Feykir


Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 12

Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 12
12 13/2017 „Það var svo hrikalega skemmti- legt fólk að vinna í Kjötkróki ...“ Ósk Bjarnadóttir er 32 ára og býr ásamt manni sínum og þremur börnum á Sauðárkróki þar sem hún er uppalin. Hún starfar sem kjöt- iðnaðarmaður hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Ósk segist ekki þekkja margar konur í sínu fagi þó það sé ekkert við starfið sem geri það frekar að karlastarfi en kvennastarfi. Nafn: Ósk Bjarnadóttir Aldur: 32 ára Starf: Kjötiðnaðarmaður Stutt lýsing á starfinu: Starf mitt sem kjötiðnaðarmaður hjá Kjötafurðarstöð KS er mjög fjölbreytt, allt frá því að saga og úrbeina kjötskrokka til þess að salta, krydda og afgreiða pantanir til við- skiptavina. Auk þess fást kjötiðnaðar- menn við vinnslu á kjötafurðum s.s. kjötfarsi, pylsum, kæfum og pate svo eitthvað sé nefnt. Hvað ert þú búin að vera lengi í þessu starfi? Það er svo langt síðan að ég er ekki alveg viss, mig minnir að ég hafi byrjað 2004 eða 2005. Hvers vegna fékkst þú áhuga á þessu starfi? Það var svo hrikalega skemmtilegt fólk að vinna í Kjötkróki þar sem ég hóf störf sem ófaglærð. Það tók þau ekki nema þrjá mánuði að sannfæra mig um að þetta væri málið. Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því að starfið er almennt talið karlastarf? Ætli það sé ekki staðreyndin að þetta er iðnnám sem virðist einhverra hluta vegna frekar vera beint til stráka. Var eitthvað sem kom þér sérstaklega á óvart við starfið? Já, hvað það er hrikalega skemmtilegt fólk í faginu og starfið fjölbreytt. Er eitthvað við þetta starf sem gerir það að verkum að konur eigi erfitt með að vinna það? Nei. Þekkir þú/veist þú um margar konur sem vinna þetta starf? Mínar helstu fyrirmyndir í faginu eru tveir fyrrum kvenkyns samstarfsmenn, en þar með eru þær sem ég veit um í faginu nánast upp taldar. Var erfitt að byrja í starfi þar sem meirihluti vinnufélaga var af öðru kyni? Á fyrsta vinnustaðnum mínum vorum við þrjár konur og einn karlmaður svo það var ekki erfitt. Á mínum núverandi vinnustað eru konur þó í minnihluta, en það er alls enginn ókostur. Finnst þér þú hafa mætt fordómum á vinnustað eða annars staðar vegna þess að þú ert kvenmaður? Nei alls ekki, frekar það að fólki finnist það áhugavert. Nokkur orð að lokum: Ég vil hvetja stelpur eindregið til þess að skoða iðnám sem námskost því það hentar stelpum alls ekkert síður en strákum. ( #kvennastarf ) frida@feykir.is Ósk Bjarnadóttir kjötiðnaðarmaður hjá Kjötafurðastöð KS Ósk alveg eldhress. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.