Fréttablaðið - 13.03.2020, Síða 12
Fólk yfirgefur
félögin og á hverju
ári er enn erfiðara að fá fólk
til að sinna sjálfboðaliða-
störfum til að reka félögin.
Úr bréfinu til borgaryfirvalda
ÓLYMPÍULEIK AR Donald Trump,
forseti Bandaríkjanna, minntist á
möguleikann á að Ólympíuleik-
unum í Tókýó yrði frestað um eitt
ár þegar hann sat fyrir svörum
á blaðamannafundi í gær. Þegar
fjórir mánuðir eru í að leikarnir
hefjist í Tókýó er mikil óvissa um
hvort aflýsa þurfi leikunum vegna
útbreiðslu kórónaveirunnar. Liðin
eru 76 ár síðan aflýsa þurfti Ólymp-
íuleikunum í þriðja sinn í sögunni,
þá vegna heimsstyrjaldar.
Trump var spurður hvort honum
fyndist það rökrétt skref að aflýsa
leikunum og sagðist forsetinn von-
ast til þess að þeim yrði frestað.
„Það er raunhæfur möguleiki þó
að það sé skrýtin hugmynd að hafa
enga áhorfendur. Ég veit ekki hvort
það sé hægt en það væri góð hug-
mynd að fresta Ólympíuleikunum
um eitt ár. Það yrði synd en það er
betri hugmynd en að hafa tómar
stúkur að mínu mati.“ – kpt
Trump leggur
til að fresta ÓL
Trump er farinn að blanda sér í um-
ræðuna um ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Evrópska knattspyrnu-
sambandið, UEFA, mun funda
með aðildar félögum sínum á
þriðjudaginn þar sem ákvörðun
verður tekin um framhaldið í ljósi
útbreiðslu kórónaveirunnar í Evr-
ópu. Þar verður meðal annars rætt
um framhaldið í Meistaradeild Evr-
ópu, Evrópudeildinni og hvort Evr-
ópumótið fari fram í sumar. Stuttu
eftir að UEFA boðaði til fundarins
sagðist franska blaðið L'Équipe hafa
heimildir fyrir því að búið væri að
ákveða að fresta Evrópumótinu um
eitt ár og að útsláttarkeppnin í Evr-
ópukeppnunum yrði með minna
sniði en áður.
Útbreiðsla kórónaveirunnar gerði
það að verkum að ítölsk stjórnvöld
bönnuðu alla íþróttaviðburði í
þrjár vikur á dögunum. Spænsk
knattspyrnuyfirvöld og hollensk
knattspyrnuyfirvöld gripu til sömu
úrræða í gær, degi eftir að NBA-
deildin var sett í hlé.
Í gær bárust fréttir af því að Real
Madrid væri komið í sóttkví, degi
eftir að Daniel Rugani, leikmaður
Juventus, greindist með veiruna og
er því ljóst að hvorki Real Madrid né
Juventus eru að fara að spila í sextán
liða úrslitum Meistaradeildarinnar
í næstu viku.
Þegar blaðið fór í prentun voru
enn áform um að leikir í ensku
úrvalsdeildinni færu fram um helg-
ina en þrír leikmenn Leicester voru
með einkenni veirunnar og virðist
því aðeins tímaspursmál hvenær
deildin verður stöðvuð. – kpt
Krísufundur hjá
UEFA eftir helgi
Forseti UEFA þarf að taka stóra
ákvörðun. MYND/GETTY
ÍSHOKKÍ „Alþjóðaíshokkísamband-
ið er með stjórnarfund eftir helgi
þar sem tekin verður ákvörðun um
framhaldið. Við erum með allt til-
búið en ég viðurkenni að ég er ekki
bjartsýnn á að þetta fari fram,“ sagði
Konráð Gylfason, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, aðspurður hvort búið væri
að fresta riðli Íslands á HM sem á að
fara fram í næsta mánuði í Skauta-
höllinni í Laugardal.
Ísland leikur í B-riðli annarrar
deildar og var von á landsliðum
frá Belgíu, Nýja-Sjálandi, Georgíu,
Mexíkó og Búlgaríu til Íslands í
apríl. Búið er að fresta keppninni í
4. deildinni.
„Ég hef enn þá leyfi til að halda
mótið. Það er búið að skipuleggja
ferðamáta fyrir öll lið og taka frá
hótel og það er mikil vinna að baki
við að skipuleggja þetta mót. Lík-
legast verður þessu frestað um eitt
ár og mótið fer fram hér á landi á
næsta ári frekar en að það fari fram
síðar á árinu.“
Ferðabann bandarískra stjórn-
valda gæti hafa gert útslagið.
„Bæði þau frá Mexíkó og Nýja-
Sjálandi áttu að koma í gegnum
Bandaríkin ásamt einum af leik-
mönnum okkar, Robbie Sigurðs-
son. Það er óvíst hvort það gangi
eftir. Markvörður okkar býr í Dan-
mörku og það er óvíst hvort hann
kemst. Svo er búið að aflýsa öllum
íþróttaviðburðum í Búlgaríu sem
er með okkur í riðli og ég efast um
að þeir myndu fá að koma hingað,“
sagði Konráð og tók undir að útlitið
væri svart.
„Ég tel nánast víst að þessu móti
verði frestað. Það er allt sem bendir
til þess.“ – kpt
Bendir allt til þess að mótinu verði frestað
Frá æfingu landsliðsins í Skautahöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
KEILA Á síðasta ári fór ÍTR-styrkur
upp á 32 milljónir í Keiluhöllina í
Egilshöll. Upphæðin er trúlega litlu
minni á þessu ári. Keilusambandi
Íslands finnst gáfulegra að eyða
þessum peningum í aðstöðu sem er
á forsendum íþróttarinnar og tekjur
renni þangað en ekki til einkaaðila.
Keilusamband Íslands hefur sent
Reykjavíkurborg bréf til að þrýsta á
borgina um að fá betri aðstöðu þar
sem þetta kemur fram. Allir aðilar,
sem stunda og keppa í keilu, skrifa
undir bréfið. Óska aðilarnir, sem
eru keiludeildir KR, ÍR og Aspar
sem og Keilufélag Reykjavíkur og
Keilusamband Íslands, eftir að
koma upp aðstöðu í fyrirhugaðri
uppbyggingu á ÍR-svæðinu. Er aðal-
stjórn ÍR fylgjandi þeirri hugmynd.
Segir í bréfinu að þátttakendum í
félögunum fari fækkandi þar sem
komin sé afskaplega mikil þreyta
í þá sem stunda íþróttina vegna
aðstöðuleysis. „Fólk yfirgefur félög-
in og á hverju ári er enn erfiðara að
fá fólk til að sinna sjálf boðaliða-
störfum til að reka félögin,“ stendur
í bréfinu
Benda bréfritarar á að íþróttinni
sé útvegaður takmarkaður tími
í einkahúsi. Í eigin aðstöðu geta
félögin sótt á og náð í iðkendur sem
hefur ekki verið hugað að eins og
eldri borgara, skóla og f leiri innan
raða Asparinnar svo dæmi séu
tekin.
Í núverandi aðstöðu er ekki hægt
að búa til afreksfólk og benda bréf-
ritarar á þá staðreynd að Arnar
Davíð Jónsson flutti af landi brott
sökum aðstöðuleysis en hann varð
fimmti í kjöri íþróttamanns ársins
eftir stórkostlegt ár í fyrra þar sem
hann vann Evrópumótaröð keil-
unnar meðal annars.
Jóhann Ágúst Jóhannsson, for-
maður Keilusambands Íslands,
segir að staðan sé sú að aðeins séu
til tveir keilusalir á Íslandi. Annar í
Egilshöll og hinn á Akranesi. Þegar
mest var, voru brautir líka í Öskju-
hlíð og á Akureyri. „Þetta er engin
gagnrýni á reksturinn í Egilshöll
– við viljum hafa salinn þar alltaf
fullan því þetta er svo skemmtileg
íþrótt, en það segir sig sjálft að
þegar afreksíþróttamenn þurfa
að deila tíma með almenningi þá
verður erfitt að bæta sig. Í keilu þarf
að laga hin ýmsu smáatriði og það
gengur erfiðlega ef það er bara hægt
að kasta á 10 mínútna fresti.“
Jóhann bendir á til einföldunar
að fótboltinn ætti ekki sinn Gylfa
Sig, sinn Jóhann Berg og f leiri
góða ef þeir hefðu bara fengið að
æfa á hálfum velli – því það væri
bumbubolti á hinum helmingnum.
„Það verður enginn góður í golfi
með því að spila alltaf áttundu
braut í GKG. Sama er með keil-
una. Enginn salur er eins og engar
brautir í sama salnum eru eins. Það
er mikil tækni á bak við hvert skot.“
Hann segir að tilgangurinn með
bréfinu sé að hugsa fram í tímann.
Það sé hægt að setja upp sal á ÍR-
svæðinu og sjá íþróttina vaxa og
dafna án þess að setja peninginn í
vitlausa átt. „Okkur vantar okkar
rými og okkar stað.“
benediktboas@frettabladid.is
Keilarar vilja upp í Breiðholt
Þeir sem æfa og keppa í keilu vilja losna úr Egilshöllinni og komast í fyrirhugaða aðstöðu ÍR. ÍTR greiddi
eigendum Egilshallar 32 milljónir í styrk á síðasta ári. Sá besti þurfti að flytja út vegna aðstöðuleysis.
Arnar D. Jónsson, besti keilumaður landsins, þurfti að flytja af landi brott vegna aðstöðuleysis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN