Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 8
8 13/2017
inn stór hluti af starfi prestsins. Í
hverju felst hann hjá þér? „Við
byrjum á að fara í Vatnaskóg með
öðrum fermingarbörnum úr
Skagafirði og Húnavatnssýslum í
fimm daga um miðjan ágúst þar
sem við prestarnir kennum okkar
krökkum. Svo er auðvitað frjáls
tími og þetta eru mjög skemmti-
legir dagar. Önnur ferð er að
Löngumýri í byrjun apríl þar sem
við verðum einn dag ásamt
krökkum úr Varmahlíðarskóla.
Við hittumst svo sirka tvisvar í
mánuði yfir veturinn í einn og
hálfan tíma í senn. Það er stór
partur af fermingarundirbún-
ingnum að þau kynnist kristinni
trú, þau hafa farið með mér í
allflestar messur og lesið upp og
Séra Halla Rut Stefáns-
dóttir er sóknarprestur á
Hofsósi og þjónar auk þess
fimm öðrum sóknum í
nágrenninu. Í vor mun hún
ferma sex börn í fimm
athöfnum. Halla segir
ferminguna og fermingar-
undirbúninginn skipta
börnin miklu máli og hún
er ekki sammála því sem
oft er haldið fram að
börnin fermist aðallega
vegna gjafanna.
Halla er Skagfirðingur, dóttir
hjónanna Stefáns Gíslasonar og
Margrétar Guðbrandsdóttur í
Varmahlíð og þar ólst hún upp
og gekk í grunnskóla. Því næst lá
leiðin í Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki en að því loknu
flutti hún suður. Hún lagði stund
á snyrtifræði og nudd í Englandi.
Hún vann svo við það til ársins
2007, þá ákvað hún að setjast
aftur á skólabekk, ætlunin var að
leggja stund á sagnfræði en loks
varð guðfræðin fyrir valinu.
Halla segir að góð starfsþjálfun
hjá Guðrúnu Karls Helgudóttur,
sóknarpresti í Grafarvogssókn,
hafi skipt miklu máli í hennar
námi. Nú hefur Halla verið
sóknarprestur í hartnær tvö ár og
segir að sér líki starfið mjög vel,
samfélagið sé fjölbreytt og gott,
svo og samstarfið við skóla og
fjölskyldur, og það hafi mikið að
segja. Þar skipti líka mjög miklu
máli að samstarf prestanna í
Skagafirði sé afar gott og það sé
mjög dýrmætt að geta leitað til
fólks sem hún beri mikið traust
til.
En skyldu trúarbrögð hafa skipað
stóran sess í uppeldi Höllu? „Já,
þau gerðu það, ég fór mikið í
messur, mér líkaði það nú
kannski ekki alltaf neitt alltof vel,
segir Halla og hlær. „En ég lærði
fljótt að meta það betur og betur.
Pabbi er organisti og mamma
söng í kór þannig að við mættum
oft löngu áður en athöfnin
byrjaði. Mér þótti það mikið
sport að sitja fremst og passa að
standa upp á réttum tíma og var
oft dálítið stressuð yfir því. Ég átti
víst erfiðara með að sitja kyrr
heldur en systur mínar en pabbi
notaði það sem trikk á mig að
biðja mig að hlusta vel og segja
sér hvenær hann hefði farið útaf
eða hvort eitthvað hefði ekki
verið í góðu lagi svo ég fylgdist
alltaf voða vel með. Það hefur nú
stundum verið hlegið að þessu,“
segir Halla brosandi. „Pabbi var
organisti í þremur kirkjum og ég
fylgdi honum oft í þær allar, alltaf
að fylgjast með hvort hann færi
útaf! Svo var ég mikið hjá ömmu
minni og afa á Sauðárkróki, þau
voru mikið trúfólk og það var
farið með margar kvöld- og
morgunbænir þannig að ég var
mjög ung þegar ég lærði
bænirnar mínar og þær hafa
skipt mig mjög miklu máli. Ég
ræktaði þetta svo sem misvel,
eftir því á hvaða aldri ég var, en
þó ég sé að verða fertug og sé
búin að læra þetta þá grípur
maður alltaf í grunninn sinn, það
er nú bara þannig.“
Er fermingardagurinn þinn minnis-
stæður dagur? „Já, mjög svo. Við
fermdumst tvö saman í
Víðimýrarkirkju, ég og vinur
minn, Guðmundur á Vatns-
skarði. Við vorum mjög spennt
og ég man að ég upplifði mig
voðalega fullorðna. Veislan var
haldin heima eins og var
algengast þá og dagana áður var
bara allt tekið út úr öllum
herbergjum og sett í bílskúrinn.
Svo voru fengnir stólar og borð
að láni úr félagsheimilinu og öllu
púslað inn í hvert einasta horn og
ægilega gaman.“
En er eitthvert sérstakt atvik sem
þú manst eftir? „Ekki nema það
að við áttum að muna ritningar-
vers til að fara með og ég naut
eiginlega ekki fermingarinnar
fyrr en ég var búin að fara með
það því ég var dálítið stressuð yfir
því. En svo hefur líka oft verið
hlegið að því að þegar við fórum
inn á Víðimýri til að fara úr
kirtlunum hafði orðið einhver
misskilningur varðandi ferm-
ingarbróður minn og hann var
skilinn eftir, allir hafa bara haldið
að einhver annar ætti að taka
hann með, okkur fannst það
mjög skondið. Svo er hárgreiðsl-
an líka minnisstæð, þá var í tísku
að vera með toppinn blásinn
hátt upp og mikið til hliðar. Ég
fór í greiðslu og mér fannst hann
ekki nógu hár þannig að ég
barðist við að fá meiri upp-
hækkun og hún er svo sannarlega
til staðar á öllum myndunum –
og púffuð fermingarskyrta.“
Nú er fermingarundirbúningur-
Halla Rut. MYND: FE
Séra Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur á Hofsósi
Fermingin og undirbúningur
hennar með því skemmti-
legasta við starfið
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
Rakel Ýr Ívarsdóttir
Er búin að finna
rétta kjólinn
Rakel Ýr Ívarsdóttir á Blönduósi verður fermd þann 29. apríl
í Blönduóskirkju af sr. Sveinbirni R. Einarssyni. Foreldrar
hennar eru Jóhanna K. Atladóttir og Ívar Snorri Halldórsson.
Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að
játa kristna trú.
Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér?
-Já, nokkuð mikið.
Hvernig hefur fermingarundirbúningnum
verið háttað? -Ég er búin að mæta mikið
í fermingarfræðslu og svo þegar við vissum
dagsetninguna á fermingunni pöntuðum
við sal og ég ákvað litaþema fyrir veisluna
og ég ákvað að hafa rauðan og gulllitaðan.
Hvar verður veislan haldin? -Í Dalsmynni.
Er búið að ákveða hvað verður á matseð-
linum? -Það verður heitur matur og svo
tertur og kaffi á eftir.
Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, ég
er búin að finna rétta kjólinn.
Hver er óska fermingargjöfin? -Mig langar í fartölvu.
Fermingin mín