Fréttablaðið - 06.04.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 06.04.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 0 Sæktu í Nova Lágmúla og við hlaupum með dótið út í bíl til þín. Þú getur svo græjað allt hitt í Nova appinu. Græjaðu þig upp á nova.is! DÓMSMÁL „Ég get áfrýjað til æðra dómstigs," segir Jóhann Helgason sem um helgina fékk þau tíðindi frá Los Angeles að dómari í lagastuldar- máli hans hefði orðið við kröfu tón- listarrisanna Warner og Universal og vísað málinu frá. Að mati dómarans, André Birotte Jr., eru ekki slík líkindi milli lags Jóhanns, Söknuðar, og lagsins You Raise Me Up eftir Rolf Løvland, að þau jafngildi lagastuldi. Tekur Birotte þar undir með tónlistarsér- fræðingnum Lawrence Ferrara sem vann  sérfræðiálit fyrir Universal og Warner. Dómarinn segir skýrslu sérfræðings Jóhanns, Judith Finell, að sama skapi gallaða og þar með ómarktæka. Jóhann segir að nú geti mála- reksturinn tekið nýja stefnu. Þrátt fyrir að hann geti áfrýjað til æðra dómstigs verði  erfiðara að sækja málið. „Með þessari frávísun er verið að taka frá mér tækifæri því þá er bara verið að hlusta á þá og þeirra málstað. Þá er algerlega verið að hunsa mat þungavigtar tónlistar- fræðings sem vann fyrir mig," segir hann. Svo virðist sem dómarinn hafi ekki skoðað öll gögnin því vissar rangfærslur séu í niðurstöðu hans. Að sögn Jóhanns hefur alltaf ver ið  óv issuþát t u r va rðand i afstöðu  dómara burtséð frá því hversu gott mál menn hafi í hönd- unum. Það sé umhugsunarefni að dómarinn hafi  beðið í f jóra mánuði  frá því málið var  síðast tekið fyrir þar til hann birti niður- stöðu sína. Engu líkara væri en að hann hefði verið að bíða eftir dómi í svokölluðu Led Zeppelin-máli sem féll fyrir nokkrum vikum til að geta vitnað til þess dóms. Í því máli var áðurnefndur Ferrara einnig sér- fræðingur fyrir annan málsaðilann. „Dómarinn virðist leggja afar þröngan skilning í málið. Hann segir að lögin séu ekkert lík og heng- ir sig í þrönga skilgreiningu sem tónlistarfræðingur fyrirtækjanna setur fram. Þá er öllu hent út sem tengist aðgengi Løvland að Sökn- uði, til dæmis því að hann var hér á Íslandi. Þetta er mjög einkennilegt,“ segir Jóhann. – gar Máli Jóhanns vísað frá í LA Vatnaskil urðu á föstudag í lagastuldarmáli Jóhanns Helgasonar er dómari í Los Angeles varð við kröfu tónlistarfyrirtækjanna sem hann stefnir um að vísa málinu frá. Jóhann segist geta áfrýjað niðurstöðunni. Með þessari frá- vísun er verið að taka frá mér tækifæri því þá er bara verið að hlusta á þá og þeirra málstað. Jóhann Helgason Vetur konungur ætlar ekki að kveðja Ísland þrátt fyrir að lóan sé komin. Það var líf og fjör á Klambratúni síðdegis í gær þrátt fyrir samkomubannið. Þessar stúlkur skemmtu sér konung- lega við að renna sér á sleða, en það er ekki alltaf hægt í apríl. Forráðamenn ungviðisins reyndu að hlýða Víði og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær af völdum COVID-19. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Maðurinn hafði dvalið á Land- spítalanum um hríð. Nú hafa fimm einstaklingar látist hér á landi vegna COVID-19. Ástr- alskur ferðamaður á fertugsaldri lést á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og átt- ræð kona frá Ísafirði. Samkomubann á norðanverðum Vestfjörðum verður hert til muna eftir að fimm ný COVID-19 smit komu upp sem tengjast öll svæðinu. Á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verður leik- og grunnskól- um lokað . Þá verður samkomu bann miðað við fimm manns. Samko- mubann á landsvísu verður í gildi út mánuðinn. - ilk Fimm látnir úr COVID-19

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.