Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 13
SéS innan í dagtreyju, Þjms. nr. 1964:63.
Ljósm. Myndastofa Þjóðminjasafns Islands.
manns af Akranesi, fædds 1897, og seg-
ist hann miða svör sín við Kjalarnes,
Borgarfjarðarsýslu og Stafholtstungur.
„Konur klæddust daglega einföldum
búningi, sem samanstóð af sléttri dag-
treyju, aðskorinni, hnepptri að framan
upp í háls. Sléttar ermar fram á úlnliði.
Efnið venjulega rósótt eða dropótt sirs,
gjarna í bláum aðallit, eða eftir því sem
fékkst í kaupstaðnum í það og það
skiptið. Pilsið samskonar og notað var
við íslenska húfubúninginn, en auðvit-
að slitið og verið í því meðan það gat
nokkurn veginn hangið saman. Efnið í
því ýmist íslenskt vaðmál, enskt vaðmál
eða dömuklæði, eftir því hvað til var og
þurfti að slíta út, en þess má þó geta að
oftast var það þokkalegt og vel haldið
við, meðan kostur var. Streng-svunta
var notuð við þetta og var hún mislit og
oftast úr tvisttaui. Prjónuð þríhyrna
höfð á herðum (hún var úr bandi) og
skýluklútur á höfði, venjulega úr ljósu,
jafnvel hvítu lérefti. Styttubönd áttu all-
ar konur, þau fengust í kaupstaðnum.
Það voru svört teygjubönd eða snúrur
álíka gild og snæri, sem notað er í
þvottasnúrur, eða jafnvel nokkru gild-
ari. A öðrum enda bandsins var ýmist
nokkuð stór kúlulaga hnappur, stund-
um var hann þó tunnulagaður, en á
hinum enda bandsins lykkja sem
hneppa átti á hnappinn. Sjálfsagt þótti
að „stytta sig“, eða með öðrum orðum
halda uppi pilsinu. Það var gert með
því að láta styttubandið um sig, svona
ofan til um mjaðmir, svo var pilsið tog-
að upp fyrir bandið þangað til sídd
þótti hæfileg, eftir því hvað við átti í
það og það skiptið. Og pilsið tolldi í
þeim skorðum, sem það var látið í, þó
verið væri að vinna í þessu svona. Sér-
staklega gerðu konur þetta þegar þær
stóðu við rakstur á blautum engjum.
Líka styttu þær sig þegar þær skruppu
bæjarleið, en þá voru þær í betra pilsi
og það mátti ekki blotna eða óhreinkast
að neðan...“
Framar í svörum sínum segir hann:
„Þá má geta þess, að jafnan voru
unnir togsokkar til að vera í þegar
blautt var, t.d. á blautum engjum með-
an ekki þekktust gúmmístígvél, því
talið var, að vatnið hripaði fyrr úr þeim
en sokkum úr þelbandi, sem voru að
vísu hlýrri í þurrviðri og á þurri jörð.
Togsokkar þessir voru venjulega annað-
hvort gráir eða mórauðir. Aldrei litaðir.
Kvensokkarnir náðu upp að hné og var
haldið uppi með sokkaböndum sem
vafin voru um fæturna fyrir neðan hné,
ýmist ofnum eða bara úr einhverju sem
fyrir hendi var.
Karlmenn notuðu líka svona sokka,
en þeir voru lægri og þurfti ekki að
halda þeim uppi með böndum“.
Ég get ekki látið vera að leyfa fleiru
úr svörum sama heimildarmanns að
fljóta hér með:
„Spurt var um hvort prjónaðir hefðu
verið framleistalausir sokkbolir handa
engjafólki. Það var gert, en ekki frekar
handa heyvinnufólki en öðrum. Þessar
flíkur hétu smokkar og voru prjónaðir
bæði handa börnum og fullorðnum.
Þeir voru hafðir á handleggjunum þeg-
ar kalt var og náðu frá úlnliðum og
rúmlega miðja vegu upp að olnboga.
Smokkar þessir voru mjög mismunandi
að gerð og lit, allt frá því að vera úr
grófu og ólituðu ullarbandi og upp í
það, að vera úr fínu svörtu þelbandi,
þeir voru notaðir við spariföt (þeir
svörtu) og voru jafnvel með íprjónuð-
um perlum (perIusmokkar)“.
Smokkarnir sem hann talar um hafa
verið algengir til skjóls og hlífðar og
stundum líka kallaðir ermastúkur eða
ermahlífar. Þeir voru kallaðir handstúk-
ur, handskjól eða handsmokkar ef þeir
voru aðeins um úlnliði.
Hjá Eysteini G. Gíslasyni í Skáleyjum
fékk ég þær upplýsingar að prjónuðu
smokkarnir sem hafðir voru utan yfir
dagtreyjum í Skáleyjum hafi náð alveg
fram á hendur og upp fyrir olnboga.
Þannig náðu þeir og þríhyrnan saman.
Slíka smokka sér maður einnig oft á er-
lendum og jafnvel innlendum mynd-
um. Eysteinn sagðist einnig muna að
stundum hafi smokkarnir verið sokkar
sem klippt hafi verið framan af.
Þríhyrnan virðist hafa verið allra
mesta þarfaþing og ómissandi hluti af
hversdagsfatnaði kvenna og þjónað sem
yfirhöfn allt árið. Vestfirðingar kölluðu
þessar hyrnur skakka. Allsendis ótrúlegt
er hvernig fólk lifði af í þessu kalda,
votviðrasama landi án þess að eiga góð-
ar utanyfirflíkur og þokkalegan skófatn-
að. Virðist ekki ofsögum sagt, að
heimatilbúni ullarnærfatnaðurinn og
margs konar sokkar, vettlingar, treflar,
sjöl og höfuðföt úr blessaðri íslensku
ullinni hafi beinlínis haldið lífinu í
fólkinu. Fólk klæddi síðan af sér kuld-
ann með því að bæta hverri flíkinni
utan yfir aðra. Flestallar þessar flíkur
voru heimatilbúnar og það gæti stund-
um verið okkur nútímafólki hollt að
leiða hugann að því hve mikla vinnu og
úthald þurfti til að vinna þessar flíkur
við vinnuaðstæður fyrri tíma.
DAGTREYJUR í
ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS
Guðrún Guðmundsdóttir, Efra-
Hreppi, Skorradal, Borgarfjarðarsýslu
gaf Þjóðminjasafninu m.a. fjórar dag-
treyjur árið 1964. Treyjurnar höfðu ver-
ið í eigu þriggja kvenna úr Borgarfirði
og notaðar fram til 1930.
Þessar dagtreyjur eru allar með álíka
yfirbragði, afar látlausar, saumaðar úr
frekar þunnum efnum, alfóðraðar, háar
í hálsinn, einhnepptar að framan, ná
rétt niður fyrir mitti, og með síðar,
framþröngar ermar. Saumaskapur á
þeim er ekki flókinn en samt eru þær
greinilega unnar með gömlum aðferð-
um, sem rekja má alveg til miðalda.
Sniðin á treyjunum eru eilítið mismun-
andi, þ.e. einkum staðsetning hliðar-
saums, gerð hálsmáls og lögun erma.
Dagtreyju með Þjms. nr. 1964:63
átti Guðrún Jónsdóttir, sem iengi var á
Húsafelli og dó háöldruð á Gilsbakka.
Treyjan er saumuð úr brúnu, smá-
13