Fréttablaðið - 20.04.2020, Side 4

Fréttablaðið - 20.04.2020, Side 4
Nánast allar þær þjóðir sem við berum okkur saman við hafa gert meira fyrir sína ferðaþjónustu en við. Ásberg Jónsson, framkvæmda- stjóri Nordic Visitor Talið er að iðnaðar- hampur geti komið í stað plasts í byggingariðnaði. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem aðeins hefur greinst hér á landi þrisvar, fyrst árið 1949 og svo árin 1981 og 1983. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 534 4433 UMBOÐSAÐILI HEILBRIGÐISMÁL Greint er frá því í fréttabréfi Sóttvarnalæknis sem gefið var út fyrr í þessum mánuði að þann 18. janúar síðastliðinn hafi bótúlismi verið staðfestur hjá fullorðnum einstaklingi hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti sem slík eitr- un greinist í einstaklingi hér á landi síðan árið 1983. Sjúklingurinn náði bata. Fram kemur í umfjöllun um bótúlisma á vef Landlæknis að bótúlínumsýkilinn hafi einnig fundist í heimalöguðum súrum blóðmör. A lgeng ustu orsak ir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Sýkingar má oft rekja til lítillar söltunar eða of lítillar sýru í niður- lögðu grænmeti eða fiski. Niður- suðudósir sem virðast bunga út vegna þrýstings innan frá skyldi ekki opna þar sem sýkillinn getur stundum myndað gas inni í dós- unum. Börn geta fengið bótúlisma og veikst alvarlega af því að borða hunang. Því eru foreldrar varaðir við því að gefa börnum yngri en 12 mánaða hunang. Bótulismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts og einn þeirra lést. Aftur greindist hún 1981, þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist, og síðast árið 1983, þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Öll lifðu af. – hó Fyrsta tilfelli bótúlisma greindist á Íslandi í 37 ár IÐNAÐUR Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur  gert breytingu á reglugerð  um ávana- og fíkniefni sem veitir Lyfjastofnun undanþáguheimild til innflutnings, meðferðar og vörslu fræja til rækt- unar iðnaðarhamps. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði f luttar inn eða ræktaðar plöntur sem inni- halda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%. Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, til dæmis sem byggingarefni en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og plast. Notkun á iðnaðarhampi eins og þeim sem lýst var hér að framan er  heimil að uppfylltum tilteknum skilyrðum í Svíþjóð og Danmörku. Svo er aftur á móti ekki í Noregi en þar eru þessi mál til skoðunar um þessar mundir. Innan Evrópusambandsins hefur ræktun á iðnaðarhampi verið hluti af styrkjakerfi ESB frá árinu 2000. Iðnaðarhampur er ein tegund kannabis en planta með því heiti er ýmsum kunn sem vímugjafi. Vímuvaldurinn í kannabis er virka innihaldsefnið THC sem auk þess að valda vímu er ávanabindandi. Iðnaðarhampur, það er  þau yrki kannabisplöntunnar sem ræktuð eru til iðnaðarframleiðslu eru aftur á móti frábrugðin hefðbundnum yrkjum plöntunnar þar sem þau innihalda lítið sem ekkert af THC. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra leggur áherslu á að reglu- gerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun: „Ávana- og fíkniefna- löggjöfin hefur skýr markmið og tilgang sem fellur augljóslega að málefnasviðum heilbrigðisráðu- neytisins. Það gerir sú ræktun sem hér um ræðir hins vegar ekki, að því gefnu að hún stangist ekki á við inn- tak og markmið þessara sömu laga“ segir ráðherra. - hó Lyfjastofnun heimilt að flytja inn hampfræ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR FERÐAÞJÓNUSTA „Við getum siglt okkar lífróður tekjulaus í nokkra mánuði til viðbótar, en það verður sífellt erfiðara þegar í ofanálag koma endurgreiðslur sem og aukin útgjöld, til dæmis mikil hækkun trygginga til Ferðamálastofu,“ segir Scott Drummond, leiðsögumaður og rekstrarstjóri Hidden Iceland. „Það þarf meira að koma til ef lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga ekki að fara í þrot.“ Þórd ís Kolbr ú n Reyk f jörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, gaf út reglugerð í mars sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna COVID-19 faraldursins o g á h r i f a h a n s á í s l e n s k f e r ð a þj ó nu s t u f y r i r t æ k i v i ð útreikning tryggingafjárhæðar. Samkvæmt reglugerðinni, sem hefur þegar tekið gildi, er heimilt að áætlun tryggingaskylds aðila fyrir árið 2020 verði lögð til grundvallar við útreikning í stað ársins 2019. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu stóð aldrei til að heilt yfir fengju allar ferðaskrif- stofur verulega lækkun á trygg- ing ar fjárhæðinni. Útgangs punkt- urinn er alltaf að tryggingin dugi fyrir endurgreiðslu að fullu, komi til gjaldþrots eða rekstrar- stöðvunar. Þar sem óvissa er um hven ær ferðaþjónustan tekur við sér varðandi ferðir erlendra ferða manna sem og ferðir fólks erl endis kann að vera að til þess komi að endurmeta þurfi tryggingarf járhæðirnar raskist á æ t l a n i r fe r ð a sk r i f s t of a n n a verulega. Scott segir ástandið kalla á aðgerðir. „Samdrátturinn í ferða- þjónustu hefur ekki bara verið um 30 til 40 prósent, heldur er hann nær 120 prósent vegna endurgreiðslna ofan á algjöran tekju missi,“ segir Scott. „Þátttaka ríkisstjórnarinnar í launakostnaði hjálpar mjög mikið en laun og launatengd gjöld eru aðeins hluti af föstum útgjöldum.“ Ásberg Jónsson, framkvæmda- stjóri Nordic Visitor, segir að nú séu gallar núverandi kerfis að koma bersýnilega í ljós. Íslenskar ferðaskrifstofur eru með sína eigin gjaldþrotatryggingu en langflestar aðrar þjóðir innan Evrópu eru með einhvers konar tryggingasjóð sem auðveldar ríkinu að grípa inn í,“ segir Ásberg. „Ljóst er að íslenska ríkið þarf að stíga inn og heimila ferðaskrifstofum að endurgreiða í formi inneignar eins og f lestar Evrópuþjóðir hafa nú gert.“ Aðspurður segir hann að slík aðgerð sé á þessum tímapunkti raunhæf og nauðsynleg. „Ef ríkið gerir ekkert þá fer mikill meiri- hluti ferðaþjónustufyrirtækja í þrot. Það myndi valda gríðarlegu tjóni á framtíðartekjur landsins og tjóni fyrir neytendur,“ segir Ásberg. „Nánast allar þær þjóðir sem við berum okkur saman við hafa gert meira fyrir sína ferðaþjónustu en við, samt er ferðaþjónustan hér á landi mun stærri hluti af okkar hag- kerfi en hjá þessum þjóðum.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til við stjórnvöld að fari verði í stofnun slíks sjóðs, er það til skoð- unar inni í stjórnkerfinu. „Við bindum vonir við að stjórnvöld fari þessa leið,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF. „Það verði þá settur á laggirnar sem geti þá tryggt innistæður neytenda sem gefnar verða út fyrir þær ferðir sem hætt hefur verið við.“ arib@frettabladid.is Fara í þrot ef ekkert er að gert Ferðaskrifstofur sem að selja ferðir hér á landi stefna margar í þrot. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir innistæðusjóði sem hafi það hlutverk að endurgreiða ferðamönnum sem hafa seinkað ferðum til Íslands. Rútur Kynnisferða standa nú númeralausar þar sem fáir ferðamenn eru hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.