Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 3
Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna COVID-19 faraldursins höfum við lokað á beinan aðgang að útibúum okkar nema að heimsókn sé bókuð fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Við erum að sjálfsögðu áfram til staðar fyrir viðskiptavini okkar og allar upplýsingar um þjónustuna okkar er að finna á arionbanki.is. Þar er einnig hægt að panta þjónustu í síma eða afgreiðslu í útibúi ef brýnt er. Þá hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta eftirfarandi þjónustuleiðir: Öll helsta bankaþjónusta er í boði í Arion appinu og netbankanum. Síminn í þjónustuverinu er 444 7000, hægt er að senda okkur póst á arionbanki@arionbanki.is eða hafa samband í gegnum netspjallið okkar. Einnig minnum við á hraðbankana sem eru staðsettir víða um land og verða áfram aðgengilegir. Allar upplýsingar um þjónustuna okkar er að finna á arionbanki.is. Við munum kappkosta að svara öllum erindum hratt og örugglega til að þetta raski þjónustu okkar sem minnst. Þá vonum við að með sameiginlegu átaki okkar allra megi lágmarka þann tíma sem tekur að komast í gegnum þessa áskorun. Við tökumst á við þetta saman! Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna – sinnum bankaviðskiptum að heiman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.