Fréttablaðið - 20.04.2020, Page 8

Fréttablaðið - 20.04.2020, Page 8
Það er ástæða fyrir því að við heyrum nú minna af eyðingu óson­ lagsins, mengun hafs með þrávirkum lífrænum efnum, súru regni barrskóga eða geislavirkri hafmengun. Þökk sé samvinnu þjóða í umhverfismálum síðustu áratugi. Mörg okkar sem eldri erum munum grafalvarlega umræðu um eyðingu ósonlagsins, ótta um mengun sjáv ar vegna þrávirkra lífrænna og geisla ­ virkra efna, og fréttir af því hvernig súrt regn felldi barrskóga á norður­ hveli. Nú þegar menn bera kvíðboga vegna hamfarahlýnunar, er mikil­ vægt að muna að ríki heims hafa áð ur tekist á við margvíslegar ásk­ or an ir í umhverfismálum og tekist í sameiningu að leysa marg ar þeirra. Hægt miðar en þó í rétta átt. Hægt miðar Í þrjá áratugi hafa stjórnarerind­ rekar og stjórnmálamenn reynt að semja um aðgerðir til að takmarka gróð ur húsalofttegundir – með litlum árangri að því er virðist. Reynt er að semja um aðgerðir þar sem afrakst urinn liggur að miklu í framtíðinni, og hjá þeim sem hafa veika pólitíska rödd. Hagsmunirnir eru afar ólíkir og dreifðir. Á hinn bóginn fellur gríðarlegur kostnaður við lofts lags aðgerðir í nútímanum og á hags muna öfl sem hafa pólitísk völd og sterka rödd. Niðurstaða 25. loftslagsráð­ stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem við nefn um COP25, sem haldin var í Madr íd á Spáni í desember 2019, var þátttakendum og öðrum mikil vonbrigði. Afraksturinn var í litlu samræmi við þörf fyrir samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.Enn eitt tækifæri til að takast á við lofts­ lagsvána virtist hafa glatast. Enn einn fundurinn COP25 var haldinn í kjölfar COP24, sem var haldinn eftir COP23, sem átti rætur alla leið til COP1 . Þessi röð marghliða samningaviðræðna leiddi af sér Kyoto­bókunina er hlaut hægt andlát, en einnig hinn óstöð uga Parísarsáttmála. Eftir alla fundina 25 virðist heimurinn standa á svipuðum stað og þegar COP1 fundurinn var fyrst haldinn árið 1995. En enn liggur enginn bindandi alþjóðlegur samningur fyrir um loftslagsbreytingar. Sá taktur er ófundinn. Það er því skiljanlegt að mönnum geti fallist hendur þegar rætt er um „manngerða hamfarahlýnun jarðar“. Koltvísýringur í andrúms­ loftinu er nú meiri en verið hefur í milljónir ára og vistkerfi að breyt­ ast hraðar en þau hafa áður gert í jarðsögunni. Mannfjölgun er sem aldrei fyrr og sífellt er gengið á auð­ lindirnar. Raddir framtíðar Auðvitað hefur margt áunnist. Þekking og skilningur hefur stór­ aukist. Um það vitna ótal vís inda­ athuganir og ekki síst stóraukin umhverfisvitund almennings. Flestir þeirra sem eldri eru ólust ekki upp við þá þekkingu sem við höfum í dag og eiga því erfitt með að átta sig á því að náttúruauðlind sé endanleg stærð. Það hefur því verið hvetjandi síðustu misseri að fylgjast með ungmennum mótmæla manngerðri hlýnun jarðar. Málefnið er mikil­ vægt og raddir ungs fólks eiga að heyrast. Þær minna á vá sem mun hafa mest áhrif á þeirra kynslóð, en ekki þá sem nú tekur ákvarðanir. Í áraraðir hafa íbúar heimsborga farið út á götur og krafist aðgerða til að hægja á loftslagsbreytingum. Loftslagsgöngur hafa verið haldnar í Reykjavík allt frá árinu 2014. Síðar tóku ungmenni að skipu­ leggja loftslagsverkföll víða um heim, með kröfu um að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og hrindi af stað róttækum breytingum. Sú hreyfing sem fékk andlit með mót­ mælum Gretu Thunberg við þing­ húsið í Stokkhólmi sumarið 2018, varð að alþjóðlegu frumkvæði. Fyrri áskoranir Alþjóðasamfélagið fór að beina sjónum sínum í einhverjum mæli að óæskilegum umhverfisáhrifum mannsins upp úr seinni heims­ styrjöld. Í kjölfarið, upp úr sjötta ára tug síðustu aldar, litu dagsins ljós margvíslegir alþjóðasamningar til að bregðast við þeirri þróun. Það tók áraraðir eða áratugi að virkja þá og hagsmunaöfl fundu þeim flest til foráttu. Vísindaniðurstöður voru dregnar í efa. En þessir samningar færðu umhverfismál fram á veg til betri heims. Hér verða einungis fjögur dæmi nefnd af mörgum: Árangursrík verndun ósonlagsins Vínarsamningnum er ætlað að vernda ósonlagið, sem er náttúru­ legt gaslag í heiðhvolfinu í um 20­30 km hæð og verndar líf á jörðinni gegn skaðlegum útf jólubláum geislum sólar. Eftir að þynning ósonlagsins yfir Suðurskautinu upp götvaðist árið 1985, ákváðu þjóðir heims að takmarka fram­ leiðslu ósoneyðandi efna. Það gekk að mestu eftir og nú er talið að óson­ lag á norðurhveli jarðar jafni sig árið 2030, á suðurhveli jarðar um 2050, en heimskautasvæði komist í fyrri styrk árið 2060. Undir sama samningi var að auki ákveðið 2016, að draga úr vetn is­ flúorkolefni allt að 85 prós ent. Það er einungis lítið hlut fall gróður­ húsalofttegunda í and rúms loftinu, en hefur þúsund sinnum meiri áhrif á hnattræna hlýnun en kol­ tvísýringur. Áætlað er að þetta eitt geti lækkað meðalhitastig um 0,5° C árið 2100. Minni mengun þrávirkra lífrænna efna Annað dæmi sem sjaldan er nefnt er Stokkhólmssamningurinn frá árinu 2001 sem takmarkar framleiðslu og notkun svonefndra þrávirkra, líf­ rænna efna sem bindast í lífver um, safnast fyrir í umhverfi og eyð ast á mjög löngum tíma. Þau efni eru í hundraðatali meðal annars í skor­ dýraeitri og öðrum varnar efn um. Niðurstaðan er markvissari efna­ notkun um heim allan. Styrkur þrá­ virkra efna í hafinu stendur í stað eða fer hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust. Að varna súru regni Hér er vert að nefna Genfar samn­ inginn um loftmengun sem berst langt að. Til hans var stofnað árið 1979 til að draga úr súru regni sem var að eyðileggja gróðurlendi, og aðal lega skóga í barrskóga­ belti norð ur hvels jarðar. Regnið blandað ist brennisteinssýru, salt­ péturssýru og lífrænum sýrum, sem mynduðust við bruna kola og olíu. Það hafði geig vænleg áhrif á plöntur, sjávardýr og jafnvel bygg­ ingar. Barrskógar drápust og ár og vötn súrnuðu mikið. Árangurinn er óumdeildur og verulega hefur dregið úr mengun eftir að samningurinn kom til fram­ kvæmda. Gegn geislavirkri hafmengun Sumir svæðisbundnir alþjóða­ samn ingar hafa einnig reynst afar mik il vægir. Samningi um vernd­ un haf rýmis Norðaustur­Atlants­ hafs ins (OSPAR samningurinn) er ætlað að draga úr og koma í veg fyrir mengun. Með honum var einnig stofnað til alþjóðlegra verndar­ svæða utan lög sögu ríkja. Á grunni þessa samn ings var til að mynda dregið úr losun eða vörpun geisla­ virkra efna frá kjarnorkuendur­ vinnslu á Bretlandseyjum. Á því skyldi byggja Loftslagsáskorunin er risavaxið verkefni en ekki ástæða til örvænt­ ingar. Það er ástæða fyrir því að við heyrum nú minna af eyðingu óson­ lagsins, mengun hafs með þrá virk­ um, lífrænum efnum, súru regni barrskóga eða geislavirkri haf­ meng un. Þökk sé samvinnu þjóða í umhverfismálum síðustu áratugi. Þar réð skynsemi og bjartsýni með sterkum vilja til breytinga. Á því skyldi byggja. Til betri vegar Það er skiljanlegt að mörgum fallist hendur þegar rætt er um „manngerða hamfarahlýnun jarðar“ enda viðfangsefnið risavaxið. Þá er þörf á að minn- ast þess sem hefur áunnist í umhverfismálum. UMHVERFIÐ OKKAR Íslensk ungmenni í loftslagsverkfalli mótmæla hamfarahlýnun jarðar. Þau vekja athygli á vá sem mun hafa meiri áhrif á þeirra kynslóð, en ekki þá sem tekur nú ákvarðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR Davíð Stefánsson david@frettabladid.is 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.