Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 31
Skyldur, samstaða og ábyrgð Þessa dagana reynir á samstöðu okkar sem heildar og um leið nauðsynlegt framlag okkar sem einstaklinga. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hvert og eitt okkar þarf að sýna ábyrgð og leggja sitt af mörkum – bæði til þess að lágmarka smithættu og líka til þess að lágmarka lömun samfélagsins. Sama gildir um fyrirtækin í landinu. BYKO víkur sér ekki undan ábyrgri þátttöku í þessum efnum. Samfélagsleg ábyrgð BYKO við þessar aðstæður er tvíþætt. Í fyrsta lagi ber okkur að virða tilmæli stjórnvalda, almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks um að forðast fjölmenni og halda umbeðinni fjarlægð á milli fólks. Í öðru lagi hefur BYKO ríkar skyldur gagnvart byggingariðnaðinum og þeim stóra hópi fagmanna sem heldur verðmætasköpun hans gangandi. Þær skyldur munum við rækja af kostgæfni og tryggja það um leið að BYKO verði eins öruggur þjónustuvettvangur fyrir iðnaðarmenn og frekast er unnt. Þess vegna höfum við ákveðið að beina þeim óvenjulegu en vinsamlegu tilmælum til almennra viðskiptavina að þeir nýti sér netspjall, netverslun okkar og heimsendingarþjónustu, takmarki eins og unnt er heimsóknir í verslanir BYKO og sýni þessari viðleitni okkar til samstöðu og ábyrgðar skilning. Til hagræðingar styttir BYKO afgreiðslutímann frá og með deginum í dag og hefur verslanir sínar opnar, einkum fyrir fagfólk, frá kl. 08:00 – 16:00 á virkum dögum og kl.10:00 - 14:00 á laugardögum. Á sunnudögum verður lokað þar til mesta váin er um garð gengin. Verslaðu í vefverslun BYKO og fáðu heimsent alla daga samdægurs Pantaðu fyrir kl. 14:00 alla daga vikunnar og þú færð vöruna samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Frí heimsending er á pöntunum yfir 20.000 kr www.byko.is #þettaverðuralltílagiBreyttur afgreiðslutími og nauðsynleg forgangsröðun:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.