Fréttablaðið - 20.04.2020, Page 30

Fréttablaðið - 20.04.2020, Page 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Núna er sett upp leikrit á hverju ári hjá Höfrungi –leikdeild hér á Þingeyri. Þar er einn eldhugi og þetta starf væri ekkert án hans. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvi B. Guðmundsson járnsmiður og slökkviliðsmaður, til heimilis að Suðurlandsbraut 58, lést þann 14. apríl á Vífilsstöðum. Útförin fer fram í kyrrþey. Starfsfólki Fríðuhúss þökkum við sérstaklega hlýju og alúð við umönnun hans síðustu ár. Einnig þökkum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir góða umönnun síðustu vikurnar í lífi hans. Agnes Kjartansdóttir Dadda Guðrún Ingvadóttir Sveinn Óskarsson Benedikt Ingvason Áshildur Jónsdóttir Sigrún Björg Ingvadóttir Halldór Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns H. Bergs fv. forstjóra SS og aðalræðismanns Kanada, fer fram miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. Aðeins nánasta fjölskylda verður viðstödd en streymt verður frá athöfninni á vefslóðinni https://livestream.com/accounts/21705659/jonhbergs Jón Gunnar Bergs María Soffía Gottfreðsdóttir Magnús Helgi Bergs Klara Zelei Björn B. Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Þegar maður kafar ofan í sögu leiklistar á Vestf jörðum áttar maður sig á því að í fjórðungnum var fólk sem ruddi brautina svo vel að maður getur sjálfur helgað sig listinni, segir Elfar Logi Hannesson, eini atvinnuleikari Vestfjarða. Hann hefur rekið eigið leikhús, Kómedíuleik- húsið, í áratugi og sett upp fjölda ein- leikja. Sá frægasti fjallar um Gísla Súrs- son, sem Elfar Logi telur fyrsta leikara Vestfjarða, enda hafi Gísli komist ræki- lega á blað er hann lék Ingjaldsfíflið. Dýrfirðingar listfengir Elfar Logi lætur líka muna um sig á rit- vellinum. Nú er komin út ný bók eftir hann, Leiklist og list á Þingeyri og þar er allur Dýrafjörðurinn undir. „Ég ætlaði fyrst bara að skrifa leiklist- arsöguna, svo ákvað ég að bæta annarri list við vegna þess að Dýrfirðingar eru svo listfengir, það leikur allt í höndunum á þeim,“ útskýrir hann. „Ég skrifaði bók um leiklistina á Bíldudal fyrir nokkrum árum, þar var af nógu að taka. Hér á Þingeyri á myndlistin líka mikla sögu. Listmálararnir Nína Tryggvadóttir og Jón Engilberts komu hér við og einn kaflinn í bókinni fjallar um listahjónin á Hofi, Gunnar Guðmundsson og Guð- mundu Jónu Jónsdóttur, afa og ömmu Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar. Munda sótti meðal annars efnivið í sín verk í fjöruna, Gunnar rataði í hina merku bók Einfarar í íslenskri myndlist, þó hann væri kominn á eftirlaun þegar hann byrjaði að mála.“ Leiklistin hefur átt sín blómaskeið í Dýrafirði og daprari ár á milli að sögn Elfars Loga. „Oft byggist drifkrafturinn á sama fólkinu í einhver ár, það koma einhverjir brjálæðingar sem taka áhugamálin fram yfir vinnuna og vex ekkert í augum í þeim efnum. Í hinum smærri byggðum er hver einstaklingur svo mikilvægur, alveg á við heila blokk í Reykjavík, eða heilt hverfi. Núna er sett upp leikrit á hverju ári hjá Höfrungi – leikdeild hér á Þingeyri. Þar er einn eldhugi og þetta starf væri ekkert án hans. Það hófst með Dragedukken 2009 og svo hafa verið sett upp verk árlega, nánast óslitið síðan,“ segir Elfar Logi sem hefur leikstýrt öllum sýningum Höfrungs. List augnabliksins Elfar Logi er fæddur og uppalinn á Bíldudal en býr nú á Þingeyri og fer um allt með sínar sýningar en þar sem nú er samkomubann í landinu segir hann ágætt að fást við grúsk og að skrifa. „Ég greip það í mig að mig langaði að skrifa leiklistarsögu Vestfjarða. Íslenska leikbókmenntadeildin er frekar tómleg og þó flottar bækur séu til um sögu bæja og byggða þá er listin yfirleitt afgreidd nokkuð snögglega þar, enda margt sem þarf að segja frá. Þannig að ég ákvað að stúdera leiksögu Vestfjarða og er þegar byrjaður á þriðju bókinni – um leiklist í Bolungarvík,“ lýsir hann. „En leiklist er list augnabliksins,“ bendir hann á. „Hún gerist bara hér og nú og heimildirnar hverfa oft með fólkinu.  Mér finnst  ég vera  í dálitlu kapphlaupi við tímann. Ég hitti margt fólk sem tók þátt í sýningum en þegar ég fer að yfirheyra það er algengt svar: „Það var mikið leikið, alltaf sett upp eitthvað á hverjum vetri,“ svo fer minna fyrir upplýsingum um hvað var leikið, hvaða ár og hverjir léku. Það rennur allt dálítið saman – að ekki sé minnst á myndaskortinn.“ Í nýju bókinni er listi yfir 55 leikverk sem sett hafa verið upp í Dýrafirði, þó er sýninga Kómedíuleikhússins ekki getið þar. Þegar gluggað er í bókina sést að á sjöunda áratugnum hefur Leikfélag Þingeyrar verið starfandi og líka Leik- félag Núpsskóla. Fram að því virðist kvenfélagið Von standa fyrir f lestum sýningum. „Það hefur verið eins í Bol- ungarvík, kvenfélagið þar hefur verið sterkur bakhjarl sýninga,“ lýsir Elfar Logi. „Í gerðabókum félaganna er þó yfirleitt fáum orðum eytt í þennan þátt starfsins, einungis getið um að sett hafi verið upp leikrit. Svo koma eyður í þessa sögu alla, þá hefur líklega verið rólegt í sýningahaldi, kannski hefur bara verið dansað þeim mun meira,“ segir hann glaðlega. „Það er sko aldrei leiðinlegt hérna fyrir vestan!“ gun@frettabladid.is Finnst ég vera í dálitlu kapphlaupi við tímann Elfar Logi Hannesson er þekkt nafn í íslenskri leiklistarsögu. Hann hefur sett upp yfir 40 einleiki, vinsælastur er Gísli Súrsson. Einnig skrifar hann bækur um vestfirska menningu, með áherslu á leiklistina, sú nýjasta nefnist Leiklist og list á Þingeyri. Í samkomubanni segir Elfar Logi ágætt að fást við grúsk. MYND/MARSIBIL Merkisatburðir 1916 Víðavangshlaup ÍR fer fram í fyrsta sinn en það er árviss viðburður síðan á sumardaginn fyrsta. 1920 Sumarólympíuleikar eru settir í Antwerpen í Belgíu. 1925 Kastrupflugvöllur í Danmörku er vígður. 1928 Mæðrastyrksnefnd er stofnuð í Reykjavík. 1950 Þjóðleikhúsið er vígt. 1972 Ásatrúarfélagið er stofnað á Íslandi. 1977 Boris Spassky sigrar Vlastimil Hort í skákeinvígi í Reykjavík. 1978 Sænska þingið samþykkir breytingar á erfðalögum sem gera Viktoríu að krónprinsessu. 1991 Alþingiskosningar eru á Íslandi og ellefu listar eru í framboði, fleiri en nokkru sinni fyrr. 1992 Heimssýning er opnuð í Sevilla. 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.