Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 4
Við munum ábyggi-
lega þurfa marga til
aðstoðar við sauðburðinn
Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Bændasamtökunum
COVID-19 Borist hafa 85 umsóknir
til Bændasamtaka Íslands vegna
af leysingaþjónustu fyrir bændur.
Samtökin auglýstu eftir fólki til að
hafa á skrá fyrir rúmri viku. Í upp-
hafi voru afleysingarnar hugsaðar
sem öryggisnet fyrir einyrkja og það
er enn þá aðalmarkmiðið. En síðan
hefur verið ákveðið að þetta geti
nýst stærri búum einnig.
Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Bændasamtökunum, segir
að fólk með ýmiskonar bakgrunn
hafi sótt um, þó sérstaklega mikið
úr ferðaþjónustugeiranum.
„Fjallaleiðsögumenn hafa til
dæmis sýnt þessu verkefni áhuga,“
segir Guðbjörg. „En einnig sérhæft
og búfræðimenntað fólk sem er gott
því að ýmis búnaður er sérhæfður.“
Engin ákveðin skilyrði eru sett við
umsóknirnar og hvert tilvik verður
metið fyrir sig.
Sauðburður hefst eftir um mánuð
og Guðbjörg býst við því að þá
muni reyna á þessa þjónustu. „Við
munum ábyggilega þurfa marga til
aðstoðar við sauðburðinn,“ segir
hún.
COVID-19 smit hafa alls komið
upp á sex búum, sem öll eru í Húna-
vatnssýslu. Flestir bændur eru þó
þegar farnir að skipta vinnufólki
upp í hópa, til að forðast að allir
smitist á sama tíma.
„Fólk er enn þá að bjarga sér innan
svæðis og enginn hefur enn nýtt
afleysingaþjónustuna. En flestir vita
af henni,“ segir Guðbjörg. – khg
Á níunda tug í afleysingaþjónustu bænda sem enn bjarga sér þó
Sauðburður hefst fljótlega og þá þurfa margir aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Heildarsala Vínbúðar-
innar það sem af er ári er 5,5
prósentum meiri en í fyrra
þegar miðað er við 1. janúar
til 23. mars.
VIÐSKIPTI Rauðvínssala hefur auk-
ist um tæp tíu prósent það sem af
er ári í samanburði við síðasta ár.
Hvítvínssala hefur aukist um rúm
átta prósent. Þetta kemur fram í
svari Vínbúðarinnar við fyrirspurn
Fréttablaðsins og þess getið að hugs-
anlegt sé að meiri breytingu megi
merkja í þessari eða á næstu vikum.
Samkvæmt upplýsingum frá
heildsölunni K. Karlssyni hefur
sala til Vínbúðarinnar aukist sem
vegur á móti þeim samdrætti sem
orðið hefur á sölu til veitingahúsa
á undanförnum dögum og vikum.
Sölumaður sem Fréttablaðið ræddi
við segir áhugavert að fylgjast með
aukningu í sölu svokallaðra kassa-
vína.
Í svari Vínbúðarinnar kemur fram
að hlutfall kassavína í sölu léttvíns
fari hægt og sígandi upp á við. Hlut-
fallið hafi verið að meðaltali 48 pró-
sent frá áramótum en hafi aukist á
síðustu tveimur vikum og farið í 51
prósent í annarri viku marsmán-
aðar og í 54 prósent í síðustu viku.
Heildarsala Vínbúðarinnar það
sem af er ári er 5,5 prósentum meiri
en í fyrra þegar miðað er við 1. janú-
ar til 23. mars. – aá
Landinn sækir
nú í beljuvínin
Kassavín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir
Jeep®, RAM Trucks, Fiat, Dodge, Chrysler og
Alfa Romeo. Jafnframt er það almennt
bifreiðaverkstæði sem gerir við allar gerðir bifreiða.
Pantið tíma í síma 534 4433
eða á thjonusta@isband.is
STUTTUR BIÐTÍMI!
Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í
breytingum á Jeep® og RAM.
JEEP® OG RAM
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
ALLIR BÍLAR SEM KOMA Í ÞJÓNUSTU
TIL OKKAR ERU SÓTTHREINSAÐIR VIÐ
MÓTTÖKU OG AFHENDINGU.
Pallbílahús frá ARE
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til
breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum
varahluti í aðra USA bíla.
ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep®
Wrangler og RAM og TeraFlex sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler.
ÍSBAND er með umboð fyrir pallbílahús frá ARE.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Smurþjónusta fyrir flestar tegundir bifreiða.
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
COVID-19 Mikill skortur er á kóka-
íni á landinu í kjölfar nær algerrar
stöðvunar farþegaf lutninga til
landsins. Heimildarmenn Frétta-
blaðsins kunnugir fíkniefnamarkað-
inum segja nær allar birgðir búnar
hjá helstu birgjum. Stórkaupmenn,
sem kaupi að jafnaði nokkur hundr-
uð grömm í einu af innflytjendum,
ætluð til smásölu, komi alls staðar
að lokuðum dyrum. Þeir muna ekki
annað eins ástand á markaðinum.
„Það er búið að grafa allar holur
og það er allt búið,“ varð einum við-
mælanda Fréttablaðsins að orði. Þeir
birgjar sem einhvern lager eigi haldi
að sér höndum í von um að verðið
rjúki upp. Efni í verri gæðum sem illa
gekk að selja áður en landið lokaðist
hafa einnig selst upp og neytendur
hljóti að vera farnir að finna fyrir
bæði hærra verði og minni gæðum.
Ekki er eins mikill skortur á
amfetamíni enn sem komið er, en
einhver framleiðsla á því hefur farið
fram hér á landi undanfarin ár.
Enginn hörgull er heldur á kanna-
bisefnum en lítið sem ekkert hefur
verið flutt inn af þeim undanfarin ár
og stendur ræktun hér innanlands
undir eftirspurn af þeim.
Þótt ólögleg vímuefni séu einnig
flutt eftir öðrum leiðum til landsins
en með farþegum efast menn um að
þær innflutningsleiðir geti annað
eftirspurninni. Þeir fáu sem komi
flugleiðina frá Evrópu hafi ekki hætt
á að hafa neitt með sér, enda mjög
fáir í vélunum og engin leið að hverfa
í fjöldann. Eftir því sem einangrun
landsins dragist á langinn muni
markaðurinn þó, líkt og áður, finna
nýjar leiðir til innflutnings.
Samkomubanni fylgir þó einn-
ig samdráttur í tækifærisneyslu og
að því leyti hefur eftirspurn einn-
ig dregist saman. Bæði eru þeir í
neysluhléi sem neyta reglulega
kókaíns samhliða skemmtanalífinu
og „bissnessmenn sem hafa verið að
nota tvisvar til þrisvar í viku eru
hættir að versla og eru bara hjá fjöl-
skyldum sínum“ eins og heimildar-
maður blaðsins orðaði það.
Auk kókaíns er einnig farið að
bera á skorti morfínskyldra lyfja
sem flutt eru ólöglega til landsins.
Starfsfólk í heilbrigðis- og félags-
þjónustu sem Fréttablaðið ræddi
við segja verst stöddu neytendurna
finna fyrir þessu og ótta gæti meðal
þeirra, bæði vegna skortsins og erfið-
leika með að útvega efni komi til
sóttkvíar eða annarrar einangrunar.
Skorturinn er ekki eingöngu á
Íslandi heldur einnig víða í Evrópu
enda einangrun og samdráttur í
farþegaf lutningum ekki bundinn
við Ísland. Í svari lögreglu við fyrir-
spurn Fréttablaðsins segir að tak-
markaðir fólksflutningar hafi áhrif
á f lutning fíkniefna milli landa og
heimsálfa. Það sé þó tímabundið.
Vari það ástand lengi finni hinn ólög-
legi markaður aðrar leiðir til að anna
eftirspurn. adalheidur@frettabladid.is
Kókaín er á þrotum í landinu
Samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins hefur innflutningur á ólöglegum fíkniefnum nær
stöðvast. Skortur er á kókaíni og morfínskyldum lyfjum. Eftirspurn minnkar vegna samkomubanns.
40 kíló af kókaíni voru
haldlögð á síðasta ári
samkvæmt bráðabirgða-
tölum Ríkislögreglustjóra í
upphafi árs. Þau voru 2,6
árið 2014. Grammið af
kókaíni kostaði 13.700
krónur samkvæmt tölum
SÁÁ.
Sakborningur í stóru kókaínsmyglmáli leiddur frá Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð