Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 2
„Fólk er mikið að velta fyrir sér skipulagningu útfara,“ segir Pétur. En útfarir verða að fara fram þrátt fyrir 20 manna samkomubann, ólíkt fermingum, giftingum og skírnum sem f lestum hefur verið slegið á frest. Við útfarir geta því aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir en Pétur segir að fólk sé að nýta sér netstreymi fyrir aðra. „Ég var staddur í Víðistaðakirkju í dag, þar sem var verið að jarða ungan mann, og við vorum að reyna að útfæra kistulagningu til að allra nánustu aðstandendur kæmust. Þetta er raunveruleiki kirkjunnar alla daga.“ Vitjanir eru stór hluti af sálgæslu­ hlutverki kirkjunnar en reynt er að halda samneyti þessa dagana. Er fólki bent á Netkirkjuna, þar sem sé prestur á vakt og hægt sé að fá faglega sálgæslu. „Fyrsta skrefið er samtal í gegn­ um tölvuna og ef þörf er á í gegnum síma. Ef ástandið er mjög alvarlegt vitjum við fólks en viljum halda því í lágmarki,“ segir Pétur. „Það eru margir óttaslegnir og óviss­ ir núna. Kirkjan kjarnar sig, ef svo má segja, í krefjandi aðstæðum, og sannar tilveru sína og hlutverk.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Við vorum að reyna að útfæra kistu- lagningu til að allra nánustu aðstandendur kæmust. Pétur Markan samskiptastjóri Biskupsstofu Veður Suðlæg átt, 3-10 m/s og él S- og V-lands, en þurrt að kalla N- og A- lands. Hægt vaxandi SV-átt S-lands síðdegis. SV 8-15 og éljagangur í kvöld og á morgun, en þurrt að mestu A-lands. SJÁ SÍÐU 18 Háannatími í heimsfaraldri COVID-19 Þjóðkirkjan reynir eftir bestu getu að halda úti sálgæslu og helgihaldi í samkomubanni, en vitaskuld með breyttu sniði. Helgi­ stundum er nú streymt í gegnum netið og f lestum athöfnum hefur verið frestað. Sameiginlegt verkefni kirkj­ unnar er streymi á Vísi klukkan 17 á sunnudögum, sem skipt er á milli kirkna og kallast heimahelgi­ stund. Í Laugarneskirkju síðasta sunnudag, Lindakirkju næsta og Vídalínskirkju þar á eftir. Þá hafa einstaka kirkjur tekið upp á því að streyma til dæmis ritningarlestrum og bænastundum. Frá síðasta sunnudegi var ákveð­ ið að hringja kirkjuklukkunum í hverju hádegi. Í kjölfarið er sam­ eiginleg bænastund í öllum kirkjum og beðið fyrir landi og þjóð. Pétur Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, segir að vel sé tekið í þetta starf og sýni vel að þjóðin hafi þörf á að „kjarna sig“ andlega á tímum sem þessum. Aðspurður hvort innileikinn haldi sér segir hann það vissulega hafa verið áskorun. „Maður er manns gaman og inni­ leikinn kemur þegar við erum í nánd við hvert annað,“ segir hann. „Við þurfum því að búa þetta til og það hefur tekist vel. En við vitum að við erum í tímabundnu ástandi.“ Kirkjur landsins sinna miklu eldriborgarastarfi dags daglega en vegna samkomubanns liggur það niðri. Samkvæmt Pétri setur þetta mikið skarð í félagslíf hóps, sem þar að auki er í mestri áhættu og margir eldri borgarar bangnir um sig og sína. Síminn stoppar ekki þessa dagana, hvorki hjá einstaka prestum né Biskupsstofu. Símar stoppa ekki hjá biskupi og prestunum Í ljósi samkomubanns hefur þjóðkirkjan endurskipulagt allt sitt starf. Helgi- stundum er streymt, sálgæsla veitt á neti og símleiðis og flestum athöfnum frestað. Útfarir fara fram en með miklum skorðum vegna COVID-19. Heimahelgistund var í Laugarneskirkju á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA COVID-19 Í gær höfðu 737 manns greinst með COVID­19 á Íslandi. Fjölgaði þeim um 89 í gær. Þá eru um níu þúsund manns í sóttkví en rúmlega tvö þúsund hafa lokið sóttkví. Fimmtán liggja nú á Landspítal­ anum, tveir af þeim á gjörgæslu­ deildinni og einn í öndunarvél. Á meðan COVID­19 faraldurinn gengur yfir munu rúmlega 1.500 manns á Íslandi greinast með COVID­19, en talan gæti náð nær 2.300 samkvæmt svartsýnustu spá. Þetta kemur fram í grein sem hópur vísindamanna á vegum Háskóla Íslands, Embættis land­ læknis og Landspítalans birta ásamt spálíkani um COVID­19 í Fréttablaðinu í dag. Alþjóðlegur samanburður á skimunartíðni á COVID­19 (það er fjölda greiningar­ prófa miðað við höfðatölu) sýnir að greiningin er hæst á Íslandi og Fær­ eyjum. – khg / sjá síðu 14 Bjartsýnni spá um útbreiðslu COVID-19 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu­ og sveitarstjórnarráð­ herra, sagði í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöld að til greina komi að taka neysluverðsvísitöluna úr sambandi. Ráðherrann sagði vísitöluna ómarktækt mælitæki því eftirspurn í mörgum neysluflokkum sé hverf­ andi eða jafnvel engin. Þar fyrir utan friðaði slíkt heimilin í landinu sem óttist verðbólguskot. „Kannski 30 til 35 prósent af reiknuðum stærðum í vísitölunni eru farnar og það er ekki hægt að nota þá vísitölu sem verið hefur,“ sagði Sigurður Ingi sem kvað Hag­ stofuna og hagstofur nágranna­ landa hafa verið í samtali um þetta. „Kannski væri gáfulegast að við segðum, alveg eins og við erum að reyna að fresta launum og breyting­ um og öllu; Erum við ekki bara með fasta vísitölu í einhvern x mánuð og við ætlum bara að reyna að komast yfir þessa gjá.“ Sigurður Ingi ítrekaði að þjóð­ félagið hafi líklega aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við efnahagsáföll af stærðargráðunni sem nú blasi við. Aldrei hafi hag­ stjórnin haft jafn mörg tól og þá séu auðlindir landsins þess eðlis að viðspyrnan geti orðið kröftugri hér en víða annars staðar. Kvaðst ráðherra þó óttast að jafn útf lutningsdrifið hagkerfi, eins og Ísland sé, bíði skaða af harðari landamærapólitík, sem ef laust verði að veruleika í ljósi viðbragða um allan heim. – bb Sigurður Ingi vill taka vísitölu úr sambandi Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð- herra samgöngu- og sveitar- stjórnarmála. Á háannatíma líta gatnamótin við Kringlumýrarbraut og Miklubraut oftast öðruvísi út. Bílastraumurinn liðast hægt en þó ekki örugglega því þetta eru slysahæstu gatnamót landsins samkvæmt Samgöngustofu. Er ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við um hálf fimm leytið í gær leit umferðin út eins og lítill bílalækur í samanburði við strauminn sem þar annars f lýtur um þegar kórónaveirur eru ekki á stjái. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.