Feykir


Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 21

Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 21
13/2017 21 Íslandsmeistari í trésmíði Eins og sagt var frá í seinasta Feyki stóðu Skagfirðingar sig vel á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars sl. Kristinn Gísli Jónsson, Alexander Svanur Guðmundsson og Þröstur Kárason hömpuðu allir Íslandsmeistaratitli eftir keppnina. Kristinn Gísli er nemi í matreiðslu hjá Dill Restaurant en Alexander í bifvéla- virkjun við Borgarholtsskóla. Þriðji Íslandsmeistarinn, Þröstur Kárason, býr og starfar á Sauðárkróki, sonur Margrétar Helgadóttur og Kára Árnasonar. Þröstur, sem er árgerð 1995, er á lokametrunum í trésmíðanámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. segist reyndar búinn með námið en á nokkra mánuði eftir af samningi til sveinsprófs. Hann starfar hjá „Fíunum“, eða Friðriki Jónsyni ehf. Aðspurður um hvað honum þætti skemmtilegast við smíðarnar, segir hann flest allt í kringum smíðarnar skemmti- legt. „Mjög margt fjölbreytilegt sem hægt er að gera í þessari starfsgrein.“ Í iðn- og verkgreinakeppninni var verkefni smíðanemanna að smíða dúkkurúm og segir Þröstur það hafa verið ágætt. „Mér fannst nú ekkert eitt erfiðara en annað við verkefnið, þetta gekk nokkuð þægilega fyrir sig. Auðvitað voru ýmsir hlutir sem þörfnuðust meiri þolinmæði en aðrir, en allt endaði þokkalega vel finnst mér,“ segir Þröstur og bætir við þegar hann er spurður um hvað hann haldi að hafi orðið til þess að hann sigraði: „Tja, ég get varla sagt til um það. Kannski að smámunasemin geti skorið úr á milli fólks í þessu.“ Hver eru framtíðaráform þín? „Það er nú ekkert ákveðið núna. Ég er allavega búinn með nám í þessu fagi, þannig að planið núna er að vinna við þetta eitthvað áfram, þangað til annað kemur upp ef svo verður.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara þakka fyrir mig, það er alltaf gaman að fá tækifæri til að taka þátt í viðburðum eins og þessum.“ /PF Þröstur Kárason Við verðlaunaafhendingu. Þröstur Kárason í miðið ásamt Steinari Frey Hafsteinssyni, VMA og Ester Mee Hwa Herman, FB. Guðmundur Sævar Þórsson Mamma að fara á límingunum Guðmundur Sævar Þórsson verður fermdur í Bólstaðarhlíðarkirkju þann 1. apríl af sr. Bryndísi Valbjarnardóttur. Foreldrar hans eru Guðmunda S. Guðmundsdóttir og Þór Sævarsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Af því að ég vil ganga inn í kristna trú. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Mamma er að fara á límingunum yfir undirbúningnum, æðandi út um allt, talandi við nunnur og blómafólk og er að gera Siggu frænku geðveika en hún ætlar að sjá um veisluna. Pabbi leitar, ásamt öðrum, ljósum logum að fólki til að syngja við athöfnina. Bryndís prestur djammar bara í útlöndum og ég er að smíða herbergi til að gefa sjálfum mér í fermingargjöf. En allt hefst þetta nú og fer vel. Hvar verður veislan haldin? -Í Félagsheimilinu Húnaveri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já. Það sem verður á hlaðborðinu verður grafinn lax, lambalæri, kjúklingur með tilheyrandi meðlæti og auðvitað ísterta og fleiri kökur í eftirrétt. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já. Það var farið í Joe‘s á Akureyri og keypt hin fínustu jakkaföt. Hver er óska fermingargjöfin? Samsung Galaxy S7 eða hinn fínasti hnakkur. Fermingin mín Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson Veislan í veisluhúsnæði heima Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson á Lýtingsstöðum verður fermdur þann 13. apríl í Mælifellskirkju af sr. Döllu Þórðardóttur. Foreldrar hans eru Evelyn Ýr Kuhne og Sveinn Guðmundsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Því að ég trúi á guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekki mjög mikið utan við fermingarfræðsluna. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég fer í fermingarfræðslu í skólanum og hef tekið þátt í nokkrum guðsþjónustum. Í sameiningu við foreldra mína hef ég ákveðið hvernig fermingardagurinn verður. Hvar verður veislan haldin? -Ég verð með hana heima hjá mér í veisluhúsnæði. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Nei, ekki enn. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, fyrir löngu síðan. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég er ekki með neina sérstaka ósk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.