Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 21
Biobú var stofnað af Krist-jáni Oddssyni og Dóru Ruf á Neðri-Hálsi í Kjós. Biobú fær mjólk frá tveimur bæjum, Neðri- Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur- Landeyjum. „Skortur á lífrænni mjólk hefur verið viðvarandi síðustu ár og hefur Biobú ekki getað þróað nýjar vörur til að setja á markað, það stendur til bóta og unnið er að undirbúningi að því að stórauka framleiðslugetuna því fyrirséð er að mjólkurmagnið aukist til muna á næstu misserum með tilkomu nýs framleiðanda,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Biobú. Hann segir að það séu þrjár góðar ástæður fyrir fólk til að velja lífræna vöru. 1 Af heilbrigðisástæðum Með því að velja vottuð lífræn matvæli forðast fólk sjálfkrafa mörg hættuleg aukefni í mat- vælum, eins og gervisætuefni (aspartam, súkralósa) og gervi matvælafitur, rotvarnarefni og fleira sem er bannað að nota í lífrænni matvinnslu. Öll aukefni notuð í matvinnslu verða að vera af lífrænum uppruna. Allt sem er genabreytt er einnig bannað. 2 Af umhverfisástæðum Lífrænn landbúnaður bindur meira en hann losar af gróður- húsalofttegundum. Í lífrænni framleiðslu er bannað að nota Lífrænar mjólkurvörur frá Biobú Biobú er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki, mjólkurbú, sem framleiðir og selur lífrænar, bragðgóðar mjólkurvörur. Fyrstu vörur Biobú komu á markað í júní 2003 og fagna því 17 ára afmæli. Biobú býður upp á lífrænar mjólkurvörur en úrvalið mun aukast á næstu mánuðum. auðleystan tilbúinn áburð og kemísk varnarefni gegn skordýr- um og illgresi. Kemískur áburður er ábyrgur fyrir losun á stórum hluta gróðurhúsalofttegunda (GHL) vegna landbúnaðar. Við lífræna ræktun snýst dæmið við. Við bindum gróðurhúsaloftteg- undir í jarðvegi (allt að 3,5 tonn á hektara á ári) sem tekið er úr andrúmsloftinu og hjálpum þannig til við að vernda jörðina frá of mikilli hlýnun. Við lífræna ræktun verður engin mengun í jarðvegi vegna kemískra efna auk þess sem útskolun á nær- ingarefnum er haldið í lágmarki. Lífræn ræktun byggist á því að viðhalda lokaðri hringrás nær- ingarefna, þar sem notuð eru öll þau lífrænu næringarefni sem til falla á búinu sjálfu. 3 Af mannúðarástæðum Í lífrænum búskap er dýrum ætlaður betri aðbúnaður en al- mennar reglur segja til um. Það er gert til að dýrin geti hreyft sig meira og betur notið eðlislægr- ar hegðunar. Betri aðbúnaður og lífrænt ræktað fóður þar sem ekki er fóðrað með tilliti til há- marksafurða, er okkar leið til að skapa heilbrigðan bústofn, þar sem lyfjanotkun er að mestu óþörf. Nánari upplýsingar um vörur Biobú má finna á www.biobu.is Frá upphafi hefur starf-semi Sólheima einkennst af mikilvægu frumkvöðlastarfi. „Sólheimar í Grímsnesi voru fyrsti staðurinn á Norðurlöndum til að hefja lífeflda ræktun, sem þá hét (orðatiltækið lífrænt varð ekki til fyrr en seinna), árið 1930 og eru því brautryðjendur í lífrænni ræktun hér á landi,“ skýrir Jónas Hallgrímsson, sölu- og markaðs- stjóri, frá. Mikið úrval lífrænna vara Starfsemin er afar fjölbreytt. „Það sem er lífrænt Tún vottað hjá okkur er Garðyrkjustöðin Sunna og þar undir er meðal annars Skóg- ræktarstöðin Ölur. Svo erum við með lífrænt vottaða kaffibrennslu, jurtastofu sem framleiðir líf- rænar sápur, baðsölt og krem og að lokum erum við með lífrænt vottað hænsnabú þar sem við fáum lífræn egg, sem við notum að mestu í okkar mötuneyti en seljum einnig í búðinni okkar á Sólheimum,“ segir Jónas. „Í hugum margra eru Sólheimar heimili fyrir fólk með fötlun, sem það vissulega er, og svo man fólk eftir lífrænum tómötum, en Sólheimar eru svo miklu meira en það, eins og sjá má á umfangi framleiðslu og vöruúr- vali.“ Aukin dreifing gerir það verkum að nú gefst fólki frekari kostur á að nálgast lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum í sínu nærum- hverfi. „Garðyrkjustöðin Sunna er stærsta lífrænt Tún vottaða gróðurhús landsins. Við erum ekki með heilsárslýsingu þannig að uppskerutímabilið hjá okkur er frá apríl til nóvember. Bónus kaupir alla framleiðsluna af okkur og selur í sínum verslunum. Það sam- starf hófst síðastliðið vor og verður því framhaldið í sumar. Í vor munum við einnig byrja að nota nýjar endurvinnanlegar umbúðir. Litlu Sólheimatómatarnir eru vinsælasta varan okkar, en einnig erum við með hefðbundna tómata, agúrku, papriku og einstaklega glæsileg eggaldin, svo dæmi sé tekið,“ segir Jónas. „Svo erum við með Skógræktina Ölur, sem einnig er lífrænt vottuð sem hluti af garðyrkjustöðinni. Eitt stærsta verkefnið þar um þessar mundir er ræktun á öspum fyrir Skógræktina og svo eru líka ræktuð þar jarðarber. Einnig erum við með Kolefnisjöfnun Sólheima þar sem einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á að kolefnisjafna í Sólheimaskógi, sem er lífrænt vottaður.“ Kröftug kaffibrennsla Þá er mikill metnaður í kaffi- brennslu Sólheima. „Við erum einnig með lífrænt vottaða kaffi- brennslu. Flytjum inn óristaðar lífrænar kaffibaunir og ristum eftir ákveðnum aðferðum sem við höfum þróað og gerum okkar eigin Sólheimablöndu úr þremur mis- munandi tegundum af kaffibaun- um sem koma frá frá Eþíópíu, El Salvador og Hondúras. Við notum einungis lífrænt vottað og „fair trade“ hráefni,“ upplýsir Jónas. „Við seljum bæði til einstaklinga og fyrirtækja, erum með kaffið í 250 gr og 1 kg endurvinnanlegum umbúðum, bæði baunir og malað. Svo seljum við líka eftir vigt til stærri notanda. Við notum kaffið að sjálfsögðu á kaffihúsinu okkar, Grænu könnunni. Okkur finnst frábært að geta boðið gestum okkar upp á hágæða lífrænt kaffi og þó ég sé nú ekki hlutlaus þá get ég staðfest að kaffið okkar er mjög gott.“ Undanfarna mánuði hefur aukinn kraftur færst í kaffi- brennsluna. „Við byrjuðum með kaffibrennsluna fyrir um fimm árum, með kaffibrennsluofn sem afkastaði ekki miklu og var ekki mjög tæknilega fullkomin, en í nóvember síðastliðnum tókum við í notkun öflugan ofn sem er bæði mjög tæknilega fullkominn og afkastar miklu. Stöðugleiki skiptir öllu máli í kaffibrennslu og það er eitt af því sem nýi ofninn gefur okkur.“ Snyrtivörur og veisluhöld Það eru ekki aðeins lífrænt vottuð matvæli sem framleidd eru á Sólheimum. „Svo erum við með Jurtastofu sem framleiðir nokkrar tegundir af lífrænt vottaðri sápu (bæði fljótandi og sápustykki), baðsölt, krem, varasalva og jurta- nudd. Af f ljótandi sápunum eru Sítrónugras og Lofnarblóm líklega vinsælastar. Við seljum mest í 250 ml umbúðum til einstaklinga og seljum einnig í eins lítra brúsum sem er hugsað til áfyll- ingar. Svo seljum við sápuna í 20 lítra umbúðum til stærri notenda til dæmis til veitingastaða og gisti- heimila, auk þess sem við notum sápurnar að sjálfsögðu á okkar eigin gistiheimili,“ segir Jónas. „Að lokum erum við með lífrænt vottað hænsnabú, sem gefur okkur lífræn egg sem við notum bæði til eigin nota og seljum í versluninni okkar á Sólheimum.“ Það er nóg fram undan hjá Sól- heimum á næstu mánuðum. „Í til- efni stórafmælis Sólheima verður svo efnt til veglegrar afmælishá- tíðar og menningarveislu í allt sumar. Það verða tónleikar alla laugardaga yfir sumarið auk þess sem fjórar sýningar verða settar upp. Þá er unnið að opnun nýrrar heimasíðu með vefverslun sem gerir fólki enn frekar kleift að kaupa lífrænt vottaðar Sólheima- vörur.“ Sólheimar – 90 ár í lífrænni ræktun Sólheimar, sem fagna 90 ára afmæli í ár, eru elsta starfandi sjálfbæra samfélagið í heiminum og hafa alla tíð lagt áherslu á lífræna ræktun og framleiðslu. Úrval afurða hefur aldrei verið meira. Í Sólheimum í Grímsnesi er framleitt mikið úrval lífrænt vottaðra afurða. Jónas Hallgrímsson, sölu- og markaðsstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 3 . M A R S 2 0 2 0 LÍFRÆN VOTTUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.