Fréttablaðið - 20.04.2020, Qupperneq 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Ég myndi kannski ekki taka svo sterkt til orða, en ég trúi á að setja sér markmið og
að vinna öll verkefni vel því allt
sem við gerum í dag hefur áhrif á
framtíðina,” segir sviðslistakonan
og framleiðandinn Hallfríður Þóra
Tryggvadóttir, innt eftir því hvort
hún sé fædd undir heillastjörnu
því margir drauma hennar hafa
ræst.
„Frá því ég man eftir mér hefur
mér fundist gaman að hrinda
hugmyndum í framkvæmd.
Listabakterían hefur líka loðað við
mig frá því ég var lítil. Ég sannfærði
meðal annars skólastjórann í
Hvassaleitisskóla um að koma á
leiklist sem aukafagi og hann tók
vel í það. Það sýnir að þótt maður
sé ungur getur maður komið ýmsu
til leiðar,” segir Hallfríður Þóra.
Í byrjun árs tók hún við stjórn
unarstöðu á sviði markaðs mála
hjá menningar stofnuninni Lincoln
Center í New York en þar hefur hún
unnið síðan haustið 2018.
„Lincoln Center er heimili New
Yorkfílharmóníunnar, Metro
politanóperunnar, New York
ball ettsins, Juilliard skólans og
fleiri listastofnana. Starf mitt felst
í að markaðssetja listamenn sem
koma fram á hinum ýmsu list
viðburðum sem Lincoln Center
heldur. Starfið er mjög fjölbreytt
og á sama deginum er ég kannski
að vinna við nútímadanssýningu,
tónlistarhátíð með sinfóníu hljóm
sveitum og einleikurum, japanska
brúðuleiksýningu og tónleika með
Broadwaystjörnu. Það er aldrei
dauð stund og ég er alltaf að læra
eitthvað nýtt. Núna er allt lokað í
New York og það er skrítið að fara
ekki í vinnuna heldur sitja heima á
Íslandi og upplifa hvað er að gerast
í borginni í gegnum samstarfsfólk
og vini. Það er líka erfitt að segja
til um hvenær hægt verður að fara
aftur í leikhús og á tónleika.”
Lærði af þeim bestu í NY
Hallfríður er 29 ára Reykvíking
ur. Hún lauk bókmenntafræði
með lögfræði sem aukagrein frá
Háskóla Íslands. Hún lék á mennta
skólaárunum stórt hlut verk í kvik
myndinni Sumar landið í leikstjórn
Gríms Hákonarsonar.
„Sú reynsla gaf mér smjörþefinn
af kvikmyndabransanum og ár ið
eftir sótti ég leiklistartíma í New
York til að átta mig á hvort mig
langaði að verða leikkona eða
vinna á bak við tjöldin. Ég hafði
á framhaldsskólaárunum fund
ið að ég vildi ekki aðeins skapa
eigin list heldur lyfta öðr um upp
og beina sviðsljósinu að þeim.
Ég vildi framleiða, leik stýra og
stjórna listviðburðum og var
alltaf að skipuleggja eitt hvað,“
segir Hallfríður sem var um tíma
markaðsstjóri i Tjarnar bíói, stýrði
viðburðum fyrir kvik mynda
hátíðina RIFF og framleiddi
fjöl marg ar leik og danssýningar,
ásamt alþjóðlegri sviðslistahátíð.
„Svo flutti ég til New York
árið 2016 þegar ég komst inn í
meist aranám í leikhússtjórnun
og framleiðslu við Columbiahá
skólann. Þetta er mjög fjölbreytt
nám og tímarnir fóru ekki ein ung is
fram í skólanum heldur um alla
borg, bæði á Broadway og í öðrum
leikhúsum. Ég sótti til dæm is tíma
hjá forstjóra Disney Thea trical sem
sér um allar Broad waysýningar
Disney, fékk að sjá Frozen
söngleikinn verða að veruleika,
og lærði listrænu hlið ina sem og
viðskiptahliðina á leikhúsrekstri
af listrænum stjórn endum og
framleiðendum í borginni,”
útskýrir Hallfríður sem hafði árum
saman haft augastað á náminu.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Eitt af því sem Hallfríður gerir alltaf á Íslandi er að fara í pönnsur til ömmu sinnar á Flúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég gat ekki ímyndað mér að
þetta yrði að veruleika en ég ákvað
að sækja um. Samhliða skólanum
vann ég með ýmsum leikfélögum
og byrjaði hjá Lincoln Center með
fram lokaritgerðinni. Það var ótrú
l ega gaman en algjört púl þar sem
ég eyddi öllum kvöldum á bóka
safninu að skrifa.”
Sírenuvæl á fjarfundum
Starf Hallfríðar hjá Lincoln Center
er annasamt. Í kjölfar kóróna
veir unnar var allri sumardagskrá
aflýst og starfið fært yfir á netið.
„Á svipstundu bjuggum við
til Lincoln Center at Home og
sett um upptökur af tónleikum
og sýningum á netið og réðum
lista menn til þess að halda tón
leika heima hjá sér. Við erum
með listkennslu fyrir börn á
virk um dögum og bætum við
nýj um sýningum daglega,” segir
Hallfríður sem hefur undanfarinn
mánuð unnið frá Íslandi.
„Ég kom heim 19. mars, sama
dag og allir sem komu til landsins
urðu að fara í sóttkví. Þá var alv
ara farin að færast yfir New York
og búið að loka skrifstofunni
minni. Ég vissi að ekkert yrði af
vor dagskránni okkar en vegna
ferða banns ríkti óvissa um hvenær
ég kæmist út aftur. Það var nokkuð
stór ákvörðun að fljúga heim því
enginn vissi hver þróunin yrði, en
ég er ótrúlega fegin að hafa tekið af
skarið. Ég pantaði flugið kvöldið
fyrir flugtak og pakkaði án þess að
vita hve lengi ég yrði í burtu. Það
var mjög skrítin tilfinning. Það
er átakanlegt að heyra fréttir frá
borginni, heyra af fólki sem hefur
veikst og á fjarfundum heyri ég
oft sírenuvæl í bakgrunni,” segir
Hallfríður.
Með mörg járn í eldinum
Vinnan er áhugamál Hallfríðar,
númer eitt, tvö og þrjú.
„Ég dýrka vinnuna mína og vinn
stundum of mikið en reyni líka að
taka frá tíma til að hlaða batteríin.
Það er mjög mikilvægt,” segir
Hall fríð ur sem er með mörg járn í
eld inum.
Hún tók nýlega við starfi list
ræns stjórnanda hjá Scandi navian
Ame rican Theater Company.
„Skandinavíska leikfélagið hefur
sett upp norrænar leiksýningar í
New York í tíu ár. Síðustu ár hefur
mig langað að læra meira um
leik húslistamenn á Norðurlönd
un um og hafði verið að skoða þann
möguleika að stofna hátíð til að
kynna norræna leiklist en svo kom
þetta óvænta tækifæri,” segir Hall
fríður.
Þakklát því hversdagslega
Hallfríður býr í Upper West Side
hverf inu á Manhattan, rétt við
alm enningsgarðinn Central Park.
„Flestir laugardagar byrja á
göngu í Central Park. Það er gott að
kom ast í burtu frá allri steypunni
og anda að sér örlítið ferskara
lofti. Ég labba líka oftast heim úr
vinnunni, sem tekur tæpan hálf
tíma, og hringi heim í fólkið mitt.
Það eru mikil lífsgæði að búa svona
nálægt vinnunni en ekki alveg ofan
í miðbænum,” segir Hallfríður.
„Fyrst þegar maður kemur til
New York getur manni liðið eins og
maður sé í bíómynd, því borg in er
svo áberandi í sjónvarpi og kvik
myndum, en það er allt öðru vísi að
búa þar. Þá verður borgin vinalegri
og hversdagslegri en við fyrstu
kynni getur hún verið ansi hröð
og jafnvel yfirþyrmandi. Þessa
dagana sakna ég þess að labba í
vinnuna, fara á leiksýningar og
taka neðanjarðarlest í klukku tíma
til að hitta vini. Maður þakkar
fyrir allt þetta hversdagslega,” segir
Hall fríður sem unir sér líka vel
heima á Íslandi.
„Það er alltaf góð tilfinning að
heyra „velkomin heim” frá flug
freyjunum þegar maður lendir og
það er eins og maður nái að anda
bet ur um leið og maður kemur í
íslenska loftið.”
Par á sömu bylgjulengd
Kærasti Hallfríðar er Tryggvi Aðal
björnsson, fréttamaður. Hann fór
í meistaranám í blaðamennsku í
Col um bia á sama tíma og þau hafa
búið saman vestra en und an farna
mán uði hefur Tryggvi starfað á
Ísl andi fyrir fréttaskýr ingaþáttinn
Kveik sem sýndur er á RÚV.
„Það hefur gengið ágætlega að
vera í sitthvorri heimsálfunni en
þetta er auðvitað ekki drauma
staðan. Fjarbúðin styttist allavega
núna út af kórónaveirunni. Það
er kannski það eina jákvæða við
þetta ástand. Við erum rosamikið
á sömu bylgjulengd og styðjum
hvort annað í að gera það sem við
brennum fyrir. Okkur líður vel í
New York en auðvitað togar Ísland
alltaf. Maður veit ekkert hvað ger
ist á morgun, hvað þá eftir tíu ár
og sú hugsun á sérstaklega vel við
núna,” segir Hallfríður og veit upp
á tíu hvernig hún myndi eyða full
komnum frídegi í New York.
„Ætli dagurinn myndi ekki byrja
á góðum bröns, síðan væri gengið
nið ur Central Park á svona tveimur
tímum og farið á þakbar með góðu
útsýni. Um kvöldið væri farið á
leik sýningu eða í óperuna eftir
kvöld mat á grænmetisstaðnum
Nix sem er í uppáhaldi,” segir
Hallfríður.
Hún sækist eftir því að komast
reglulega út úr borgarysnum.
„Mér finnst fátt skemmtilegra
en að ferðast um Ísland og það er
allt af ákveðinn hápunktur að fara í
pönnu kökur til ömmu á Flúðum en
hún er á 94. ári og er mikil fyrir
mynd.”
Sjálf grínast Halla með að sækja
sinn kraft í kaffi.
„Ég er yfirleitt frekar orkumikil
en veit ekkert af hverju. Ég drekk
mjög mikið kaffi og til skiptis espr
esso og cappuccino og svo má ekki
gleyma að fá sér súkkulaði. Það er
gott bensín,” segir Hallfríður.
Framtíðardraumurinn er að
leiða leikhús og menningar stofn
anir ásamt því að skapa eigin
verk efni.
„Ég leikstýrði og skrifaði stutt
myndina Ég, ásamt Völu Ómars
dóttur og sú mynd hefur ferðast
um heiminn síðasta rúma árið og
verið þýdd á þrettán tungumál.
Mér finnst ekkert skemmtilegra en
að vinna með fólki, skapa listaverk,
halda hátíðir og framleiða viðburði
því þá þurfa svo margir að koma að
því, rétt eins og í stóru púsluspili
þar sem myndin verður ekki
full gerð án allra púslanna,” segir
Hallfríður.
„Mig langar að taka þátt í
alþjóðlegu samtali listamanna
óháð því hvar ég bý hverju sinni.
Það er það sem mig langar að gera
þegar ég verð orðin stór.”
Ég er ótrúlega fegin
að hafa tekið af
skarið. Ég pantaði flugið
kvöldið fyrir flugtak og
pakkaði án þess að vita
hve lengi ég yrði í burtu.
Það var mjög skrýtin
tilfinning.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U DAG U R