Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 15
13/2017 15
hann var ennþá nemi á Eiðum,
en þá gátu slíkar ferðir á þeim
tíma orðið ansi skrautlegar. En
það var spennandi að prófa
eitthvað nýtt, og engan þekkti
hann á Króknum utan Sigrúnu
Skúladóttur frænku sína úr
Borgarfirði sem þá bjó með
Erlingi Péturssyni kaupmanni.
Þau reyndust honum afar vel en
Heiðar vann í verslun þeirra,
Tindastól, í nokkur ár á meðan
hann var í Fjölbrautaskólanum.
„Ég hafði einu sinni komið á
Krókinn áður en ég flutti hingað
á heimavistina til Björns Magn-
ússonar þannig að þetta var allt
nýtt fyrir mér en ég er kominn
ágætlega inn í samfélagið núna
26 árum síðar.“
Áskell Heiðar er menntaður
landfræðingur frá Háskóla Ís-
lands, með diplómu í opinberri
stjórnsýslu frá HÍ og vann lengi
hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Seinna náði hann sér í MA
gráðu í ferðamálafræði og við-
burðastjórnun frá Háskólanum
á Hólum og Leeds Metropolitan
University. Nú gerir hann út á
viðburðastjórnun og er hann
kannski helst þekktur fyrir
aðkomu sína að tónlistarhátíð-
unum Bræðslunni á Borgarfirði
eystra og Drangey festival í
Skagafirði. Upphafið að því,
segir hann, hafi verið álíka
mikið útpælt og annað sem
hann geri.
„Ég er alinn upp við ver-
tíðarmennsku en foreldrar
mínir voru sauðfjárbændur og
þar er hugsað í verkefnum.
Ákveðið verkefni hefst og þau
eru kláruð. Mamma rak lengi
veitingasölu í Borgarfirði og
partur af því var að slá upp einu
og einu balli, tónleikum og
ýmsum uppákomum til að
skemmta heimafólki og draga
tæplega 30 hafi verið í skólanum
í það heila, og mismunandi
stórir árgangar. Fór frá því að
vera einn nemandi og upp í sex
til sjö í árgangi svo að þremur til
fjórum árgöngum var kennt
saman í stofu. Í árgangnum á
eftir okkur voru þau fimm en
enginn í árgangnum á undan,
og þau voru fjögur þar á undan.
Við vorum kannski tíu, tólf
saman í hóp. Maður ólst upp við
þetta og þekktum ekki annað en
við vorum mjög heppin með
skólastarfið. Þegar við vorum
að byrja, fengum við ungt og
ferskt fólk að skólanum sem reif
þetta svolítið upp, en meðal
þeirra voru Hallfríður Sverris-
dóttir og Sigurlaugur Elíasson,
sem búa nú hér á Krók, sem
voru þarna á tímabili. Ég lærði
myndlist og dúkristur hjá Silla
og svo kom Gyrðir bróðir hans
líka og kenndi okkur á tímabili.
Í minningunni var þetta allt
saman mjög skemmtilegt og ég
held að við höfum verð heppin
með starfsfólk og góðan anda í
skólanum. Okkur fannst við
aldrei neitt líða sérstaklega fyrir
það að vera í svona fámennum
skóla, þvert á móti. Svo þegar
þurfti að klára skólaskylduna
fórum við í Alþýðuskólann á
Eiðum og tókum síðasta
bekkinn þar. Þá fékk maður
smá menningarsjokk, miklu
fleiri saman í bekk og allt
öðruvísi bragur á öllu, heimavist
og sá pakki allur. Þegar maður
lítur til baka held ég að þetta
hafi blessast ágætlega.“
Heiðar hleypti heimdragan-
um þegar ljúka þurfti stúdent-
sprófinu og endaði hann í Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki,
FÁS, eins og hann hét þá. Sú
ákvörðun að fara í skóla á
Sauðárkróki, segir Heiðar að
hafi ekki verið mjög djúpvitur
ákvörðun hjá honum.
„Leiðin hjá flestum lá í
Menntaskólann á Egilsstöðum,
en mig langaði til að fara aðeins
út fyrir fjórðunginn og tún-
fótinn svo ég sótti um á Akra-
nesi, Selfossi og á Sauðárkróki
sama daginn. Svo var bara
hringt héðan, Jóhanna á skrifs-
tofunni í fjölbraut, þá var þessi
stóra ákvörðun tekin,“ segir
Heiðar sem býr enn á Króknum
og unir sér vel, enda fann hann
núverandi eiginkonu sína, Völu
Báru Valdóttur í Fjölbraut og
þau búa hér með fjórar dætur,
þar af tvær sem nú nema við
þennan sama fjölbrautaskóla.
Heiðar segist reyndar hafa
séð til hóps frá Sauðárkróki sem
kom í heimsókn í Mennta-
skólann á Egilsstöðum á meðan
að gesti og ég er alinn upp við
það að þetta sé skemmtilegt og
að þetta sé lítið mál. Hún vílaði
það ekkert fyrir sér að hringja
nokkur símtöl eða hafa sam-
band við fólk til að slá upp
einhverjum viðburði. Svo ein-
hvern veginn vindur þetta upp
á sig og eitt tekur við af öðru.
Bræðslan var búin til sem
stakir tónleikar. Þeir lukkuðust
vel svo það var ákveðið að gera
þetta aftur, svo vindur þetta upp
á sig og nú er nánast uppselt á
Bræðslu númer 13 og rúmir
fjórir mánuðir þangað til hún
fer fram. Með tíð og tíma verður
þetta svo að rútínu og svo
kemur reynslan, maður gerir
mistök og lærir eitthvað nýtt í
hvert skiptið,“ segir Heiðar.
Hann ákvað svo að mennta sig í
viðburðafræðunum gegnum
Háskólann á Hólum og með
skiptinámi við háskóla í Leeds í
Englandi sem er einn stærsti
skólinn þar í landi í viðburða-
stjórnun.
Drangey Music
Festival
Nú er búið að kynna hljóm-
sveitirnar sem koma fram á
Drangey music festival í lok júní
í sumar og segist Heiðar ætla að
einbeita sér vel að því litla barni
sem varð til fyrir þremur árum.
„Við ákváðum að búa til
tónleika, ég og Guðbrandur
Ægir, sem hefur verið með mér
í Bræðslunni frá upphafi, og
Viggó Jónsson, sem ég hef þekkt
lengi og brallað ýmislegt með
og hugmyndin var að finna
þeim einstakan stað þar sem
náttúran og tónlistin gætu
unnið saman og búið til
einhvern galdur. Og það tókst
svo sannarlega á Reykjum, enda
er það yndislegur staður. Við
komum að borðinu hver með
sínum hætti og með mismun-
andi styrkleika og skiptum með
okkur verkum. Það hefur verið
mjög skemmtilegt að vinna
með þeim og þeirra fólki og
þetta hefur lukkast vel. Veður-
guðirnir hafa vissulega verið
með okkur. Nú erum við búnir
að stilla upp prógrammi í sumar
sem er mjög spennandi og ég er
mjög spenntur og vona að sjá
þetta ganga vel í sumar til að
koma okkur betur á kortið.“
Tónleikarnir fara fram á
Reykjum á Reykjaströnd, sömu
helgi og Lummudagar eru
haldnir í Skagafirði. Er það
ekkert að trufla?
„Ég hef frekar horft á það
sem styrkleika. Við settum
prógrammið vísvitandi upp
þannig að þetta byrjar ekki fyrr
en um níu leytið á laugardags-
kvöldinu en þá geta götugrillin
verið búin og öll dagskrá í
bænum. Ég held að það væri
erfitt að koma svona hátíð upp
einhverja aðra helgi, þar sem
mikið rót er á fólki því fólk fer
mikið í burtu. Það er líka mjög
hörð samkeppni í þessum
viðburðabransa yfir sumarið og
engin helgi laus sem bíður eftir
einhverri svona hugmynd. En
ég veit auðvitað að einhverjir
þurfa að standa vaktina á
knattspyrnumóti og hinu og
þessu og það er alltaf þannig að
það er aldrei hægt að setja
eitthvað upp sem hentar öllum
og það eru ýmis sjónarmið með
þetta. Ég lít á þetta sem góða
viðbót við Lummudagana.“
Upplifun fyrir
tónlistarfólk
Það er vel þekkt að hljómsveitir
verða ekki ríkar á því að taka
þátt í tónleikahaldi á Íslandi en
Heiðar segir það ekki vandamál
að fá einhverjar til að koma.
Hann segir að reynt sé að leggja
dæmið upp þannig að úr verði
upplifun fyrr þá sem koma að,
en líka að fólk fái borgað fyrir
sína vinnu, tónlistarmenn og
aðrir. „Við reynum að gera vel
við fólk í mat og gistingu og að
það sé upplifun fyrir það að
koma á staðinn líka. Það hefur
lukkast vel á Bræðslunni og við
10/2016
Fjölskyldan öll í brekkunni á Landsmóti hestamanna á Hólum síðastliðið sumar.
MYNDIR: ÚR EINKASAFNI
Drangeyjarbræður, Áskell Heiðar, Guðbrandur Ægir og jarlssonurinn Viggó Jónsson. Veðurguðirnir hafa fílað Drangey Music Festival fram að þessu.
Fermingarbræðurnir og frændurnir, Ásgrímur Ingi og Heiðar.