Fréttablaðið - 13.03.2020, Side 11

Fréttablaðið - 13.03.2020, Side 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Á Íslandi greinast rúmlega 830 karlmenn með krabbamein á hverju ári og þeir verða vænt­ anlega rúmlega 1.000 árið 2030. Markmið Krabbameinsfélags­ ins er einkum að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa sjúkdóminn af og að þeir og þeirra nánustu lifi sem bestu lífi, í meðferð og að henni lokinni. Að greinast með krabbamein er öllum áfall og veik­ indaferlið tekur oft mikið á, bæði hjá þeim sem veikjast og ekki síður aðstandendum. Í Mottumars í ár er áherslan á heilsusamlegan lífsstíl, sem getur komið í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur útbúið fjölbreytt heilsutengt fræðsluefni sérstaklega fyrir karla, sem má nálg­ ast á mottumars.is og karlaklefinn. is. Þar er til dæmis nýtt gagnvirkt fræðsluefni um skimun fyrir krabba­ meinum í blöðruhálskirtli. Áskoranirnar eru margar og Krabbameinsfélagið og aðildar­ félög mæta þeim með margvís­ legum leiðum. Úr Vísindasjóði hefur frá 2017 verið úthlutað 160 milljónum til krabbameinsrann­ sókna og undirbúningur félagsins að stórri rannsókn á reynslu fólks af greiningu og meðferð er á loka­ metrunum. Miðlun fræðsluefnis og úrræða til að takast á við krabbamein er í sífelldri þróun. Nýjast er hlaðvarp félagsins sem er aðgengilegt á efnis­ veitum og krabb.is. Stuðningur þeirra sem hafa verið í sömu spor­ um er mörgum ómetanlegur og þar gegnir Stuðningsnetið stóru hlut­ verki. Ráðgjöf fagfólks býðst nú í auknum mæli víða um landið, á Akureyri, Selfossi og á Austurlandi auk Reykjavíkur. Krabbameinsfélagið byggir starf sitt alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja og þakkar þjóðinni af alhug fyrir öf lugan stuðning með sokkakaupum, nú sem endranær. Félagið hvetur fólk eindregið til að fara í sokkana, kíkja á mottu­ mars. is og dansa og syngja með Ladda og hinum frábæru lista­ mönnunum sem lögðu félaginu lið í Mottumarslagi ársins. Það bæði léttir geð og hreyfir við okkur. Upp með sokkana! Við þurfum öll að leggjast á eitt! VERÐLAUNA GAMANMYNDIR Alls 39 tilnefningar árið 2019 „Salurinn lá í hláturskasti frá upphafi til enda“ Give Me Liberty Extra Ordinary It Must Be Heaven Halla Þorvaldsdóttir framkvæmda- stjóri Krabba- meinsfélags Íslands Það mæðir mikið á mörgu góðu fólki þessa dagana. Margir hafa áhyggjur, ef ekki af sjálfum sér þá af einhverjum nákomnum, heilbrigðisstarfsfólki eða samfélaginu almennt. Óttinn sjálfur er farinn að hafa áhrif á marga. Þótt samkomur hafi ekki verið bannaðar þá hafa margar verið slegnar af og færri mæta. Utanlandsferðir hafa ekki verið bannaðar heldur en mörgum finnst eflaust ómögulegt að hugsa til þess að festast í útlöndum eða þurfa að vera í sóttkví eftir heim­ komu. Fólki er skipað í sóttkví og aðrir skipa sjálfa sig smám saman í nokkurs konar í sóttkví af ótta við ástandið. Það er alveg sama hversu æðru­ laus maður ætlar að þykjast vera. Umfjöllun um smitsjúkdóminn COVID­19 er allsráðandi. Líklega hefur enginn atburður á Íslandi haft eins mikil áhrif á sálarástand samfélagsins frá bankahruninu haustið 2008. Nú, eins og þá, er óvissan mikil, málin þróast frá degi til dags og alls konar hugmyndir, kenningar og ráðleggingar eru á sveimi um allt samfélagið. Og nú, eins og þá, er gerð tilraun til þess að halda fólki upplýstu með reglu­ legum fundum þar sem ábúðarfullt fólk fer yfir stöðuna. Óttinn og óttinn við óttann Það er meira en bara óttinn við að smitast af veirunni sem veldur áhyggjum. Það er líka hægt að hafa áhyggjur af því að aðrir smitist, áhyggjur af áhyggjunum sjálfum eða áhyggjur af því að aðrir hafi áhyggjur. Það er líka hægt að óttast að óttinn geri meiri skaða en það sem óttinn beinist að. Það má líka hafa áhyggjur af því að ekki sé nóg að gert, að of mikið sé að gert, að ekki sé gripið til nægilega harkalegra aðgerða nógu snemma, eða of harkalegra aðgerða þegar það er orðið of seint. Það er hægt að skoða ritgerðir um spænsku veikina á netinu og gerast áhugamaður um faralds­ fræði og sóttvarnir. Þar má finna alls konar dæmi um eitthvað sem tiltekin samfélög gerðu og bjargaði miklu, og svo önnur um samfélög sem gerðu það nákvæmlega sama án nokkurs árangurs eða jafnvel þannig að það ylli skaða. Það má velta fyrir sér samsæris­ kenningum um tilurð veirunnar. Það má fylgjast með viðbrögðum ólíkra landa og setja það upp á töflur í eldhúsinu í staðinn fyrir stundaskrár barnanna. Það er hægt að horfa í beinni útsendingu á útbreiðslu veirunnar á bíómynda­ legu korti á heimasíðu bandarísks háskóla, og nota svo grunnskóla­ stærðfræði til þess að reikna út alls konar hlutföll. Sumt bendir til hörmunga, annað til sæmilegrar bjartsýni—allt eftir því hvenær og hvernig er reiknað. Rétt eins og góður endurskoð­ andi getur reiknað sig niður á nánast hvaða skattgreiðslu sem er þá getur sæmilega talnaglöggur áhugamaður um faraldsfræði reiknað sig niður á nánast hvaða heimsendaspá sem er. Ákvarðanir í þokunni Það er varla hægt að hugsa sér meiri og alvarlegri ábyrgð heldur en þá sem hvílir á landlækni, sótt­ varnalækni, almannavörnum og heilbrigðisráðherra þessa dagana. Ákvarðanir þeirra snúast bæði um áhættumat og óvissu. Fátt er vitað með vissu, sumt má geta sér til um með sæmilegu öryggi en margt í útbreiðslu nýrrar veiru er háð algjörri óvissu. Þótt ómögu­ legt sé að dæma um það á þessari stundu þá finnst mér líklegt að margir deili þeirri bjargföstu trú að þessi hópur hér á Íslandi sé í allra fremsta flokki í heiminum. Þau virðast búa að öllum þeim kostum sem á reynir; þekkingu, dómgreind og—ekki síst—viðeigandi skap­ gerð. Það er sannarlega þakkarvert. Markmið ráðlegginga og aðgerða hér á Íslandi eru ekki einungis að hægja á útbreiðslu veirunnar. Sótt­ varnalæknir hefur til að mynda sagt að það skipti jafnvel meira máli hverjir fái sjúkdóminn heldur en hversu margir. Þá hefur líka komið fram að miklu skipti á hve löngum tíma sjúkdómurinn dreifir úr sér, svo heilbrigðisstofnanir geti sinnt sem flestum og sem best. Að auki má geta sér til um að ýmis önnur sjónarmið ráði nokkru; til dæmis að draga úr skaðlegum taugatitringi í sam­ félaginu, að huga að því hvort og hvernig hjarðónæmi getur orðið til meðal þjóðarinnar og grípa ekki til aðgerða sem munu reyna svo mjög á þanþol samfélags og efnahagslífs að við springum á limminu áður en tilætlaður árangur næst. Þetta eru að minnsta kosti ekki einfaldar ákvarðanir og líklega er ég ekki einn um að vera innilega þakklátur fyrir það yfirvegaða og velviljaða fólk sem er í forystu hér á landi um þessar mundir; einkum þegar við sjáum samanburðinn vestan hafs. Hvað getum við gert? Þegar fólk steypir sér ofan í sjálf­ stæðar rannsóknir á faraldsfræði COVID­19 er líklegt að margir fái alls konar hugmyndir um hvernig best sé að haga málum. Það er ofureðlilegt og mannlegt. Það er líka eðlilegt og mannlegt að vilja búa sig sem allra best sjálfur, kaupa nóg af kartöfluflögum og klósett­ pappír. Og það er líka mannlegt að vera hræddur um sjálfan sig og sína nánustu. Og nú eru að sjálfsögðu komin upp fjölmörg dæmi um ein­ staklinga sem finna sig knúna til þess að hafa uppi háværar skoðanir á stefnu stjórnvalda, og þrýsta leynt og ljóst á að þeirra skoðanir verði teknar sterklega til greina. En það er hæpið að þetta séu gagnleg innlegg. Vísindafólk og læknar þurfa auðvitað að eiga samtal sín á milli um hvaða leiðir sé rétt að fara hverju sinni, en það mikilvægasta af öllu er vitaskuld að ákvarðanir séu ekki teknar á grundvelli æsings og taugatitrings í fólki sem ekki hefur menntun, reynslu, forsendur eða skapgerð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Mikilvægasta framlag hvers og eins er því líklega einfaldlega að vera ekki með neitt óþarfa vesen. Ekki hamstra mat og handspritt umfram þarfir. Ekki óhlýðnast ráðleggingum og fyrirmælum sótt­ varnalæknis. Ekki mæta til vinnu hóstandi. Samt, ekki fara á taugum yfir smávægilegum óþægindum. Ekki dreifa orðrómi, tortryggni og taugatitringi á samfélagsmiðlum. Ekki leggja sjálfan sig í meiri smit­ hættu en þörf er á. Ekki hugsa bara um eigin óþægindi þegar hægt er að hlúa að öðrum. Höldum ró okkar, verum góð við hvert annað og ekki tapa gleðinni. Ekki vera með vesen Umfjöllun um smitsjúkdóm- inn COVID-19 er allsráð- andi. Líklega hefur enginn atburður á Íslandi haft eins mikil áhrif á sálarástand samfélagsins frá banka- hruninu haustið 2008. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.