Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 20

Fréttablaðið - 13.03.2020, Page 20
Hér erum við með íslenskt lífrænt bygg frá Vallanesi og það sem er nokkuð merkilegt við íslenska byggið er að það þarf einungis 6,8% af byggi til þess að ná þessu öfluga bragði en í Evrópu er allt að 12 til 17% bygg í drykkjunum. Karen Jónsdóttir, eigandi, framleiðandi og nýsköp-unaraðili hjá Kaja Organic, segir að byggmjólkin sé fyrsta íslenska jurtamjólkin sem fer á markað. „Þegar ég segi íslensk þá erum við að tala um íslenskt bygg en sú jurtamjólk sem var gerð tilraun með að framleiða var úr erlendum höfrum blönduð íslensku vatni. Hér erum við með íslenskt lífrænt bygg frá Vallanesi og það sem er nokkuð merkilegt við íslenska byggið er að það þarf einungis 6,8% af byggi til þess að ná þessu öfluga bragði en í Evrópu er með allt að 12 til 17% bygg í drykkjunum,“ útskýrir hún. Karen fékk Öndvegisstyrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir tveimur árum til að vinna að þessu verkefni. „Ég hef unnið við þetta samhliða rekstri á fyrir- tækinu mínu á Akranesi. Loksins get ég sagt að ég hafi náð að klára verkefnið og útkoman er þessi eðaldrykkur sem byggmjólkin er,“ segir hún. „Byggmjólkin verður seld í takmörkuðu upplagi til að byrja með því næsta skref er að auka framleiðslugetuna með hentugri vélbúnaði. Byggið er einstaklega hollt enda inniheldur það mikið af beta-glukana sem lækkar kólest- eról, gott fyrir stress og styrkir ónæmiskerfið að því ógleymdu að byggið myndar gel sem fóðrar og mýkir magann og nærir slímhúð ristilsins. Næstu skref eru svo byggmjólkurdrykkir og fleiri afurðir svo sem jurtajógúrt.“ Kaja organic ehf. er í eigu Kar- enar Jónsdóttur og var stofnað í mars 2013. Slagorð fyrirtækisins Kaja organic ehf. er „lífrænt fyrir alla“ er þá m.a. verið að vísa í verð- stefnu fyrirtækisins og þá hugsjón að heimurinn verði lífrænn eins og hann var í upphafi síðustu aldar. Nánari upplýsingar á heimasíð- unni kajaorganic.com eða í síma 431 1622/ 840 1661. Varan fæst í Hagkaup (Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Skeifunni), Melabúðinni og Matarbúri Kaju á Akranesi. Íslensk byggmjólk á markað Fyrirtækið Kaja organic ehf. sem er starfrækt á Akranesi hefur hafið framleiðslu á íslenskri bygg- mjólk. Varan er unnin úr lífrænu byggi frá Vallanesi en verkefnið hefur verið í þróun í tvö ár. Nýja byggmjólkin frá Kaja Organic verður seld í takmörkuðu upplagi til að byrja með. Einstaklega holl vara. Það er vissulega ákjósanlegra að grænmeti og ávextir séu lífræn en þó er misjafnt hversu mikilvægt það er milli ólíkra tegunda. Lífræn ræktun á grænmeti og ávöxtum felur meðal annars í sér minna magn skordýra- eiturs sem gjarnan er notað í hefðbundinni framleiðslu. Þá eru aðrir eiginleikar á borð við tegund og þykkt hýðis sem gera það að verkum að talið er betra að gæta þess að vissar afurðir séu lífrænar. Það versta og það besta Á hverju ári birta umhverfis- samtökin EWG, eða Envi- ronmental Working Group, lista yfir það grænmeti og ávexti sem mælst hafa með mest magn skor- dýraeiturs en listinn gengur undir heitinu „The Dirty Dozen“. Vörurnar eru keyptar í matvöruverslunum og þvegnar áður en þær eru mældar. Þá birta samtökin einnig lista yfir þær vörur sem taldar eru hvað „hreinastar“ þrátt fyrir að vera ekki endilega lífrænt vottaðar. Efst á listanum yfir þær vörur sem mælast með mestu magni skordýraeiturs í ár eru, líkt og áður, jarðarber. Í rannsókn EWG kom fram að mælst hefðu ein eða fleiri tegundir skordýraeiturs í yfir 90% jarðarberja. Næst á listanum var spínat en þar mældist mesta magn eitur- efna miðað við þyngd. Þá fannst umtalsvert magn permetr- íns í mörgum sýnum en það er þekkt tauga- eitur. Þriðja sætið vermir grænkál og á eftir fylgja nektarínur, epli, vínber, ferskjur, kirsuber, perur, tóm- atar, sellerí og að lokum kartöflur. Í fyrstu þremur sætum á list- anum yfir þær vörur sem mældust með minnst magn skordýraeiturs eru laukur, lárperur og maískorn en í þeim mældist lítið magn skor- dýraeiturs. Næst kemur ananas, sperglar, grænar ertur, kíví, kál, eggaldin, papaya, vatnsmelóna, spergilkál, blómkál, kantalópur og að lokum sveppir. Samtökin ráðleggja upplýstum neytendum að fylgjast með þessum listum og hafa til hlið- sjónar við matarinn- kaup. Afurðir sem betra er að séu lífrænar Jarðarber hafa lengi verið í fyrsta sæti yfir þær afurðir innihalda mest magn skordýra- eiturs. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Spínat er í öðru sæti á listanum yfir afurðir sem mælast með mest magn skordýraeiturs. Laukurinn marglaga er í fyrsta sæti á lista yfir þær vörur sem mælast með minnstu magni skordýraeiturs. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RLÍFRÆN VOTTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.