Fréttablaðið - 13.03.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 13.03.2020, Síða 24
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Listinn af þeim aukefnum sem bæta má út í lífrænt ræktuð vín er þó mun styttri en listi leyfilegra aukefna í vínum sem ekki hafa lífræna vottun. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RLÍFRÆN VOTTUN NESBÚ EGG Lífrænu eggin okkar eru með vottun frá TÚN www.nesbu.is Margir gætu haldið að nátt-úrulegt vín og lífrænt vín sé einn og sami hluturinn en svo er ekki. Það er samt ýmis- legt sameiginlegt með þessum vínum. Sérstaklega hvað varðar sjálf bærni og umhverfisvæna framleiðslu. En það er þó margt sem aðgreinir þau. Lífrænt vín hefur verið skilgreint samkvæmt lögum þó ekki séu öll lönd sammála um nákvæmar skilgreiningar. Evrópusambandið og Bandaríkin eru til dæmis ekki sammála um hvort leyfilegt sé að bæta súlfötum í lífræn vín. Það eru aftur á móti ekki til neinar laga- skilgreiningar á náttúrulegu víni enn sem komið er. Náttúruleg vín eru framleidd án þess að nokkru sé bætt við þau og ekkert er heldur fjarlægt úr vökvanum í framleiðsluferlinu. Náttúruleg vín innihalda því engin aukefni og inngrip við fram- leiðsluna eru í lágmarki. Í grunninn eru náttúruleg vín gerjaður vínberjasafi án nokkurra aukefna. Þrátt fyrir skort á laga- bókstaf um náttúruleg vín segir Náttúruleg eða lífræn vín Öll náttúruleg vín eru lífræn en ekki eru öll lífræn vín náttúruleg. Munurinn liggur aðallega í nátt- úrulegum aukefnum sem bæta má út í lífræn vín í framleiðsluferlinu. Þetta er því ekki það sama. Lífræn og náttúruleg vín eru gerð úr lífrænt ræktuðum þrúgum. MYND/GETTY Almennt er engum auk­ efnum bætt út í náttúruleg vín í framleiðslu­ ferlinu. Isabelle Legeron, stofnandi RAW vínkaupstefnunnar, að almennt séu þeir sem aðhyllast náttúruleg vín sammála um hvað sé ásættan- legt og hvað ekki til að vín teljist náttúrulegt. Lífræn vín geta innihaldið náttúruleg aukefni Almennt er talið skilyrði að vín- berin sem notuð eru til að búa til náttúrulegt vín séu lífrænt ræktuð. Við ræktun vínberjanna er ekki notaður tilbúinn áburður, skor- dýraeitur eða önnur eiturefni til að vernda vínviðinn fyrir sníkju- dýrum. Legeron segir að lífræn ræktun vínþrúgunnar sé helsta ástæða þess að öll náttúruleg vín eru lífræn. Þrátt fyrir það eru alls ekki öll lífræn vín náttúruleg. Legeron segir að aðskilnaður náttúrulegra og lífrænna vína hefjist í vínkjallaranum. Reglur um meðhöndlun lífrænna vína í vínkjöllurum leyfa notkun á aukefnum eins og til dæmis geri og sykri. Einnig leyfa margar stofn- anir sem votta lífræna vínfram- leiðslu aukefni eins sítrussýru, tannín, eikarspæni, ýmiss konar súlföt og fleiri náttúruleg aukefni. Slík efni eru ekki leyfileg í náttúru- legum vínum. Listinn af þeim aukefnum sem bæta má út í lífrænt ræktuð vín er þó mun styttri en listi leyfilegra aukefna í víni sem ekki hefur líf- ræna vottun. Náttúruleg vín að sögn Legeron eiga strangt til tekið ekki að inni- halda nein súlföt en sumir eru þó á þeirri skoðun að þau séu í lagi í mjög litlu magni, en þó í mun minna magni en leyfilegt er í líf- rænum vínum samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Á RAW vínkaupstefnunni sem Legeron er í forsvari fyrir er gerður greinarmunur á náttúrulegum vínum og lífrænum og vistvænum vínum sem framleidd eru með lágmarksinngripi. En báðir f lokkar eru leyfilegir á kaupstefnunni enda segir Legeron að þessi vín séu mun náttúrulegri en ólífræn vín.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.