Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 6
440
þúsund staðfest
tilfelli af COVID-19.
BANDARÍKIN Hvíta húsið og öld-
ungadeild Bandaríkjaþings hafa
samið um að verja tveimur billjón-
um dala til að örva efnahagslífið og
fjármagna aðgerðir til að bregðast
við COVID-19 faraldrinum.
Mitch McConnell , leiðtog i
Repúblikana í öldungadeildinni,
sagði þetta fjárfestingu á pari við
það sem tíðkist á stríðstímum. Í
íslenskum krónum er þetta um 280
þúsund milljarðar.
Verja á 250 milljörðum dala í
greiðslur til einstaklinga og heim-
ila. 250 milljarðar fara í atvinnu-
leysisbætur, 350 milljarðar í lán til
minni fyrirtækja og 500 milljarðar
til stærri fyrirtækja. Þá renna 130
milljarðar til sjúkrahúsa og 150
milljarðar til sveitarstjórna.
Demókratar sögðu eftirlit með
því hvernig peningum yrði ráðstaf-
að skorta og samþykkti Hvíta húsið
að skipa nefnd og eftirlitsmann.
Donald Trump Bandaríkjafor-
seti hefur tilkynnt að hann hygg-
ist aflétta samkomubanni í landinu
um páskana. – ab
Sömdu um
innspýtingu
Innivera á Spáni
Tala látinna á Spáni vegna COVID-19 er nú orðin hærri en í Kína. Í gær höfðu 3.434 þar í landi látið lífið. Alls hafa þar nú greinst tæplega 50 þúsund
tilfelli. Þessar ungu systur í Santander hafa verið inni í ellefu daga samf leytt. Í gær fylgdust þær með f lutningaskipi koma til hafnar. MYND/EPA
Mitch McConnell, leiðtogi Repúbl-
ikana í öldungadeild þingsins.
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
ERLENT Staðfest tilfelli COVID-19
eru nú tæplega 440 þúsund á heims-
vísu samkvæmt vef Johns Hopkins-
háskólans. Þá hafa 19.675 manns
látið lífið. 111 þúsund manns hafa
náð sér að fullu. Stórum hluta jarð-
arbúa er nú gert að halda sig heima.
Útgöngubann tók gildi á Ind-
landi á miðnætti í gær, eiga nú 1,3
milljarðar þar í landi að halda sig
heima. Fjaðrafok varð í landinu eftir
ávarp Narendra Modi forsætisráð-
herra þar sem íbúar kepptust við
hamstra nauðsynjar. Hefur lögregla
þar verið sökuð um að beita ofbeldi,
því hafna yfirvöld.
Helstu áhyggjur snúa að óform-
legum efnahag landsins og hvernig
fólk sem lifir dag frá degi muni reiða
af. Rétt rúmlega 600 manns hafa
greinst með COVID-19 á Indlandi,
hins vegar hafa fáir verið prófaðir.
Þá er aðeins hálft gjörgæslurými á
hverja þúsund íbúa.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
ávarpaði þjóð sína í gær og bað alla
um að halda sig heima næstu vik-
una. Tryggt verði að allir fái greidd
laun. Hátt í 700 tilfelli hafa verið
staðfest í landinu, sagði Pútín, og að
ómögulegt væri að koma í veg fyrir
útbreiðslu.
Ástandið er hvað verst á Ítalíu.
Þar hefur smitum aftur fjölgað, eru
þau nú hátt í 70 þúsund. Alls hafa
6.820 manns látið lífið í landinu,
það mesta í heiminum. Giuseppe
Conte forsætisráðherra tilkynnti á
þriðjudagskvöld að allir sem færu út
úr húsi án gildrar ástæðu ættu yfir
höfði sér sekt upp á 3.000 evrur, eða
460 þúsund krónur.
„Allir verða að gera sitt,“ sagði
Conti. Neyðarástandi hefur verið
lýst yfir til júlíloka. „Neyðarástand
í hálft ár þýðir ekki að hömlur á dag-
legt líf gildi þangað til. Við erum til-
búin að aflétta hömlum við fyrsta
tækifæri, sem við vonumst til að
verði bráðlega.“
Hátt í helmingur tilfella í Banda-
ríkjunum eru í New York-ríki. And-
rew Cuomo ríkisstjóri hefur óskað
eftir liðsinni frá Hvíta húsinu og
heitið því að hjálpa þá næstu svæð-
um sem verða illa úti í faraldrinum.
„Við erum að biðja þjóðina um að
hjálpa okkur, við munum endur-
gjalda greiðann,“ sagði Cuomo við
blaðamenn í gær. Þá beindi hann
orðum sínum að yngri kynslóð-
inni. „Þið haldið að þið séuð ofur-
hetjur, en þið getið smitast og borið
veiruna á milli.“
Spár gerðu ráð fyrir að 140 þús-
und þyrftu á sjúkrarúmi að halda,
en aðeins 52 þúsund væru í boði.
Cuomo var ekki sáttur við við-
brögðin frá Washington, New York
fengi 1,3 milljarða dala en hefði nú
þegar varið 3,8 milljörðum í bar-
áttuna. arib@frettabladid.is
Allir verði að gera sitt
Stórum hluta jarðarbúa er nú gert að vera heima til að forða frekari útbreiðslu
COVID-19. Rússlandsforseti bað í gær þjóð sína að halda sig heima í eina viku.
Hermenn á Ítalíu hjálpa til við að framfylgja útgöngubanni. MYND/EPA
BRASILÍA Glæpagengi í fátækra-
hverfum Rio de Janeiro hafa lýst yfir
að þau muni taka að sér að fram-
fylgja útgöngubanni í borginni ef
stjórnvöld geri það ekki.
„Hver sá sem er á götunni á
banntíma mun læra að virða næsta
bann,“ voru skilaboðin sem hengd
voru upp og spiluð af upptöku í
hverfunum, samkvæmt brasilíska
blaðinu Extra.
Yfir 2.200 COVID-19 smit hafa
verið greind í Brasilíu og hafa 46
látist af völdum veirunnar. Jair
Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur
verið gagnrýndur fyrir aðgerða-
leysi í faraldrinum. Bolsonaro hefur
sjálfur sakað fjölmiðla og pólitíska
andstæðinga um að nýta sér far-
aldurinn til að koma höggi á sig en
hann lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali
um helgina að COVID-19 væri ekk-
ert nema „væg flensa“.
„Það sem er að gerast um heim
allan hefur sýnt að áhættuhópur-
inn eru þeir sem eru eldri en 60
ára. Hvers vegna þá þurfum við að
loka skólum? Níutíu prósent okkar
munu ekki sýna nein einkenni ef
við smitumst,“ sagði forsetinn í
erindi sem sjónvarpað var í Brasilíu
á þriðjudag.
Þá voru vangaveltur á þriðjudag-
inn um að Bolsonaro sjálfur gæti
hafa smitast af kórónaveirunni.
Hersjúkrahúsið þar sem Bolsonaro
fór í skimun gegn veirunni hefur
ekki gefið upp nöfn tveggja á lista
þeirra sem greindust með veiruna.
Forsetinn hefur neitað að gefa upp
niðurstöðu á sínu eigin prófi. – atv
Glæpagengi framfylgja banni
Ávarpi Jair Bolsonaro forset varpað
upp á vegg í Sao Paulo. MYND/EPA
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð