á hinum vængnum er fólk sem vinnur við handverk í tómstundum og hefur e.t.v. lítið lært til verka, kannski farið á námskeið og ætlar sér ekki að selja framleiðslu sína nema þá á mörkuðum. Flestir tilheyra þó sjálfsagt þeim hópi sem vill gera alvöru úr sinni handverks- framleiðslu og hafa hana a.m.k. að hlutastarfi. Allir þessir hópar eiga sinn tilverurétt og geta, ef vel er á málum haldið, starfað hlið við hlið. Margir einstaklingar sem vilja hafa handverk að fullu starfi eða hlutastarfi vinna með handverkshópum eða sam- vinnufélögum, þar sem margir einstak- lingar deila vinnu- og söluaðstöðu. Þetta er í raun ákjósanleg leið fyrir handverksfólk, því byrjunarörðugleikar eru oft miklir og því gott að njóta stuðnings og félagsskapar annars hand- verksfólks. Innan hópanna er mögu- leiki á sveigjanleika varðandi fram- leiðslugetu hvers og eins, sumir fram- leiða mikið, aðrir minna allt eftir því hvernig stendur á hjá fólki. HÖNNUN Það er ekki öllum gefið að vera lista- góðir handverksmenn. Til þess þarf greind (það sem sumir nefna hæfileika). Góðir handverksmenn hafa líkamlega gáfu. Með henni er átt við að vera lag- hentur, eiga gott með að stunda vinnu sem krefst fínhreyfinga og mikillar vandvirkni. Handverksmaðurinn getur að auki haft sjónræna og/eða rýmisgáfu, en það gerir honum kleift að skapa eða hanna fallega muni sem gleðja augað. Þessar tvær gáfur þurfa að fara saman í einni og sömu manneskjunni til að hún geti skapað listrænt handverk án utan- aðkomandi aðstoðar. En nú vitum við að það fer ekki alltaf saman að vera laghentur og hafa list- ræna gáfu. Handverksmaðurinn getur skorið út eða saumað út frábærlega án þess að bera skynbragð á hönnunarþátt þeirra hluta sem hann framleiðir. Á sama hátt getur hönnuðurinn eða lista- maðurinn fengið góðar hugmyndir að útliti hluta og jafnvel útfærslu, án þess að hafa hæfileika eða kunnáttu til að fullvinna þær sjálfur. En það er heldur ekki nauðsynlegt. Til þess að skapa list- rænt handverk þarf oft að koma til samvinna tveggja eða fleiri einstaklinga sem allir hafa hæfileika eða gáfur hver á sínu sviði. Hönnunarþátturinn verður seint of- metinn. Það er sama hversu vel hefur tekist til með framleiðsluna, ef hönnun- inni er ábótavant þarf að staldra við. Sjálfsgagnrýni er mikilvæg fyrir hand- verksfólk ef vel á að takast. Ef mark- miðið er góð hönnun - vandað hand- verk - íslenskt handverk, þarf oft að koma til samvinna handverksfólks og hönnuða. Margar leiðir er hægt að fara í þessum efnum, t.d. fá tímabundna ráðgjöf með ákveðna vöruþróun í huga eða kaupa eða fá leyfi til að nota hönn- un annarra. 20

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.