Feykir


Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 17

Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 17
13/2017 17 Ágúst Ingi Ágústsson (1982) sem búsettur er í Neskaupstað svarar Tón- lystinni í þetta skiptið. Hann er alinn upp í Fellstúninu á Króknum af þeim Önnu Hjartar og Gústa Guðmunds, fyrrum trymbli KS-bandsins. Taktfestan virðist hafa gengið í ættir því hljóðfæri Ágústs Inga er einmitt trommur. Spurður út í helstu tónlistar- afrek segir hann: „Nirvana- unplugged ábreiðudúó með Sveini Guðmundssyni Dýllara jr. í bílskúrnum á Fellstúni 5 og pönksveitin DDT-Skordýraeitur sem starfar um þessar mundir. Sveitin semur ýmsa texta og spilar í frjálsri tóntegund. DDT koma fram tvisvar í þessum mánuði, svo ætli toppnum sé ekki náð.“ Hvaða lag varstu að hlusta á? Hope That I Don’t Fall in Love With You með Tom Waits. Hluti af undirbúningi fyrir afmælistónleika rhythma- gítarleikara DDT. Uppáhalds tónlistartímabil? Rokk frá áttunda áratugnum og ameríska grungið frá 10. áratugnum. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Hljómsveitin Tuð – stórlega vanmetið íslenskt pönk. Dimma eru líka mjög góðir. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Hrátt rokk frá áttunda ára- tugnum réð ríkjum. Strait shooter platan með Bad Company fór oftast undir nálina. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niður- halið sem þú keyptir þér? Nevermind með Nirvana í formi geisladisks. Hvaða græjur varstu þá með? Það var best að spila diskinn í grjæunum í stofunni, man ekki hvaða gerðar þær voru. Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf eða fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Roy Rogers með Halla og Ladda var í miklu uppáhaldi eftir að maður lærði á plötuspilarann en fyrsta platan sem ég óskaði mér var Queen Greatest hits. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Það er eitthvað gott í flestum lögum. Hins vegar getur jólalagið Ef ég nenni eyðilagt listina á malti og appelsíni. Uppáhalds Júróvisjónlagið? Franska lagið frá árinu 2010 Allez Ola Olé með Jessy Matador. Besta íslenska lagið er Euróvísa með Botnleðju. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Paradise City með Guns n Roses. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Sunnudags- morgunn með Jóni Ólafssyni. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Pearl Jam í London með kærustunni eða Á Móti Sól í Miðgarði með strákunum. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkomin með bílpróf? Alvöru þungarokk. AC/DC, Guns N’ Roses og Metallica. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Vildi ég væri jafn góður og Lars Ulrich. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Get ekki gert uppá milli Never Mind með Nirvana og Ten með Pearl Jam. Ágúst Ingi Ágústsson / trymbill Ef ég nenni getur eyðilagt lystina á malti og appelsíni ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is toppurinn Vinsælustu lögin á playlistanum hjá Ágústi Inga: Enter Sandman METALLICA Smells Like Teen Spirit NIRVANA Even Flow PEARL JAM 100% TUÐ Klæddu þig í gervi DDT Þungur kross DIMMA Ágúst Ingi við trommurnar hjá eðal pönksveitinni DDT-skordýraeitur. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.