Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur BAKÞANKAR buzzador® Vegna samkomubanns má búast við því að aðgangur að verslunum sé verulega takmarkaður. Við höfum því framlengt opnunartímann en hvetjum þig þó til að versla frekar á elko.is og fá vöruna senda heim. Þú finnur allar okkar vörur á elko.is og færð sömu góðu þjónustuna í netspjallinu. sjáumst á netinu spjallaðu við okkur sendu okkur línu elko@elko.is vertu í bandi 544 4000 verslum á elko.is verum heima og Til að draga úr heimsóknum í ve rslanir höfum við framlengt skilarétt og ábyrgðir til 30. júní. lengri skilaréttur APPELSÍN SYKURLAUST 330 ML DÓS 129 KR/STK 391 KR/L Kaffið klárast og ég dríf mig af stað til að sækja meira. Við matvörubúðina sé ég ekki fyrir endann á halarófu við- skiptavina sem bíða álútir eftir að röðin komi að þeim. Ég rúnta að næstu búð en kem að læstum dyrum. Þarna stend ég á líf lausri miðbæjargötunni og í þann mund sem ég íhuga næstu skref tek ég eftir skilti sem á stendur coffee shop og ör sem vísar á dularfulla slóð. Forvitnin leiðir mig inn í þröngt húsasund þar sem engin leið er að mæta manni, hvað þá að halda tveggja metra fjarlægð. Við enda sundsins opnast fyrir mér nýr heimur: róandi niður frá gosbrunni, falleg listaverk og glað- legur afgreiðslumaður. Mér finnst ég hafa fundið falda perlu. Þarna get ég keypt gott kaffi og kaffi- baunir sem eru ristaðar á staðnum – eitthvað sem er vandfundið í Ameríku. Í mínum huga er lífið þessa dagana svolítið eins og uppgötv- unin á kaffihúsinu. Þegar áreitið minnkar fer maður að taka eftir perlunum í nánasta umhverfi. Áður en veiran umturnaði lífi okkar horfðum við á jörðina hlýna á ógnarhraða; við vorum á góðri leið með að útrýma okkur sjálfum. Ef ekki með kulnun og streitu þá með spjöllum á nátt- úrunni, móður okkar allra. Skrið- þungi neyslunnar var orðinn svo gífurlegur að engin bönd fengust til að hægja þar á. Þangað til hin smásæja veira greip inn í atburða- rásina og hægði á okkur. Í biðstöðunni sem nú hefur myndast í kapphlaupi lífsins skapast tækifæri til að skoða eigið líf, allavega fyrir okkur sem heima sitjum. Í þessari stöðu getum við fundið það sem gefur lífinu gildi og aldrei að vita nema faldar perlur finnist einmitt helst í hvers- dagsleikanum. Faldar perlur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.